Oddný segir velferð Íslendinga að hluta byggða á þjófnaði Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2018 19:30 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir óþolandi að aukinn hagvöxtur sé meðal annars borinn uppi af erlendu vinnuafli sem svikið sé um laun og önnur kjör. Þannig sé velferð Íslendinga að hluta haldið uppi með þjófnaði. Félagsmálaráðherra boðar lagabreytingar sem tryggi betur að erlent farandverkafólk sé ekki snuðað á vinnumarkaði. Hin mikla uppsveifla sem verið hefur í efnahagslífinu á undanförnum árum hefur kallað á að mikill fjöldi útlendinga hefur leitað hingað eftir vinnu. Nú búa um 38 þúsund útlendingar í landinu að staðaldri og á síðasta ári komu um fimm þúsund manns hingað á vegum starfsmannaleiga til að vinna hér tímabundið. Oddný G. Harðardóttir hóf sérstaka umræða á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. „Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Og því miður virðist sem slíkum ljótum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu. Ekki hvað síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu,“ sagði Oddný.Ásmundur Einar Daðason er félags- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EyþórDæmi séu um að atvinnurekendur komi sé undan að virða kjarasamninga, greiði ekki veikindadaga, fólk fái ekki lögbundin hvíldartíma og hringlað sé með vaktaplan til að komast hjá að greiða vaktaálag og yfirvinnu og svo framvegis. „Hagvöxtur hér á landi hefur verið mikill allt frá árinu 2010 þegar við fórum að rétta úr kútnum eftir hrunið. Þessi hagvöxtur og velferð Íslendinga hefði ekki orðið nema fyrir innflutt vinnuafl. Og það er óþolandi að velferðin okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði gríðarlega mikilvægt að farið væri eftir lögum og reglum varðandi réttindi launafólks. Nú væri unnið að frumvarpi um útselda starfsmenn og fleira sem tengdist vinnumarkaði í víðtæku samráði við stéttarfélög. „Ekki síst er markmið áformaðra lagabreytinga að styrkja eftirlit með kjörum erlendra starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands á vegum erlendra fyrirtækja í tengslum við veitingu þjónustu hér á landi eða á vegum starfsmannaleiga. Þannig að laun og önnur kjör séu í samræmi við ákvæði laga og gildandi kjarasamninga í viðkomandi starfsgreinum á því svæði þar sem vinnan fer fram,“ sagði Ásmundur Einar. Alþingi Stj.mál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir óþolandi að aukinn hagvöxtur sé meðal annars borinn uppi af erlendu vinnuafli sem svikið sé um laun og önnur kjör. Þannig sé velferð Íslendinga að hluta haldið uppi með þjófnaði. Félagsmálaráðherra boðar lagabreytingar sem tryggi betur að erlent farandverkafólk sé ekki snuðað á vinnumarkaði. Hin mikla uppsveifla sem verið hefur í efnahagslífinu á undanförnum árum hefur kallað á að mikill fjöldi útlendinga hefur leitað hingað eftir vinnu. Nú búa um 38 þúsund útlendingar í landinu að staðaldri og á síðasta ári komu um fimm þúsund manns hingað á vegum starfsmannaleiga til að vinna hér tímabundið. Oddný G. Harðardóttir hóf sérstaka umræða á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. „Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Og því miður virðist sem slíkum ljótum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu. Ekki hvað síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu,“ sagði Oddný.Ásmundur Einar Daðason er félags- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EyþórDæmi séu um að atvinnurekendur komi sé undan að virða kjarasamninga, greiði ekki veikindadaga, fólk fái ekki lögbundin hvíldartíma og hringlað sé með vaktaplan til að komast hjá að greiða vaktaálag og yfirvinnu og svo framvegis. „Hagvöxtur hér á landi hefur verið mikill allt frá árinu 2010 þegar við fórum að rétta úr kútnum eftir hrunið. Þessi hagvöxtur og velferð Íslendinga hefði ekki orðið nema fyrir innflutt vinnuafl. Og það er óþolandi að velferðin okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði gríðarlega mikilvægt að farið væri eftir lögum og reglum varðandi réttindi launafólks. Nú væri unnið að frumvarpi um útselda starfsmenn og fleira sem tengdist vinnumarkaði í víðtæku samráði við stéttarfélög. „Ekki síst er markmið áformaðra lagabreytinga að styrkja eftirlit með kjörum erlendra starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands á vegum erlendra fyrirtækja í tengslum við veitingu þjónustu hér á landi eða á vegum starfsmannaleiga. Þannig að laun og önnur kjör séu í samræmi við ákvæði laga og gildandi kjarasamninga í viðkomandi starfsgreinum á því svæði þar sem vinnan fer fram,“ sagði Ásmundur Einar.
Alþingi Stj.mál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira