Ráðherra gerir lítið úr vandræðalegri skýrslu um áhrif Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 15:15 Niðurstöður skýrslunnar sem var lekið voru þær að Bretar muni hafa það verr efnahagslega eftir að þeir yfirgefa Evrópusambandið. Vísir/AFP Skýrsla á vegum bresku ríkisstjórnarinnar þar sem ályktað er að draga muni úr hagvexti í landinu eftir úrsögn úr Evrópusambandinu er enn í vinnslu og þarfnast mun meiri vinnu, að sögn Brexit-málaráðherrans. Efni skýrslunnar var lekið í fjölmiðla um helgina. Vefsíðan Buzzfeed sagði frá því um helgina að hagvöxtur verði minni í Bretlandi eftir að landið segir skilið við ESB, hvort sem það gerist með eða án samkomulags um framtíðarsamband við Evrópu, en af Bretar héldu sig innan samstarfsins. Vísaði vefsíðan til skýrslu sem unnin var fyrir Brexit-ráðherrann en hafði ekki verið birt opinberlega. Niðurstaða skýrslunnar er jafnframt sú að nær öll svið bresks efnahags muni líða fyrir útgönguna. Hagvöxtur verði 8% minni að fimmtán árum liðnum ef Bretar segja skilið við ESB án nokkurs samnings um viðskipti. Vöxturinn verði 5% minni semji Bretar um fríverslun við ESB og 2% minni ef Bretar halda áfram að eiga aðild að innri markaði ESB. Í öllum tilfellum var gert ráð fyrri að nýr fríverslunarsamningur yrði gerður við Bandaríkin.Taki niðurstöðuna með fyrirvaraSteve Baker, Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar, segir hins vegar að skýrslan sé hvergi nærri tilbúin. Í henni hafi ekki verið lagt mat á áhrifin af sérsniðnum fríverslunarsamningi sem ríkisstjórnin aðhyllist, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðrir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr skýrslunni. Iain Duncan Smith, þingmaður Íhaldsflokksins og útgöngusinni, segir að taka ætti niðurstöðum hennar með fyrirvara þar sem að nær allar spár um áhrif Brexit hafi reynst rangar. „Þetta er ófullkomin skýrsla sem var viljandi lekið vegna þess að hún gefur slæma niðurstöðu,“ segir Smith. Fulltrúar Verkamananflokksins krefjast þess hins vegar að skýrslan verði birt í heild sinni og efni hennar rætt á þingi. Brexit Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Sjá meira
Skýrsla á vegum bresku ríkisstjórnarinnar þar sem ályktað er að draga muni úr hagvexti í landinu eftir úrsögn úr Evrópusambandinu er enn í vinnslu og þarfnast mun meiri vinnu, að sögn Brexit-málaráðherrans. Efni skýrslunnar var lekið í fjölmiðla um helgina. Vefsíðan Buzzfeed sagði frá því um helgina að hagvöxtur verði minni í Bretlandi eftir að landið segir skilið við ESB, hvort sem það gerist með eða án samkomulags um framtíðarsamband við Evrópu, en af Bretar héldu sig innan samstarfsins. Vísaði vefsíðan til skýrslu sem unnin var fyrir Brexit-ráðherrann en hafði ekki verið birt opinberlega. Niðurstaða skýrslunnar er jafnframt sú að nær öll svið bresks efnahags muni líða fyrir útgönguna. Hagvöxtur verði 8% minni að fimmtán árum liðnum ef Bretar segja skilið við ESB án nokkurs samnings um viðskipti. Vöxturinn verði 5% minni semji Bretar um fríverslun við ESB og 2% minni ef Bretar halda áfram að eiga aðild að innri markaði ESB. Í öllum tilfellum var gert ráð fyrri að nýr fríverslunarsamningur yrði gerður við Bandaríkin.Taki niðurstöðuna með fyrirvaraSteve Baker, Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar, segir hins vegar að skýrslan sé hvergi nærri tilbúin. Í henni hafi ekki verið lagt mat á áhrifin af sérsniðnum fríverslunarsamningi sem ríkisstjórnin aðhyllist, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðrir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr skýrslunni. Iain Duncan Smith, þingmaður Íhaldsflokksins og útgöngusinni, segir að taka ætti niðurstöðum hennar með fyrirvara þar sem að nær allar spár um áhrif Brexit hafi reynst rangar. „Þetta er ófullkomin skýrsla sem var viljandi lekið vegna þess að hún gefur slæma niðurstöðu,“ segir Smith. Fulltrúar Verkamananflokksins krefjast þess hins vegar að skýrslan verði birt í heild sinni og efni hennar rætt á þingi.
Brexit Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Sjá meira