Aldrei vanmeta vetrarveðrið Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2018 07:20 Færð getur víða spillst í dag. Vísir/GVA Nú í morgunsárið er að lægja og stytta upp á Suðurlandi og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi um allt landi að frátöldu suðvesturhorninu og miðhálendinu. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Færðin þar hefur þó ekki verið upp á marga fiska síðastliðinn sólarhring. Þannig lokaði Vegagerðin hið minnsta níu leiðum á Norður- og Austurlandi í gærkvöld vegna óveðurs og ófærðar en reynt verður að opna þær á ný með morgninum, eftir því sem aðstæður leyfa. Fólk lenti víða í vandræðum vegna ófærðar, til dæmis sátu á milli 50 og 60 manns fastir í u.þ.b. 30 bílum á milli Blönduóss og Hvammstanga snemma í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn komu fólkinu til hjálpar og höfðu greitt úr vandanum um klukkan 21 í gærkvöldi. Nokkru fyrr hafði flutningabíll runnið þversum og lokað veginum um Víkurskarð og fóru að myndast þar raðir bíla í miklu óveðri. Lögregla kallaði út þrjár björgunarsveitir, sem voru alveg fram til klukkan ellefu í gærkvöldi að klára verkefnið, og höfu þá sumir setið í föstum bílum sínum í allt að fjórar klukkustundir. Sumir bílanna voru næstum fenntir í kaf, að sögn lögreglu á Akureyri. Engum varð þó meint af. Björgunarsveit var líka send upp á Mosfellsheiði hér syðra, klukkan hálf tvö í nótt til að hjálpa fólki í föstum bílum, eins og Vísir greindi frá í morgun. Það eru ófár gular viðvaranir í gildi næsta sólarhringinn.VeðurstofanAð sama skapi féll snjóflóð og lokaði Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi en að sögn Vegagerðarinnar er búið að opna hann aftur. Töluverð sjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum og á utanverðum Tröllaskaga, samkvæmt nýju mati Veðurstofunnar. Þar hafa þónokkur flóð fallið að undanförnu, en án þess að hafa valdið tjóni á mannvirkjum. Það stærsta féll í Ólafsfirði, sem mældist yfir 3,5 stig. Það þýðir að allt að þúsund tonn af snjó hafi skriðið fram, en það nægir til að kaffæra heilu vörubílana og valda skemmdum á húsum. Þrátt fyrir að engin flóð hafi fallið á Austfjörðum að undanförnu er talin töluverð hætta þar líka. Svo á enn að bæta í snjóinn á þessum slóðum, samkvæmt veðurspám. Það snýst svo í norðaustlæga átt í kvöld og mun bæta í vind um allt land. Útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða storm á morgun og verður einna hvassast um landið norðan- og vestanvert. Með vindinum bætir í ofankomuna, einkum frá Tröllaskaga austur á Austfirði. „Það má kalla þetta dæmigert vetrarveður á Íslandi en það má nú aldrei vanmeta áður en lagt er af stað í leiðangur,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að hiti verður að mestu nærri frostmarki. Það dregur svo úr vindi og úrkomu á fimmtudag auk þess sem það kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s og snjókoma um landið N-vert, slydda með A-ströndinni, en þurrt að kalla annars staðar. Hiti um og undir frostmarki. Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Kólnandi veður. Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 12 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina. Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Heldur hlýnandi. Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki. Veður Tengdar fréttir Bíll með tengivagn fauk á hliðina Nokkrir ökumenn komust í hann krappan á suðvesturhorninu í nótt. 23. janúar 2018 06:22 „Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. 22. janúar 2018 06:48 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Nú í morgunsárið er að lægja og stytta upp á Suðurlandi og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi um allt landi að frátöldu suðvesturhorninu og miðhálendinu. