Húsið stendur á lóð sem er um þúsund fermetrar að stærð og er aðkoman að húsinu bæði frá Laugarásvegi og Sunnuvegi.
Eignin er um 280 fermetrar og var húsið byggt árið 1969. Í því eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Það er ljóst á hönnun þess að það er teiknað af Manfreð Vilhjálmssyni sem er einn þekktasti arkitekt landsins og hefur hann sett sinn svip á borgarlífið síðastliðna áratugi með teikningum sínum.
Hér að neðan má sjá myndir af þessu glæsilega húsi í Laugardalnum.





