LaVar: Steve Kerr er Milli Vanilli þjálfaranna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2018 14:30 LaVar kennir hér þjálfara litháíska liðsins að þjálfa. vísir/getty Körfuboltapabbinn athyglissjúki, LaVar Ball, hefur ekki mikið álit á körfuboltaþjálfurum enda segir hann alla geta þjálfað körfubolta. Það sé auðvelt. Ball er í stórfurðulegu ferðalagi með tvo yngri syni sína í Litháen. Ferðin hefur vakið heimsathygli mörgum til mikillar armæðu. Strákarnir hans, LiAngelo og LaMelo, eru að spila með litháíska félaginu BC Vytautas og hafa verið æfingaleikir hjá félaginu í móti sem fyrirtæki Ball stendur fyrir. Ball sjálfur tók sér það bessaleyfi að stýra liðinu í einum leik um daginn. Hann vann þann leik 151-120 þar sem synir hans voru samtals með 71 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar. Peppræða Ball fyrir leik var æði sérstök eins og sjá má hér að neðan.LaVar Ball's pregame speech before his head coaching debut. "Operation Beatdown! Run fast, have fun and let's whoop dat ass!" Watch the game LIVE (2PM ET): https://t.co/S6pI6Q0t6Jpic.twitter.com/jDRuw2AK9l — Ballislife.com (@Ballislife) January 28, 2018 Ball óð á súðum eftir leikinn og gerði lítið úr þjálfarastarfinu. Hann meira að segja talaði þjálfara NBA-meistaranna, Steve Kerr, niður. „Það er ekki erfitt að þjálfa. Það geta allir verið þjálfarar. Sjáið bara Steve Kerr. Hann er Milli Vanilli þjálfaranna. Það er hægt að standa á sama staðnum eins og Luke Walton [þjálfari Lakers] og vinna 20 plús leiki ef þú ert með réttu hestana að hlaupa fyrir þig,“ sagði Ball sem er ekki mikill aðdáandi Walton en elsti sonur hans, Lonzo, spilar fyrir Walton hjá Lakers. „Stundum er besta þjálfunina að gera sem minnst en sumir þessara þjálfara reyna að láta líta svo út sem þeir séu að gera eitthvað merkilegt. Hvernig þjálfarðu Durant, Curry, Green og Klay Thompson? Þú gerir það ekki. Þú snýrð þér við og leyfir þeim að gera það sem þeir gera best. Svo kemur titill í hús og allir fara að tala um hvað þjálfarinn sé frábær. Það var Mark Jackson sem setti saman þetta lið og nú ætlar Kerr að taka allt hrósið. Þess vegna kalla ég Kerr Milli Vanilli þjálfaranna.“ Fyrir þá sem ekki vita þá var Milli Vanilli vinsæl hljómsveit fyrir allt of mörgum árum síðan. Þeir unnu til margra verðlauna en síðar kom í ljós að þeir voru alls ekkert að syngja. Þeir mæmuðu og dönsuðu en aðrir sáu um sönginn. Ball vill sem sagt meina að Kerr sé ekkert að þjálfa. Hann sé bara að þykjast. Við sjáum tóndæmi hér að neðan. Njótið vel. NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Sjá meira
Körfuboltapabbinn athyglissjúki, LaVar Ball, hefur ekki mikið álit á körfuboltaþjálfurum enda segir hann alla geta þjálfað körfubolta. Það sé auðvelt. Ball er í stórfurðulegu ferðalagi með tvo yngri syni sína í Litháen. Ferðin hefur vakið heimsathygli mörgum til mikillar armæðu. Strákarnir hans, LiAngelo og LaMelo, eru að spila með litháíska félaginu BC Vytautas og hafa verið æfingaleikir hjá félaginu í móti sem fyrirtæki Ball stendur fyrir. Ball sjálfur tók sér það bessaleyfi að stýra liðinu í einum leik um daginn. Hann vann þann leik 151-120 þar sem synir hans voru samtals með 71 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar. Peppræða Ball fyrir leik var æði sérstök eins og sjá má hér að neðan.LaVar Ball's pregame speech before his head coaching debut. "Operation Beatdown! Run fast, have fun and let's whoop dat ass!" Watch the game LIVE (2PM ET): https://t.co/S6pI6Q0t6Jpic.twitter.com/jDRuw2AK9l — Ballislife.com (@Ballislife) January 28, 2018 Ball óð á súðum eftir leikinn og gerði lítið úr þjálfarastarfinu. Hann meira að segja talaði þjálfara NBA-meistaranna, Steve Kerr, niður. „Það er ekki erfitt að þjálfa. Það geta allir verið þjálfarar. Sjáið bara Steve Kerr. Hann er Milli Vanilli þjálfaranna. Það er hægt að standa á sama staðnum eins og Luke Walton [þjálfari Lakers] og vinna 20 plús leiki ef þú ert með réttu hestana að hlaupa fyrir þig,“ sagði Ball sem er ekki mikill aðdáandi Walton en elsti sonur hans, Lonzo, spilar fyrir Walton hjá Lakers. „Stundum er besta þjálfunina að gera sem minnst en sumir þessara þjálfara reyna að láta líta svo út sem þeir séu að gera eitthvað merkilegt. Hvernig þjálfarðu Durant, Curry, Green og Klay Thompson? Þú gerir það ekki. Þú snýrð þér við og leyfir þeim að gera það sem þeir gera best. Svo kemur titill í hús og allir fara að tala um hvað þjálfarinn sé frábær. Það var Mark Jackson sem setti saman þetta lið og nú ætlar Kerr að taka allt hrósið. Þess vegna kalla ég Kerr Milli Vanilli þjálfaranna.“ Fyrir þá sem ekki vita þá var Milli Vanilli vinsæl hljómsveit fyrir allt of mörgum árum síðan. Þeir unnu til margra verðlauna en síðar kom í ljós að þeir voru alls ekkert að syngja. Þeir mæmuðu og dönsuðu en aðrir sáu um sönginn. Ball vill sem sagt meina að Kerr sé ekkert að þjálfa. Hann sé bara að þykjast. Við sjáum tóndæmi hér að neðan. Njótið vel.
NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Sjá meira