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Færðin þar hefur þó ekki verið upp á marga fiska síðastliðinn sólarhring. Þannig lokaði Vegagerðin hið minnsta níu leiðum á Norður- og Austurlandi í gærkvöld vegna óveðurs og ófærðar en reynt verður að opna þær á ný með morgninum, eftir því sem aðstæður leyfa. Fólk lenti víða í vandræðum vegna ófærðar, til dæmis sátu á milli 50 og 60 manns fastir í u.þ.b. 30 bílum á milli Blönduóss og Hvammstanga snemma í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn komu fólkinu til hjálpar og höfðu greitt úr vandanum um klukkan 21 í gærkvöldi. Nokkru fyrr hafði flutningabíll runnið þversum og lokað veginum um Víkurskarð og fóru að myndast þar raðir bíla í miklu óveðri. Lögregla kallaði út þrjár björgunarsveitir, sem voru alveg fram til klukkan ellefu í gærkvöldi að klára verkefnið, og höfu þá sumir setið í föstum bílum sínum í allt að fjórar klukkustundir. Sumir bílanna voru næstum fenntir í kaf, að sögn lögreglu á Akureyri. Engum varð þó meint af. Björgunarsveit var líka send upp á Mosfellsheiði hér syðra, klukkan hálf tvö í nótt til að hjálpa fólki í föstum bílum, eins og Vísir greindi frá í morgun. Það eru ófár gular viðvaranir í gildi næsta sólarhringinn.VeðurstofanAð sama skapi féll snjóflóð og lokaði Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi en að sögn Vegagerðarinnar er búið að opna hann aftur. Töluverð sjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum og á utanverðum Tröllaskaga, samkvæmt nýju mati Veðurstofunnar. Þar hafa þónokkur flóð fallið að undanförnu, en án þess að hafa valdið tjóni á mannvirkjum. Það stærsta féll í Ólafsfirði, sem mældist yfir 3,5 stig. Það þýðir að allt að þúsund tonn af snjó hafi skriðið fram, en það nægir til að kaffæra heilu vörubílana og valda skemmdum á húsum. Þrátt fyrir að engin flóð hafi fallið á Austfjörðum að undanförnu er talin töluverð hætta þar líka. Svo á enn að bæta í snjóinn á þessum slóðum, samkvæmt veðurspám. Það snýst svo í norðaustlæga átt í kvöld og mun bæta í vind um allt land. Útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða storm á morgun og verður einna hvassast um landið norðan- og vestanvert. Með vindinum bætir í ofankomuna, einkum frá Tröllaskaga austur á Austfirði. „Það má kalla þetta dæmigert vetrarveður á Íslandi en það má nú aldrei vanmeta áður en lagt er af stað í leiðangur,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að hiti verður að mestu nærri frostmarki. Það dregur svo úr vindi og úrkomu á fimmtudag auk þess sem það kólnar í veðri.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Norðaustan 15-23 m/s og snjókoma um landið N-vert, slydda með A-ströndinni, en þurrt að kalla annars staðar. Hiti um og undir frostmarki. Á fimmtudag:Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað S- og V-til, en stöku él á N- og A-landi. Kólnandi veður. Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma S- og V-lands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt í öðrum landshlutum. Frost 0 til 12 stig, kaldast á NA-landi, en hlánar við S-ströndina. Á laugardag:Austan- og norðaustanátt með rigningu eða slyddu um landið SA- og A-vert, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Heldur hlýnandi. Á sunnudag og mánudag:Suðvestlæg eða breytileg vindátt, úrkoma í flestum landshlutum og hiti um og undir frostmarki.
Veður Tengdar fréttir Bíll með tengivagn fauk á hliðina Nokkrir ökumenn komust í hann krappan á suðvesturhorninu í nótt. 23. janúar 2018 06:22 „Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. 22. janúar 2018 06:48 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Bíll með tengivagn fauk á hliðina Nokkrir ökumenn komust í hann krappan á suðvesturhorninu í nótt. 23. janúar 2018 06:22
„Veðrið getur hæglega orðið mun verra en útlit er fyrir“ Veðrið fyrripart þessarar viku er nógu slæmt til að geta haft truflandi áhrif á ýmsar athafnir, til dæmis ferðalög milli landshluta. 22. janúar 2018 06:48