Innlent

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á sínum fyrsta ríkisráðsfundi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á sínum fyrsta ríkisráðsfundi. Vísir/Ernir
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dalað síðustu vikur ef marka má nýja könnun MMR. Þar mælist ríkisstjórnin með 60,6 prósent stuðning samanborið við 64,7 prósent í síðustu mælingu í janúar og 66,7 prósent í desember.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,3 prósenta fylgi en fylgi flokksins dregst þó saman um 3,5 prósentustig frá síðustu mælingu sem lauk 17. Janúar.

Vinstri græn mælast með 18,4 prósent fylgi og bæta við sig 3,4 prósentustigum milli mælinga. Samfylkingin er þriðji stærsti flokkurinn og mælist með 14,9 prósent fylgi og bætir við sig einu prósentustigi milli mælinga.

Píratar mælast með 12,9 prósent fylgi en þeir mældust með 12,2 prósent í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn stendur í stað með 11,2 prósent en Miðflokkurinn mælist með 7,7 prósent samanborið við 6,9 prósent í síðustu könnun.

Viðreisn mælist með 6 prósent fylgi en mældist 6,2 í síðustu könnun og Flokkur fólksins mælist með 4,2 prósent samanborið við 6,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist 2,4 prósent samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×