Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 14:32 Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, reyndi ítrekað að fá upplýsingar um stöðu málsins frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að kæran hafði verið lögð fram. Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. Áður hafði verið falast eftir upplýsingum símleiðis um stöðu málsins eftir að kæra hafði verið lögð fram og fengust þá þær upplýsingar frá lögreglu að ekki væri búið að úthluta málinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag að hún kannaðist ekki við ítrekanir vegna kærunnar en verið væri að skoða málið. Fulltrúi á lögmannsstofu Sævars Þórs Jónssonar, réttargæslumanns piltsins, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst í byrjun desember til að kanna stöðuna á málinu og láta vita að von væri á viðbótargögnum vegna þess. Þeim tölvupósti var ekki svarað og heldur ekki tölvupósti sem sendur var nokkrum dögum síðar þar sem spurt var hvort gögnin væru móttekin.Pilturinn kallaður í skýrslutöku í desember Kæra vegna málsins barst lögreglu þann 22. ágúst 2017. Sævar Þór segir í samtali við Vísi að á milli september og nóvember hafi ítrekað verið hringt í lögregluna vegna málsins en þá hafi þeim verið tjáð að ekki væri búið að úthluta málinu. Í desember hafi síðan tölvupóstarnir verið sendir en þeim ekki svarað. Síðar í desember kallaði lögreglan svo piltinn í skýrslutöku. Í viðtali við Vísi fyrr í dag sagði Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, að málinu hefði verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september en athygli hefur vakið hversu langur tími leið frá því að kæra barst og þar til hinn grunaði var hnepptur í gæsluvarðhaldi. Maðurinn, sem er starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn sem svo var framlengt um viku síðastliðinn föstudag. Árni Þór sagði að um leið og það hafi legið fyrir með óyggjandi hætti að maðurinn væri núverandi starfsmaður barnaverndar hefði barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart. Það hafi ekki verið fyrr en nú í janúar og harmar Árni að þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir fyrr við rannsókn málsins. Maðurinn var einnig kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni árið 2013 en það mál var fyrnt og látið niður falla. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. Áður hafði verið falast eftir upplýsingum símleiðis um stöðu málsins eftir að kæra hafði verið lögð fram og fengust þá þær upplýsingar frá lögreglu að ekki væri búið að úthluta málinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag að hún kannaðist ekki við ítrekanir vegna kærunnar en verið væri að skoða málið. Fulltrúi á lögmannsstofu Sævars Þórs Jónssonar, réttargæslumanns piltsins, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst í byrjun desember til að kanna stöðuna á málinu og láta vita að von væri á viðbótargögnum vegna þess. Þeim tölvupósti var ekki svarað og heldur ekki tölvupósti sem sendur var nokkrum dögum síðar þar sem spurt var hvort gögnin væru móttekin.Pilturinn kallaður í skýrslutöku í desember Kæra vegna málsins barst lögreglu þann 22. ágúst 2017. Sævar Þór segir í samtali við Vísi að á milli september og nóvember hafi ítrekað verið hringt í lögregluna vegna málsins en þá hafi þeim verið tjáð að ekki væri búið að úthluta málinu. Í desember hafi síðan tölvupóstarnir verið sendir en þeim ekki svarað. Síðar í desember kallaði lögreglan svo piltinn í skýrslutöku. Í viðtali við Vísi fyrr í dag sagði Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, að málinu hefði verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september en athygli hefur vakið hversu langur tími leið frá því að kæra barst og þar til hinn grunaði var hnepptur í gæsluvarðhaldi. Maðurinn, sem er starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn sem svo var framlengt um viku síðastliðinn föstudag. Árni Þór sagði að um leið og það hafi legið fyrir með óyggjandi hætti að maðurinn væri núverandi starfsmaður barnaverndar hefði barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart. Það hafi ekki verið fyrr en nú í janúar og harmar Árni að þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir fyrr við rannsókn málsins. Maðurinn var einnig kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni árið 2013 en það mál var fyrnt og látið niður falla.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46