Þingkona með æluna í hálsinum eftir sögur erlendra kvenna Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 16:05 Sögur kvenna af erlendum uppruna af áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem birtust í síðustu viku vöktu mikla athygli. Myndvinnsla/Garðar Svartklæddar þingkonur gerðu kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna að umræðuefni á Alþingi í dag. Þingkona Framsóknarflokksins sagðist hafa verið með æluna í hálsinum eftir að hafa lesið sögur kvenna af erlendum uppruna í síðustu viku. Félag kvenna í atvinnulífinu hvetja konur til að klæðast svörtu í dag til að sýna samstöðu sína og stuðning við #metoo-byltinguna svonefndu. Nokkrar þingkonur urðu við því og kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag. Líneik Anna Sævardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lýsti því hvernig henni og fleirum hefði brugðið við að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtust í fjölmiðlum 25. janúar. „Ég var alla vega með æluna í hálsinum allt kvöldið,“ sagði þingkonan.Líneik Önnu skoraði á ráðherranefnd um jafnréttirsmál að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega.VísirÞægilegra að vita ekkiÞrátt fyrir það sagðist hún telja að marga hafi grunað að ýmislegt sem kom fram í sögunum viðgengist í samfélaginu. „Það er bara svo miklu þægilegra að vita ekki af því. Þá losnar maður við ógleðina,“ sagði Líneik Anna. Vakti þingkonana athygli á að oft væri ekki nóg að tryggja konum lagalegan rétt því þau réttindi væru ekki alltaf sótt, ekki síst í tilfelli kvenna af erlendum uppruna. „Við sem samfélag verðum að finna leiðir sem virka til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna, ekki síður en öðrum konum,“ sagði hún.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var ein þeirra sem lofaði konur af erlendum uppruna fyrir að stíga fram á Alþingi í dag.Vísir/AntonHlusti á raddir kvennanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, tók í sama streng en hún las meðal annars upp tvær sögur af þeim 34 sem birtar voru í síðustu viku. Til lausnar lagði hún til að íslensk stjórnvöld settu á fót sérhæfða stofnun til að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti og stofnað fjölmenningarsetur í Reykjavík fyrir innflytjendur. „En fyrst og fremst, herra forseti, getum við hlustað á raddir þessara kvenna, gert þær að okkar og léð máls á þeirra málstað hér sem og annars staðar,“ sagði Þórhildur Sunna.Fatlaðar konur stundum háðar þeim sem beitir þær ofbeldi Hlutskipti fatlaðra kvenna var efst í huga Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Þær hafi enn ekki treyst sér til að stíga fram og gera sögur sínar um kynferðislega áreitni og ofbeldi opinberar. Fatlaðar konu búi engu að síður við svipaða margþætta mismunun og konur af erlendum uppruna.Steinunn Þóra Árnadóttir sagði að ekki mætti gleyma fötluðum könum í metoo-umræðunni. Þær hafi ekki enn treyst sér til að stíga fram.„Sumar eru hreinlega í þeirri stöðu að þurfa að reiða sig á þann sem beitir þær ofbeldi um aðstoð í sínu daglega lífi,“ sagði Steinunn Þóra. Taldi hún brýnt að stjórnvöld myndu eftir fötluðum konum í viðbrögðum sínum við metoo-byltingunni. Nefndi hún þar til dæmis lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem verlferðarnefnd hefur til meðferðar. „Sjáum til þess að fræ metoo-byltingarinnar nái að spíra alls staðar í samfélaginu og nái til allra kvenna, líka til þeirra kvenna sem hingað til hafa ekki treyst sér til þess að stíga fram og segja sína sögu,“ sagði þingkonan. Alþingi MeToo Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Sjá meira
Svartklæddar þingkonur gerðu kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna að umræðuefni á Alþingi í dag. Þingkona Framsóknarflokksins sagðist hafa verið með æluna í hálsinum eftir að hafa lesið sögur kvenna af erlendum uppruna í síðustu viku. Félag kvenna í atvinnulífinu hvetja konur til að klæðast svörtu í dag til að sýna samstöðu sína og stuðning við #metoo-byltinguna svonefndu. Nokkrar þingkonur urðu við því og kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag. Líneik Anna Sævardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lýsti því hvernig henni og fleirum hefði brugðið við að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtust í fjölmiðlum 25. janúar. „Ég var alla vega með æluna í hálsinum allt kvöldið,“ sagði þingkonan.Líneik Önnu skoraði á ráðherranefnd um jafnréttirsmál að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega.VísirÞægilegra að vita ekkiÞrátt fyrir það sagðist hún telja að marga hafi grunað að ýmislegt sem kom fram í sögunum viðgengist í samfélaginu. „Það er bara svo miklu þægilegra að vita ekki af því. Þá losnar maður við ógleðina,“ sagði Líneik Anna. Vakti þingkonana athygli á að oft væri ekki nóg að tryggja konum lagalegan rétt því þau réttindi væru ekki alltaf sótt, ekki síst í tilfelli kvenna af erlendum uppruna. „Við sem samfélag verðum að finna leiðir sem virka til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna, ekki síður en öðrum konum,“ sagði hún.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var ein þeirra sem lofaði konur af erlendum uppruna fyrir að stíga fram á Alþingi í dag.Vísir/AntonHlusti á raddir kvennanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, tók í sama streng en hún las meðal annars upp tvær sögur af þeim 34 sem birtar voru í síðustu viku. Til lausnar lagði hún til að íslensk stjórnvöld settu á fót sérhæfða stofnun til að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti og stofnað fjölmenningarsetur í Reykjavík fyrir innflytjendur. „En fyrst og fremst, herra forseti, getum við hlustað á raddir þessara kvenna, gert þær að okkar og léð máls á þeirra málstað hér sem og annars staðar,“ sagði Þórhildur Sunna.Fatlaðar konur stundum háðar þeim sem beitir þær ofbeldi Hlutskipti fatlaðra kvenna var efst í huga Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Þær hafi enn ekki treyst sér til að stíga fram og gera sögur sínar um kynferðislega áreitni og ofbeldi opinberar. Fatlaðar konu búi engu að síður við svipaða margþætta mismunun og konur af erlendum uppruna.Steinunn Þóra Árnadóttir sagði að ekki mætti gleyma fötluðum könum í metoo-umræðunni. Þær hafi ekki enn treyst sér til að stíga fram.„Sumar eru hreinlega í þeirri stöðu að þurfa að reiða sig á þann sem beitir þær ofbeldi um aðstoð í sínu daglega lífi,“ sagði Steinunn Þóra. Taldi hún brýnt að stjórnvöld myndu eftir fötluðum konum í viðbrögðum sínum við metoo-byltingunni. Nefndi hún þar til dæmis lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem verlferðarnefnd hefur til meðferðar. „Sjáum til þess að fræ metoo-byltingarinnar nái að spíra alls staðar í samfélaginu og nái til allra kvenna, líka til þeirra kvenna sem hingað til hafa ekki treyst sér til þess að stíga fram og segja sína sögu,“ sagði þingkonan.
Alþingi MeToo Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Sjá meira