Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. janúar 2018 06:00 Rannsókn á málinu hófst í janúar þessa árs en kæra barst í ágúst á síðasta ári. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi. Vísir/GVA Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, segist hafa viljað vita fyrr af kæru gagnvart starfsmanni skammtímaheimilis fyrir ungmenni í vanda á vegum borgarinnar sem grunaður er um alvarleg kynferðisbrot og Stöð 2 greindi frá í gær. Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst í fyrra, en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Maðurinn starfaði á heimilinu þar til fyrr í þessum mánuði. „Sama dag og við vorum upplýst um meint brot mannsins sem um ræðir er honum vikið frá störfum,“ segir Halldóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir kynferðisbrotamál í forgangi.Vísir/ErnirÞarf að skoða ofan í kjölinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. „Upplýsingar um vinnustað mannsins komu til skoðunar þegar rannsókn hófst í janúar. Maðurinn var þá strax yfirheyrður og óskað eftir gæsluvarðhaldi. En við þurfum að skoða hvernig þetta gerðist hjá okkur. Það er mikilvægt að geta brugðist við strax. Við þyrftum að geta byrjað strax að rannsaka öll mál þegar þau koma til okkar, en því miður er veruleikinn ekki svo.“ Maðurinn hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót. Halldóra segir að viðbragðsáætlun hafi verið hrundið af stað.Sjá einnig: „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ „Við ætlum að senda öllum fullorðnum sem hafa dvalið á vistheimilum þar sem maðurinn hefur starfað bréf þar sem þeim er boðið viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þá stendur út af hópur sem eru ennþá börn, og við munum hafa samband við þau líka í gegnum forráðamenn.“ Um er að ræða tæplega 400 skjólstæðinga sem maðurinn hefur haft.Kynferðisbrot í forgangi Á skammtímaheimilinu þar sem maðurinn hefur starfað búa ungmenni á aldrinum 13-18 ára til skamms tíma. Halldóra segir samstarf Barnaverndar við lögreglu öllu jafna gott. Hún muni ekki eftir að sambærilegt mál hafi komið upp. Sigríður Björk segist skilja að fólk sé slegið óhug vegna málsins, enda grunur uppi um mjög alvarleg brot. „Þarna er grunur um misbeitingu manns á aðstöðu sinni gagnvart mjög viðkvæmum skjólstæðingum.“ Hún segir að kynferðisbrot hafi að undanförnu verið sett í forgang innan embættisins. „Við höfum verið að leggja áherslu á kynferðisbrotin með ráðningu aðstoðarsaksóknara inn í deildina og fjölgun lögreglumanna sem annast rannsóknir kynferðisbrota. Í þessu tilviki var um að ræða tilkynningu um gömul brot og það fer á bið vegna mikils fjölda alvarlegra mála sem beið afgreiðslu. Það er ekki nógu gott og við viljum sannarlega gera betur.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, segist hafa viljað vita fyrr af kæru gagnvart starfsmanni skammtímaheimilis fyrir ungmenni í vanda á vegum borgarinnar sem grunaður er um alvarleg kynferðisbrot og Stöð 2 greindi frá í gær. Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst í fyrra, en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Maðurinn starfaði á heimilinu þar til fyrr í þessum mánuði. „Sama dag og við vorum upplýst um meint brot mannsins sem um ræðir er honum vikið frá störfum,“ segir Halldóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir kynferðisbrotamál í forgangi.Vísir/ErnirÞarf að skoða ofan í kjölinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. „Upplýsingar um vinnustað mannsins komu til skoðunar þegar rannsókn hófst í janúar. Maðurinn var þá strax yfirheyrður og óskað eftir gæsluvarðhaldi. En við þurfum að skoða hvernig þetta gerðist hjá okkur. Það er mikilvægt að geta brugðist við strax. Við þyrftum að geta byrjað strax að rannsaka öll mál þegar þau koma til okkar, en því miður er veruleikinn ekki svo.“ Maðurinn hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót. Halldóra segir að viðbragðsáætlun hafi verið hrundið af stað.Sjá einnig: „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ „Við ætlum að senda öllum fullorðnum sem hafa dvalið á vistheimilum þar sem maðurinn hefur starfað bréf þar sem þeim er boðið viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þá stendur út af hópur sem eru ennþá börn, og við munum hafa samband við þau líka í gegnum forráðamenn.“ Um er að ræða tæplega 400 skjólstæðinga sem maðurinn hefur haft.Kynferðisbrot í forgangi Á skammtímaheimilinu þar sem maðurinn hefur starfað búa ungmenni á aldrinum 13-18 ára til skamms tíma. Halldóra segir samstarf Barnaverndar við lögreglu öllu jafna gott. Hún muni ekki eftir að sambærilegt mál hafi komið upp. Sigríður Björk segist skilja að fólk sé slegið óhug vegna málsins, enda grunur uppi um mjög alvarleg brot. „Þarna er grunur um misbeitingu manns á aðstöðu sinni gagnvart mjög viðkvæmum skjólstæðingum.“ Hún segir að kynferðisbrot hafi að undanförnu verið sett í forgang innan embættisins. „Við höfum verið að leggja áherslu á kynferðisbrotin með ráðningu aðstoðarsaksóknara inn í deildina og fjölgun lögreglumanna sem annast rannsóknir kynferðisbrota. Í þessu tilviki var um að ræða tilkynningu um gömul brot og það fer á bið vegna mikils fjölda alvarlegra mála sem beið afgreiðslu. Það er ekki nógu gott og við viljum sannarlega gera betur.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
„Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30