Erna Gísladóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2018 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2018 20:35 Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, Erna Gísladóttir og HIldur Petersen voru heiðraðar á fögnuði Félags kvenna í atvinnulífinu FKA Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. Erna Gísladóttir, forstjóri bílaumboðsins BL ehf., hlaut FKA viðurkenninguna 2018. Erna er einn af eigendum þess BL, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra trygginga hf. og situr í stjórn Haga hf. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Erna hefur á undanförnum árum reist við gömlu bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason í sameinuðu fyrirtæki BL. Hún hefur gert það með þeim hætti að BL er nú stærsta bifreiðaumboðið á Íslandi og hefur aukið markaðshlutdeild þess svo eftir er tekið.“ Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Vistvænnar framtíðar, fékk Þakkarviðurkenningu FKA. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Hildur hafi kornung tekið við rekstri fjölskyldufyrirtækisins Hans Petersen og var um árabil ein fárra kvenna á Íslandi sem gegndi forstjórastarfi í stóru fyrirtæki. „Hildur var áberandi í starfi sínu og tók að auki að sér ábyrgðarmikil hlutverk í íslensku viðskiptalífi og hefur því verið fyrirmynd margra sem á eftir henni komu,“ segir í mati dómnefndar. Þá hlaut Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, framkvæmdastjóri Platome Líftækni, Hvatningarviðurkenningu FKA 2018. „Sandra hefur ásamt samstarfsfólki sínu byggt upp hátæknifyrirtæki, sem ef vel tekst til, stuðlar að framförum í læknavísindum. Fyrirtækið starfar á sviði sem er áhugavert og hefur raunhæfa vaxtarmöguleika. Einkar áhugavert er að í vörum fyrirtækisins eru notaðar útrunnar blóðflögueiningar frá blóðbönkum sem annars yrði fargað,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.Svartur var áberandi meðal gesta í Gamla bíói.FKAÞetta er í nítjánda sinn sem hátíðin er haldin en í ávarpi Rakelar Sveinsdóttur, formanni félagsins, kom fram að sjaldan hefði verið jafn áríðandi og nú, að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu. Ekki aðeins væri #metoo byltingin að kalla á miklar breytingar, heldur lifði hið ósýnilega glerþak enn góðu lífi sem ekki einu sinni lög Alþingis væru að ráða við. „Samt er það svo að ekki einu sinni kynjakvótalögin sem tóku gildi haustið 2013 hafa enn náð lögbundnu takmarki sínu. Ef lög sett af Alþingi virka ekki einu sinni, hvað virkar þá?” sagði Rakel Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, veitti viðurkenningarnar í fjarveru Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þá hafði stjórn FKA hvatt allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu í dag, til stuðnings #metoo byltingunni. Ákallinu var vel tekið og klæddust bæði karlar og konur svörtu víðs vegar í dag auk þess sem svarti liturinn undirstrikaði sterka samstöðu gesta á hátíðinni. Í ræðu formanns FKA kom fram að félagið taki það hlutverk sitt alvarlega að fylgja eftir #metoo byltingunni með ýmsum aðgerðum. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. Erna Gísladóttir, forstjóri bílaumboðsins BL ehf., hlaut FKA viðurkenninguna 2018. Erna er einn af eigendum þess BL, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra trygginga hf. og situr í stjórn Haga hf. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Erna hefur á undanförnum árum reist við gömlu bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason í sameinuðu fyrirtæki BL. Hún hefur gert það með þeim hætti að BL er nú stærsta bifreiðaumboðið á Íslandi og hefur aukið markaðshlutdeild þess svo eftir er tekið.“ Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Vistvænnar framtíðar, fékk Þakkarviðurkenningu FKA. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Hildur hafi kornung tekið við rekstri fjölskyldufyrirtækisins Hans Petersen og var um árabil ein fárra kvenna á Íslandi sem gegndi forstjórastarfi í stóru fyrirtæki. „Hildur var áberandi í starfi sínu og tók að auki að sér ábyrgðarmikil hlutverk í íslensku viðskiptalífi og hefur því verið fyrirmynd margra sem á eftir henni komu,“ segir í mati dómnefndar. Þá hlaut Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, framkvæmdastjóri Platome Líftækni, Hvatningarviðurkenningu FKA 2018. „Sandra hefur ásamt samstarfsfólki sínu byggt upp hátæknifyrirtæki, sem ef vel tekst til, stuðlar að framförum í læknavísindum. Fyrirtækið starfar á sviði sem er áhugavert og hefur raunhæfa vaxtarmöguleika. Einkar áhugavert er að í vörum fyrirtækisins eru notaðar útrunnar blóðflögueiningar frá blóðbönkum sem annars yrði fargað,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.Svartur var áberandi meðal gesta í Gamla bíói.FKAÞetta er í nítjánda sinn sem hátíðin er haldin en í ávarpi Rakelar Sveinsdóttur, formanni félagsins, kom fram að sjaldan hefði verið jafn áríðandi og nú, að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu. Ekki aðeins væri #metoo byltingin að kalla á miklar breytingar, heldur lifði hið ósýnilega glerþak enn góðu lífi sem ekki einu sinni lög Alþingis væru að ráða við. „Samt er það svo að ekki einu sinni kynjakvótalögin sem tóku gildi haustið 2013 hafa enn náð lögbundnu takmarki sínu. Ef lög sett af Alþingi virka ekki einu sinni, hvað virkar þá?” sagði Rakel Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, veitti viðurkenningarnar í fjarveru Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þá hafði stjórn FKA hvatt allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu í dag, til stuðnings #metoo byltingunni. Ákallinu var vel tekið og klæddust bæði karlar og konur svörtu víðs vegar í dag auk þess sem svarti liturinn undirstrikaði sterka samstöðu gesta á hátíðinni. Í ræðu formanns FKA kom fram að félagið taki það hlutverk sitt alvarlega að fylgja eftir #metoo byltingunni með ýmsum aðgerðum.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira