Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Hanna Ólafsdóttir er annar umsjónarmanna Hjálparsímans 1717. Hanna segir að alls komi um 90 manns að Hjálparsímanum og hann sé opinn allan sólarhringinn og gjaldfrjálst að hringja, allan ársins hring. Fréttablaðið/Eyþór Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. Um 15 þúsund símtöl og samtöl í gegnum netið bárust Hjálparsímanum í fyrra. Það jafngildir um 40 samtölum á sólarhring. Af þessum 15 þúsund samtölum var 721 samtal um sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir. „Við hörmum að viðkomandi hafi ekki náð sambandi. Það er leiðinlegt þegar slíkt kemur fyrir. En það er yfirleitt þannig að fólk nær fljótt sambandi og það er líka hægt að tala í gegnum netspjall,“ segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmaður Hjálparsímans. „En þetta sýnir hversu mikil neyð er í samfélaginu.“ Hanna segir að síminn á nóttunni sé hugsaður sem neyðarsími. „Næturnar eru mannaðar af starfsfólki sem hefur farið í gegnum þjálfun til þess að taka á móti erfiðum símtölum. Það getur verið mikið að gera og eins og staðan er er einn starfsmaður á nóttunni.“ Hún segir að ef starfsmaður sé einn á vakt, í viðkvæmu samtali og einhver annar hringi inn á meðan verði starfsmaðurinn að láta það samtal sem hann er í hafa forgang. Þá komi símsvari sem segi viðkomandi að það sé mikið álag og fólk beðið um að hinkra. „Í fullkomnum heimi væri hægt að manna vaktina betur en það er mismikið að gera. Það geta komið toppar á nóttu þar sem margir reyna að ná inn og svo getur verið rólegt utan þess. Það er erfitt að ráða við þetta og við leggjum okkur öll fram við að veita eins góða þjónustu og við mögulega getum.“ Hún segir jákvætt að fólki sem líði illa hringi í Hjálparsímann. „En ef fólki líður þannig að það getur ekki beðið eftir að síminn losni, þá er best að hringja í vin eða ættingja eða í Neyðarlínuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. Um 15 þúsund símtöl og samtöl í gegnum netið bárust Hjálparsímanum í fyrra. Það jafngildir um 40 samtölum á sólarhring. Af þessum 15 þúsund samtölum var 721 samtal um sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir. „Við hörmum að viðkomandi hafi ekki náð sambandi. Það er leiðinlegt þegar slíkt kemur fyrir. En það er yfirleitt þannig að fólk nær fljótt sambandi og það er líka hægt að tala í gegnum netspjall,“ segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmaður Hjálparsímans. „En þetta sýnir hversu mikil neyð er í samfélaginu.“ Hanna segir að síminn á nóttunni sé hugsaður sem neyðarsími. „Næturnar eru mannaðar af starfsfólki sem hefur farið í gegnum þjálfun til þess að taka á móti erfiðum símtölum. Það getur verið mikið að gera og eins og staðan er er einn starfsmaður á nóttunni.“ Hún segir að ef starfsmaður sé einn á vakt, í viðkvæmu samtali og einhver annar hringi inn á meðan verði starfsmaðurinn að láta það samtal sem hann er í hafa forgang. Þá komi símsvari sem segi viðkomandi að það sé mikið álag og fólk beðið um að hinkra. „Í fullkomnum heimi væri hægt að manna vaktina betur en það er mismikið að gera. Það geta komið toppar á nóttu þar sem margir reyna að ná inn og svo getur verið rólegt utan þess. Það er erfitt að ráða við þetta og við leggjum okkur öll fram við að veita eins góða þjónustu og við mögulega getum.“ Hún segir jákvætt að fólki sem líði illa hringi í Hjálparsímann. „En ef fólki líður þannig að það getur ekki beðið eftir að síminn losni, þá er best að hringja í vin eða ættingja eða í Neyðarlínuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira