Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 11:07 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir forsvarsmenn Læknasamtaka landsins vera svikara. Vísir/AFP Yfirvöld Tyrklands hafa handtekið forsvarsmann Læknasamtaka Tyrklands og leiðtoga tíu annarra verkalýðsfélaga lækna eftir að Samtökin gagnrýndu í síðustu viku aðgerðir Tyrkneska hersins í norðurhluta Sýrlands. Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. Minnst 300 Tyrkir hafa sömuleiðis verið handteknir fyrir að gagnrýna aðgerðirnar og yfirvöld Tyrklands á samfélagsmiðlum frá því sókn þeirra inn í Afrinhérað hófst fyrir tíu dögum. „Hver átök, hvert stríð, skapar líkamleg, sálræn og samfélagsleg heilbrigðisvandamál og veldur hörmungum. Nei geng stríði. Frið núna strax.“ Svo hljóðaði yfirlýsing Læknasamtaka Tyrklands. Í samtali við blaðamenn Reuters segir lögmaður Læknasamtaka Tyrklands að læknarnir séu sakaðir um „áróður til stuðnings hryðjuverkasamtökum“ og að „ögra almenningi“. Hann sagði þetta í fyrsta sinn sem forysta samtakanna væri handtekin eins og hún leggur sig.Eftir að læknasamtökin mótmæltu aðgerðunum sakaði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, samtökin um landráð. Hann sagði læknana vera gengi þræla og þjóna heimsvaldastefnu. Þá sagði hann þá vera ógeðslega og að afstaða þeirra væri án heiðurs. Eftir að yfirlýsing samtakanna var gefin út sögðu Læknasamtökin að meðlimum þeirra hefði borist fjölda hótana úr öllum áttum. Samtökin Physicians for Human Rights fordæmdu ógnanirnar í kjölfarið. „Það lýsir slæmu ástandi í Tyrklandi að hópur lækna geti ekki sent frá sér friðsama yfirlýsingu án þess að vera hótað líkamsmeiðingum og fordæmdir af þjóðarhöfðingja Tyrklands. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að búa yfir frelsi til að tjá sig um ógnanir gegn heilsu fólks án þess að þurfa að óttast hefndaraðgerðir,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna. Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Yfirvöld Tyrklands hafa handtekið forsvarsmann Læknasamtaka Tyrklands og leiðtoga tíu annarra verkalýðsfélaga lækna eftir að Samtökin gagnrýndu í síðustu viku aðgerðir Tyrkneska hersins í norðurhluta Sýrlands. Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. Minnst 300 Tyrkir hafa sömuleiðis verið handteknir fyrir að gagnrýna aðgerðirnar og yfirvöld Tyrklands á samfélagsmiðlum frá því sókn þeirra inn í Afrinhérað hófst fyrir tíu dögum. „Hver átök, hvert stríð, skapar líkamleg, sálræn og samfélagsleg heilbrigðisvandamál og veldur hörmungum. Nei geng stríði. Frið núna strax.“ Svo hljóðaði yfirlýsing Læknasamtaka Tyrklands. Í samtali við blaðamenn Reuters segir lögmaður Læknasamtaka Tyrklands að læknarnir séu sakaðir um „áróður til stuðnings hryðjuverkasamtökum“ og að „ögra almenningi“. Hann sagði þetta í fyrsta sinn sem forysta samtakanna væri handtekin eins og hún leggur sig.Eftir að læknasamtökin mótmæltu aðgerðunum sakaði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, samtökin um landráð. Hann sagði læknana vera gengi þræla og þjóna heimsvaldastefnu. Þá sagði hann þá vera ógeðslega og að afstaða þeirra væri án heiðurs. Eftir að yfirlýsing samtakanna var gefin út sögðu Læknasamtökin að meðlimum þeirra hefði borist fjölda hótana úr öllum áttum. Samtökin Physicians for Human Rights fordæmdu ógnanirnar í kjölfarið. „Það lýsir slæmu ástandi í Tyrklandi að hópur lækna geti ekki sent frá sér friðsama yfirlýsingu án þess að vera hótað líkamsmeiðingum og fordæmdir af þjóðarhöfðingja Tyrklands. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að búa yfir frelsi til að tjá sig um ógnanir gegn heilsu fólks án þess að þurfa að óttast hefndaraðgerðir,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna.
Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02
Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00
Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00
Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00