Vélbyssuskothríð í Hörpu Jónas Sen skrifar 6. febrúar 2018 10:15 „Það var einhver hrífandi einlægni í flutningnum sem gerði tónlistina sanna,“ segir í dómnum um leik Paul Lewis. Mynd/NordicPhoto/Getty Beethoven var skapstór maður og ekki sá þægilegasti í umgengni. Í takt við það er tónlist hans full af andstæðum. Mikið er um þungar, snöggar áherslur í innhverfari hlutum verkanna, og ofsafengnir kaflar inni á milli. Skáldskapurinn er þó ávallt djúpur, ekki síst í síðari tónsmíðum hans. Til þeirra heyra sex bagatellur (smáverk) op. 126. Þær voru á dagskránni á einleikstónleikum Paul Lewis í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn. Beethoven hugsaði sér að verkin sex mynduðu heild og væru leikin þannig. Lewis gerði þetta með því að hafa pásuna á milli bagatellanna mjög stutta. Ein flæddi sjálfkrafa yfir í þá næstu. Túlkun Lewis var sannfærandi sem slík. Hún var svipmikil og stórbrotin, laglínur voru fallega mótaðar og andstæður málaðar skýrum dráttum. Það var einhver hrífandi einlægni í flutningnum sem gerði tónlistina sanna. Egó píanóleikarans þvældist aldrei fyrir. Sömu sögu er að segja um sex píanóstykki op. 118 eftir Brahms. Lewis náði ljóðrænunni í músíkinni einstaklega vel, þessari ljúfu en margræðu nostalgíu og náttúrustemningu sem einkennir tónlist meistarans. Tæknilega séð var margt aðdáunarvert, líkt og í bagatellum Beethovens. Hröð hlaup voru t.d. fullkomlega af hendi leyst. Þetta eru góðu fréttirnar. Þær slæmu eru að flygillinn sjálfur var alltof harður. Ég veit ekki hversu margir flyglar eru til umráða í Hörpu, en þeir hljóma misjafnlega. Sá sem hér var notaður var svo hvass að það var beinlínis sársaukafullt á að hlýða. Maður heyrði að tónlistin var rétt hugsuð, en það skilaði sér ekki almennilega. Verst var upphafsverk tónleikanna, sónata í C-dúr Hob. XVI/50 eftir Haydn (Hob. er skammstöfun fyrir Hoboken, þ.e. tónlistarfræðinginn sem flokkaði tónlist Haydns löngu eftir dauða hans). Þar er mikið um ógnarhröð tónahlaup og skraut, sem voru vissulega óaðfinnanlega leikin, skýr og jöfn. En flygillinn var svo æpandi bjartur að tónarunurnar voru eins og vélbyssuskothríð. Útkoman var sérlega harðneskjuleg og óaðlaðandi. Svipaða sögu um hina sónötu Haydns, sem var í G-dúr, Hob. XVI/40. Kæruleysislegri kaflar verksins voru svo sannarlega skemmtilegir og sjarmerandi, en þegar fjör færðist í leikinn varð tónlistin eins og rakvélarblað. Þetta gerði að verkum að tónleikarnir náðu ekki flugi. Meira að segja Beethoven og Brahms, sem voru í sjálfu sér magnaðir í meðförum píanóleikarans, urðu aldrei að þeir stórkostlegu upplifun sem hefði getað orðið. Það var mikil synd. Niðurstaða: Kraftmikil og ástríðufull túlkun, glæsileg tækni, en flygillinn var svo harður að tónlistin fór fyrir lítið. Tónlistargagnrýni Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Beethoven var skapstór maður og ekki sá þægilegasti í umgengni. Í takt við það er tónlist hans full af andstæðum. Mikið er um þungar, snöggar áherslur í innhverfari hlutum verkanna, og ofsafengnir kaflar inni á milli. Skáldskapurinn er þó ávallt djúpur, ekki síst í síðari tónsmíðum hans. Til þeirra heyra sex bagatellur (smáverk) op. 126. Þær voru á dagskránni á einleikstónleikum Paul Lewis í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn. Beethoven hugsaði sér að verkin sex mynduðu heild og væru leikin þannig. Lewis gerði þetta með því að hafa pásuna á milli bagatellanna mjög stutta. Ein flæddi sjálfkrafa yfir í þá næstu. Túlkun Lewis var sannfærandi sem slík. Hún var svipmikil og stórbrotin, laglínur voru fallega mótaðar og andstæður málaðar skýrum dráttum. Það var einhver hrífandi einlægni í flutningnum sem gerði tónlistina sanna. Egó píanóleikarans þvældist aldrei fyrir. Sömu sögu er að segja um sex píanóstykki op. 118 eftir Brahms. Lewis náði ljóðrænunni í músíkinni einstaklega vel, þessari ljúfu en margræðu nostalgíu og náttúrustemningu sem einkennir tónlist meistarans. Tæknilega séð var margt aðdáunarvert, líkt og í bagatellum Beethovens. Hröð hlaup voru t.d. fullkomlega af hendi leyst. Þetta eru góðu fréttirnar. Þær slæmu eru að flygillinn sjálfur var alltof harður. Ég veit ekki hversu margir flyglar eru til umráða í Hörpu, en þeir hljóma misjafnlega. Sá sem hér var notaður var svo hvass að það var beinlínis sársaukafullt á að hlýða. Maður heyrði að tónlistin var rétt hugsuð, en það skilaði sér ekki almennilega. Verst var upphafsverk tónleikanna, sónata í C-dúr Hob. XVI/50 eftir Haydn (Hob. er skammstöfun fyrir Hoboken, þ.e. tónlistarfræðinginn sem flokkaði tónlist Haydns löngu eftir dauða hans). Þar er mikið um ógnarhröð tónahlaup og skraut, sem voru vissulega óaðfinnanlega leikin, skýr og jöfn. En flygillinn var svo æpandi bjartur að tónarunurnar voru eins og vélbyssuskothríð. Útkoman var sérlega harðneskjuleg og óaðlaðandi. Svipaða sögu um hina sónötu Haydns, sem var í G-dúr, Hob. XVI/40. Kæruleysislegri kaflar verksins voru svo sannarlega skemmtilegir og sjarmerandi, en þegar fjör færðist í leikinn varð tónlistin eins og rakvélarblað. Þetta gerði að verkum að tónleikarnir náðu ekki flugi. Meira að segja Beethoven og Brahms, sem voru í sjálfu sér magnaðir í meðförum píanóleikarans, urðu aldrei að þeir stórkostlegu upplifun sem hefði getað orðið. Það var mikil synd. Niðurstaða: Kraftmikil og ástríðufull túlkun, glæsileg tækni, en flygillinn var svo harður að tónlistin fór fyrir lítið.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið