Bergsveinn: Var ákveðinn að skipta um lið eftir samtal við Óla Kristjáns Anton Ingi Leifsson skrifar 7. febrúar 2018 17:30 Bergsveinn er kominn aftur heim í gult. vísir/anton brink Bergsveinn Ólafsson, sem var tilkynntur sem leikmaður Fjölnis á blaðamannafundi nú síðdegis, segir að hann hafi ákveðið að yfirgefa FH eftir samtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara FH. „Tilfinningin er mjög góð að vera kominn heim í gula búninginn. Þeir segja að heima sé best,” sagði Bergsveinn á blaðamannafundi í Egilshöll í dag. „Það eru kannski tvær vikur síðan að þetta kom upp. Langt og ekki langt, en þetta er búið að taka ágætis tíma,” en Bergsveinn var aldrei í efa eftir að þetta kom upp. „Já ég var ákveðinn eftir spjall við Óla (innsk. blm. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH) að skipta um lið og frábært að Fjölnir vildi fá mig heim aftur. Ég er bara ánægður að vera kominn heim.” Bergsveinn hefur ekki verið vanur því að sitja mikið á bekknum á sínum meistaraflokksferli og hann segir að það fylgi hans metnaði að spila hvern einasta leik. „Ég er með það mikinn metnað fyrir þessu að ég hef ekki húmor fyrir því að sitja á bekknum og ég hef metnað fyrir því að spila. Ég vil spila hverju einustu mínútu og ég er ánægður með þetta skref.” Miðvörðurinn sér ekki eftir einni mínútu í FH enda vann hann þar Íslandsmeistaratitil og spilaði fjöldan allan af Evrópuleikjum. „Ég er klárlega betri leikmaður en ég var fyrir tveimur árum og ég hef ekkert nema gott að segja um tímann hjá FH. Frábær ár fyrir mig og þó að síðasta árið hafi ekki verið sérstakt. Mikil og góð reynsla. Ég hef gott að segja um allt batteríið hjá FH.” „Það verður að koma í ljós. Þórður er fyrirliðinn í dag og mikill uppgangur hjá honum síðustu ár. Ég veit það ekki, en það kemur bara í ljós. Þangað til er Þórður minn fyrirliði,” sagði Bergsveinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fyrirliðarnir snúa heim í Grafarvoginn úr FH Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl Guðmundsson sömdu við uppeldisfélagið Fjölni. 7. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson, sem var tilkynntur sem leikmaður Fjölnis á blaðamannafundi nú síðdegis, segir að hann hafi ákveðið að yfirgefa FH eftir samtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara FH. „Tilfinningin er mjög góð að vera kominn heim í gula búninginn. Þeir segja að heima sé best,” sagði Bergsveinn á blaðamannafundi í Egilshöll í dag. „Það eru kannski tvær vikur síðan að þetta kom upp. Langt og ekki langt, en þetta er búið að taka ágætis tíma,” en Bergsveinn var aldrei í efa eftir að þetta kom upp. „Já ég var ákveðinn eftir spjall við Óla (innsk. blm. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH) að skipta um lið og frábært að Fjölnir vildi fá mig heim aftur. Ég er bara ánægður að vera kominn heim.” Bergsveinn hefur ekki verið vanur því að sitja mikið á bekknum á sínum meistaraflokksferli og hann segir að það fylgi hans metnaði að spila hvern einasta leik. „Ég er með það mikinn metnað fyrir þessu að ég hef ekki húmor fyrir því að sitja á bekknum og ég hef metnað fyrir því að spila. Ég vil spila hverju einustu mínútu og ég er ánægður með þetta skref.” Miðvörðurinn sér ekki eftir einni mínútu í FH enda vann hann þar Íslandsmeistaratitil og spilaði fjöldan allan af Evrópuleikjum. „Ég er klárlega betri leikmaður en ég var fyrir tveimur árum og ég hef ekkert nema gott að segja um tímann hjá FH. Frábær ár fyrir mig og þó að síðasta árið hafi ekki verið sérstakt. Mikil og góð reynsla. Ég hef gott að segja um allt batteríið hjá FH.” „Það verður að koma í ljós. Þórður er fyrirliðinn í dag og mikill uppgangur hjá honum síðustu ár. Ég veit það ekki, en það kemur bara í ljós. Þangað til er Þórður minn fyrirliði,” sagði Bergsveinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fyrirliðarnir snúa heim í Grafarvoginn úr FH Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl Guðmundsson sömdu við uppeldisfélagið Fjölni. 7. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Fyrirliðarnir snúa heim í Grafarvoginn úr FH Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl Guðmundsson sömdu við uppeldisfélagið Fjölni. 7. febrúar 2018 17:00