Forsætisráðherra mætir í Víglínuna Heimir Már Pétursson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. janúar 2018 10:41 Alþingi kemur saman á mánudag eftir hlé sem gert var á þingstörfum skömmu fyrir áramót. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa nýtt tímann til að ræða við forystu samtaka launafólks hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum ásamt forystu Samtaka atvinnulífsins. Stjórnvöld hafa nokkrar vikur til að ná sam komulagi við vinnumarkaðinn en endurskoðunarákvæði samninga á almennum vinnumarkaði verður virkt í lok næsta mánaðar. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræðir við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu í dag. Farið verður yfir stöðuna í málum vinnumarkaðarins og þau mál sem ríkisstjórnin hefur undirbúið að leggja fram á vorþingi. En undir lok vorþings er von á fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem stefna hennar í ríkisfjármálum til næstu fimm ára lítur dagsins ljós. Í vikunni boðaði Ísavía til málþings um ástand lendingarstaða og flugvalla. Viðhald og uppbygging á þeim hefur setið á hakanum í mörg ár og ef ekki á að koma til lokunar flugvalla þarf að leggja til mikla fjármuni. Til að ræða þessi mál og fleiri sem tengjast uppbyggingu í samgöngumálum koma þau Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í Víglínuna Víglínan hefst kl. 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi. Víglínan Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Alþingi kemur saman á mánudag eftir hlé sem gert var á þingstörfum skömmu fyrir áramót. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa nýtt tímann til að ræða við forystu samtaka launafólks hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum ásamt forystu Samtaka atvinnulífsins. Stjórnvöld hafa nokkrar vikur til að ná sam komulagi við vinnumarkaðinn en endurskoðunarákvæði samninga á almennum vinnumarkaði verður virkt í lok næsta mánaðar. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræðir við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu í dag. Farið verður yfir stöðuna í málum vinnumarkaðarins og þau mál sem ríkisstjórnin hefur undirbúið að leggja fram á vorþingi. En undir lok vorþings er von á fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem stefna hennar í ríkisfjármálum til næstu fimm ára lítur dagsins ljós. Í vikunni boðaði Ísavía til málþings um ástand lendingarstaða og flugvalla. Viðhald og uppbygging á þeim hefur setið á hakanum í mörg ár og ef ekki á að koma til lokunar flugvalla þarf að leggja til mikla fjármuni. Til að ræða þessi mál og fleiri sem tengjast uppbyggingu í samgöngumálum koma þau Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í Víglínuna Víglínan hefst kl. 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.
Víglínan Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira