Sveinbjörg vill snjallsímabann í grunnskólum borgarinnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. janúar 2018 08:00 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/valli Óháði borgarfulltrúinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hyggst í byrjun febrúar leggja fram tillögu í borgarstjórn um að borgaryfirvöld auðveldi skólastjórnendum að banna notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Sveinbjörg segir snjallsímanotkun grunnskólabarna á skólatíma vera vaxandi vandmál en hún hafi fulla trú á að hægt sé að koma böndum á notkun símanna. „Vandinn er að það eru engar samræmdar reglur um þetta hjá Reykjavíkurborg. Hverjum skólastjóra er því í sjálfsvald sett hvaða reglur gilda um snjallsíma í hans skóla.“ Sveinbjörg segir afleiðinguna þá að ef börnum er bannað að vera með snjallsíma í einum skóla vísi þau í ólíkar reglur í öðrum skólum og spyrji eðlilega hvers vegna eitt skuli ekki yfir alla ganga. „Skólar í Frakklandi og Svíþjóð eru byrjaðir að banna snjallsíma og við hljótum að geta gert þetta líka. En ef við ætlum að fara þessa leið þarf Reykjavík að setja sér reglur sem gilda fyrir alla skóla í borginni.“ Hún segir flest benda til þess að óhófleg notkun snjalltækja ýti undir kvíða og óöryggi hjá fjölda barna. „Við höfum dæmi um ljótt einelti þar sem snjallsíminn er notaður.“ Sveinbjörg segist undir það búin að tillaga hennar muni falla í misfrjóan jarðveg og skólabörn séu líkleg til þess að mótmæla slíku banni. „Ég held að skilningurinn á þessum vanda hafi verið að aukast og fólk er að verða meðvitaðra um félagslega þáttinn. Það verða örugglega mótbárur og þá líklegast frá þeim sem eru veikastir fyrir og orðnir alvarlega háðir tækjunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Úrsögn Sveinbjargar kostar Framsókn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar Framsókn og fluvallarvinir missa öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar og renna sætin til meirihlutans. 5. september 2017 20:15 Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hyggjast tryggja að þeir hafi aðkomu að öllum ráðunum. 5. september 2017 10:54 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Óháði borgarfulltrúinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hyggst í byrjun febrúar leggja fram tillögu í borgarstjórn um að borgaryfirvöld auðveldi skólastjórnendum að banna notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Sveinbjörg segir snjallsímanotkun grunnskólabarna á skólatíma vera vaxandi vandmál en hún hafi fulla trú á að hægt sé að koma böndum á notkun símanna. „Vandinn er að það eru engar samræmdar reglur um þetta hjá Reykjavíkurborg. Hverjum skólastjóra er því í sjálfsvald sett hvaða reglur gilda um snjallsíma í hans skóla.“ Sveinbjörg segir afleiðinguna þá að ef börnum er bannað að vera með snjallsíma í einum skóla vísi þau í ólíkar reglur í öðrum skólum og spyrji eðlilega hvers vegna eitt skuli ekki yfir alla ganga. „Skólar í Frakklandi og Svíþjóð eru byrjaðir að banna snjallsíma og við hljótum að geta gert þetta líka. En ef við ætlum að fara þessa leið þarf Reykjavík að setja sér reglur sem gilda fyrir alla skóla í borginni.“ Hún segir flest benda til þess að óhófleg notkun snjalltækja ýti undir kvíða og óöryggi hjá fjölda barna. „Við höfum dæmi um ljótt einelti þar sem snjallsíminn er notaður.“ Sveinbjörg segist undir það búin að tillaga hennar muni falla í misfrjóan jarðveg og skólabörn séu líkleg til þess að mótmæla slíku banni. „Ég held að skilningurinn á þessum vanda hafi verið að aukast og fólk er að verða meðvitaðra um félagslega þáttinn. Það verða örugglega mótbárur og þá líklegast frá þeim sem eru veikastir fyrir og orðnir alvarlega háðir tækjunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Úrsögn Sveinbjargar kostar Framsókn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar Framsókn og fluvallarvinir missa öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar og renna sætin til meirihlutans. 5. september 2017 20:15 Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hyggjast tryggja að þeir hafi aðkomu að öllum ráðunum. 5. september 2017 10:54 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Úrsögn Sveinbjargar kostar Framsókn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar Framsókn og fluvallarvinir missa öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar og renna sætin til meirihlutans. 5. september 2017 20:15
Ekkert samkomulag á milli Sveinbjargar og Guðfinnu um aðkomu að ráðum borgarinnar Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir hyggjast tryggja að þeir hafi aðkomu að öllum ráðunum. 5. september 2017 10:54