Ragnhildur Steinunn ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2018 12:04 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið Elena Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu aðstoðardagskrárstjóra hjá RÚV. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tilkynnti starfsfólki í Efstaleiti um ráðninguna í morgun. „Ég hlakka til að takast á við nýtt og spennandi hlutverk, að vera þátttakandi í að efla framleiðslu RÚV enn frekar,“ segir Ragnhildur Steinunn í samtali við Vísi. Mun hún vinna með Skarphéðni að dagskrártengdum málefnum Sjónvarps, koma að ytri og innri samskiptum dagskrárdeildar sjónvarps og vera alhliða stuðningur við Skarphéðinn meðfram því að sinna áfram dagskrárgerð fyrir sjónvarp. „Ég hef unnið mjög náið með Skarphéðni í mörg ár. Það verður mjög skemmtilegt að koma inn í hans teymi og láta frekar til sín taka.“ Ragnhildur Steinunn hefur víðtæka reynslu þegar kemur að framleiðslu og ritstjórn sjónvarpsefnis. Hún hefur starfað hjá RÚV frá árinu 2004 og meðal annars sinnt þáttagerð fyrir Kastljós, Óskalög þjóðarinnar, Dans dans dans, Gott kvöld, Ísþjóðina með Ragnhildi Steinunni og Laugardagslögin svo fátt eitt sé nefnt. Ragnhildur Steinunn situr í framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar og hefur haldið utan um dagskrárgerð keppninnar síðustu ár. Að auki hefur hún verið kynnir keppninnar, nær viðstöðulaust, frá árinu 2007. Ragnhildur Steinunn leikstýrði og framleiddi heimildamyndina „Hrafnhildur-heimildamynd um kynleiðréttingu“ sem hlaut Eddu-verðlaunin árið 2013 í flokki heimildamynda. Árið 2014 var heimildamyndin „Ég gafst ekki upp“ í umsjón Ragnhildar Steinunnar einnig tilnefnd til Eddunnar. Ragnhildur Steinunn ritstýrði sjónvarpsþáttunum Hæpið á RÚV en þeir hlutu fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir umfjöllun sína um kynferðisofbeldi árið 2015 og voru að auki tilnefndir til Eddunnar. Hún er annar höfunda og útgefanda bókarinnar Forystuþjóð en bókin er viðtalsbók um stöðu jafnréttismála á Íslandi árið 2017. Ragnhildur Steinunn er með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands. Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu aðstoðardagskrárstjóra hjá RÚV. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tilkynnti starfsfólki í Efstaleiti um ráðninguna í morgun. „Ég hlakka til að takast á við nýtt og spennandi hlutverk, að vera þátttakandi í að efla framleiðslu RÚV enn frekar,“ segir Ragnhildur Steinunn í samtali við Vísi. Mun hún vinna með Skarphéðni að dagskrártengdum málefnum Sjónvarps, koma að ytri og innri samskiptum dagskrárdeildar sjónvarps og vera alhliða stuðningur við Skarphéðinn meðfram því að sinna áfram dagskrárgerð fyrir sjónvarp. „Ég hef unnið mjög náið með Skarphéðni í mörg ár. Það verður mjög skemmtilegt að koma inn í hans teymi og láta frekar til sín taka.“ Ragnhildur Steinunn hefur víðtæka reynslu þegar kemur að framleiðslu og ritstjórn sjónvarpsefnis. Hún hefur starfað hjá RÚV frá árinu 2004 og meðal annars sinnt þáttagerð fyrir Kastljós, Óskalög þjóðarinnar, Dans dans dans, Gott kvöld, Ísþjóðina með Ragnhildi Steinunni og Laugardagslögin svo fátt eitt sé nefnt. Ragnhildur Steinunn situr í framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar og hefur haldið utan um dagskrárgerð keppninnar síðustu ár. Að auki hefur hún verið kynnir keppninnar, nær viðstöðulaust, frá árinu 2007. Ragnhildur Steinunn leikstýrði og framleiddi heimildamyndina „Hrafnhildur-heimildamynd um kynleiðréttingu“ sem hlaut Eddu-verðlaunin árið 2013 í flokki heimildamynda. Árið 2014 var heimildamyndin „Ég gafst ekki upp“ í umsjón Ragnhildar Steinunnar einnig tilnefnd til Eddunnar. Ragnhildur Steinunn ritstýrði sjónvarpsþáttunum Hæpið á RÚV en þeir hlutu fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir umfjöllun sína um kynferðisofbeldi árið 2015 og voru að auki tilnefndir til Eddunnar. Hún er annar höfunda og útgefanda bókarinnar Forystuþjóð en bókin er viðtalsbók um stöðu jafnréttismála á Íslandi árið 2017. Ragnhildur Steinunn er með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands.
Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira