Lífið

Elma Lísa og Reynir vilja áttatíu milljónir fyrir hæðina við Kvisthaga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega falleg eign í hjarta borgarinnar.
Einstaklega falleg eign í hjarta borgarinnar.
Leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir og leikstjórinn Reynir Lyngdal hafa sett hæð sína við Kvisthaga á sölu en kaupverðið er um áttatíu milljónir.

Um er að ræða bjarta og afar smekklega sex herbergja hæð á eftirsóttum stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Fallegar innréttingar,  tvennar svalir, stór garður og auka herbergi í kjallara með aðgengi að sameiginlegu eldhúsi og salerni.

Hæðin er 140 fermetrar og var húsið byggt árið 1951. Fasteignamat eignarinnar er 58,1 milljón.

Hér að neðan má sjá myndir innan úr hæðinni hjá þessum flottu hjónum.

Virkilega fallegt hús í Vesturbænum.
Björt og skemmtileg borðstofa.
Gott barnaherbergi.
Æðislegt eldhús með góðri eyju.
Góð aðstæða til að slaka á og horfa á sjónvarpið.
Smekklegt baðhergi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.