Áhyggjuefni að hafa hægðir annan hvern dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2018 08:39 Guðrún Bergmann er stútfull af fróðleik. Vísir/GVA Mikilvægasti vegurinn er meltingarvegurinn að mati heilsudrottningarinnar Guðrúnar Bergmann sem ræddi um „umferðarteppur“ og önnur óþægindi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafi fólk ekki reglulegar og formaðar hægðir kann það leiða til margvíslegra kvilla og því nauðsynlegt að fylgjast vel með klósettferðum sínum. Guðrún segir að gott sé að hafa í huga að meltingarvegurinn er aðeins takmarkað langur, frá munni niður að endaþarmi, og því ljóst að ef eitthvað fer inn í hann verður eitthvað að koma út úr honum aftur. Misbresti á því má rekja til ýmissa þátta að sögn Guðrúnar: „Það er út af mat sem fólk borðar, röng samsetning, mismunandi hvað fólk þolir, hvað það borðar mikið,“ þá getur fólki skort einhver bætiefni og svo framvegis. Hvítur sykur sé sérstaklega varasamur en magnesíum þeim mun betra. Guðrún vill þannig meina að það sem fólk telur vera flensu, sem það hefur nælt sér í eftir hátíðarnar, megi jafnvel rekja til óhoflegs mataræðis vikurnar á undan. Fólk hafi „ofgert líkamanum“ með jólakræsingunum og súpi svo seyðið af því með veikindum á nýju ári. Þegar við förum að safna hægðum í meltingarveginum þá lamast þarmaveggirnir og þá hætta þeir að ýta fæðunni áfram eins og þeir eiga að gera - „og þá förum við að safna í beygjur og horn,“ útskýrir Guðrún.Tvisvar til þrisvar á dag Ein besta leiðin fyrir venjulegt fólk til að fylgjast með ástandi þarmanna sinna er einfaldlega að telja klósettferðirnar sínar. Guðrún segist predika á námskeiðum sínum, eins og því sem fram fer annað kvöld, að eðlilegur fjöldi klósettferða, þar sem losað er úr meltingarveginum, séu ein til tvær á dag. „Það þarf að vera góð losun svo að allt sé í lagi og það þarf að vera daglega.“ Til hennar komi stundum fólk sem hefur hægðir einu sinni í viku og segir Guðrún augljóst að í þeim tilfellum sé umtalsverð söfnun að eiga sér stað. Fólk geti í raun byrjað að hafa áhyggjur af meltingunni sinni hafi það ekki hægðir á hverjum degi. Lágmarkið sé einu sinni á dag. Það er þó ekki aðeins tíðnin sem skiptir máli í þessu samhengi að sögn Guðrúnar, heldur einnig form, lögun, lykt og litur. Því sé „ágætt að tékka svona annað slagið hvernig liturinn er,“ segir Guðrún við mikla kátínu þáttastjórnenda. Það sem skiptir þó aðalmáli að mati Guðrúnar eru að hægðirnar séu „formaðar og að þær skili sér nokkuð reglulega.“ Spjall Guðrúnar um hægðir má heyra hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Mikilvægasti vegurinn er meltingarvegurinn að mati heilsudrottningarinnar Guðrúnar Bergmann sem ræddi um „umferðarteppur“ og önnur óþægindi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafi fólk ekki reglulegar og formaðar hægðir kann það leiða til margvíslegra kvilla og því nauðsynlegt að fylgjast vel með klósettferðum sínum. Guðrún segir að gott sé að hafa í huga að meltingarvegurinn er aðeins takmarkað langur, frá munni niður að endaþarmi, og því ljóst að ef eitthvað fer inn í hann verður eitthvað að koma út úr honum aftur. Misbresti á því má rekja til ýmissa þátta að sögn Guðrúnar: „Það er út af mat sem fólk borðar, röng samsetning, mismunandi hvað fólk þolir, hvað það borðar mikið,“ þá getur fólki skort einhver bætiefni og svo framvegis. Hvítur sykur sé sérstaklega varasamur en magnesíum þeim mun betra. Guðrún vill þannig meina að það sem fólk telur vera flensu, sem það hefur nælt sér í eftir hátíðarnar, megi jafnvel rekja til óhoflegs mataræðis vikurnar á undan. Fólk hafi „ofgert líkamanum“ með jólakræsingunum og súpi svo seyðið af því með veikindum á nýju ári. Þegar við förum að safna hægðum í meltingarveginum þá lamast þarmaveggirnir og þá hætta þeir að ýta fæðunni áfram eins og þeir eiga að gera - „og þá förum við að safna í beygjur og horn,“ útskýrir Guðrún.Tvisvar til þrisvar á dag Ein besta leiðin fyrir venjulegt fólk til að fylgjast með ástandi þarmanna sinna er einfaldlega að telja klósettferðirnar sínar. Guðrún segist predika á námskeiðum sínum, eins og því sem fram fer annað kvöld, að eðlilegur fjöldi klósettferða, þar sem losað er úr meltingarveginum, séu ein til tvær á dag. „Það þarf að vera góð losun svo að allt sé í lagi og það þarf að vera daglega.“ Til hennar komi stundum fólk sem hefur hægðir einu sinni í viku og segir Guðrún augljóst að í þeim tilfellum sé umtalsverð söfnun að eiga sér stað. Fólk geti í raun byrjað að hafa áhyggjur af meltingunni sinni hafi það ekki hægðir á hverjum degi. Lágmarkið sé einu sinni á dag. Það er þó ekki aðeins tíðnin sem skiptir máli í þessu samhengi að sögn Guðrúnar, heldur einnig form, lögun, lykt og litur. Því sé „ágætt að tékka svona annað slagið hvernig liturinn er,“ segir Guðrún við mikla kátínu þáttastjórnenda. Það sem skiptir þó aðalmáli að mati Guðrúnar eru að hægðirnar séu „formaðar og að þær skili sér nokkuð reglulega.“ Spjall Guðrúnar um hægðir má heyra hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira