Ráðist í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, leggur til við formenn allra flokka á Alþingi að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti í dag formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi vinnu við breytingar á stjórnarskránni á kjörtímabilinu. Á fundinum lagði hún fyrir minnisblað þar sem fram kemur að framtíðarsýnin varðandi þessa vinnu felist í því að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Á vef stjórnarráðsins segir að tillaga Katrínar byggist á umræðum sem formenn flokka áttu um stjórnarskrána og breytingar á henni á síðasta kjörtímabilið. Í minnisblaði forsætisráðherra segir að hliðsjón verði höfð „af þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í endurskoðun á undanförnum árum, sbr. t.d. þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð auk starfa stjórnarskrárnefnda 2005-2007 og 2013-2016, þeirri miklu samfélagslegu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefndavinnu á Alþingi auk afstöðu kjósenda að því marki sem hún hefur þegar komið fram.“Ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum tekið fyrir á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili verða tekin eftirfarandi viðfangsefni: umhverfis-og náttúruvernd, þjóðareign á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings, 2. kafli stjórnarskrárinnar sem fjallar um forseta Íslands og meðferð framkvæmdarvalds, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni verði breytt. Á næsta kjörtímabili verða svo teknir fyrir kaflar stjórnarskrárinnar um Alþingi, alþingiskosningar og dómstóla, ákvæði um þjóðkirkjuna, mannréttindaákvæði og innangangsákvæði auk annarra ákvæða sem ekki hafa verið nefnd. Samkvæmt minnisblaðinu er markmiðið með þessari heildarendurskoðun að stjórnarskráin endurspegli „sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð.“ Vinnan verður áfangaskipt og munu allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinna sameiginlega að því að „að fara skipulega og heildstætt yfir stjórnarskrá lýðveldisins og tillögur sem fram hafa komið á undanförnum árum með það fyrir augum að vinna að breytingartillögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að undangengnu víðtæku samráði.“Minnisblað forsætisráðherra má nálgast á vef stjórnarráðsins en þar er nánar greint frá tilhögun þessarar vinnu. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti í dag formönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi vinnu við breytingar á stjórnarskránni á kjörtímabilinu. Á fundinum lagði hún fyrir minnisblað þar sem fram kemur að framtíðarsýnin varðandi þessa vinnu felist í því að ráðist verði í heildarendurskoðun á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili og því næsta. Á vef stjórnarráðsins segir að tillaga Katrínar byggist á umræðum sem formenn flokka áttu um stjórnarskrána og breytingar á henni á síðasta kjörtímabilið. Í minnisblaði forsætisráðherra segir að hliðsjón verði höfð „af þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í endurskoðun á undanförnum árum, sbr. t.d. þjóðfund, stjórnlaganefnd og stjórnlagaráð auk starfa stjórnarskrárnefnda 2005-2007 og 2013-2016, þeirri miklu samfélagslegu umræðu sem átt hefur sér stað, umræðu og nefndavinnu á Alþingi auk afstöðu kjósenda að því marki sem hún hefur þegar komið fram.“Ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum tekið fyrir á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili verða tekin eftirfarandi viðfangsefni: umhverfis-og náttúruvernd, þjóðareign á náttúruauðlindum, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings, 2. kafli stjórnarskrárinnar sem fjallar um forseta Íslands og meðferð framkvæmdarvalds, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni verði breytt. Á næsta kjörtímabili verða svo teknir fyrir kaflar stjórnarskrárinnar um Alþingi, alþingiskosningar og dómstóla, ákvæði um þjóðkirkjuna, mannréttindaákvæði og innangangsákvæði auk annarra ákvæða sem ekki hafa verið nefnd. Samkvæmt minnisblaðinu er markmiðið með þessari heildarendurskoðun að stjórnarskráin endurspegli „sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð.“ Vinnan verður áfangaskipt og munu allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinna sameiginlega að því að „að fara skipulega og heildstætt yfir stjórnarskrá lýðveldisins og tillögur sem fram hafa komið á undanförnum árum með það fyrir augum að vinna að breytingartillögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að undangengnu víðtæku samráði.“Minnisblað forsætisráðherra má nálgast á vef stjórnarráðsins en þar er nánar greint frá tilhögun þessarar vinnu.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent