Teikn á lofti um aukna verðbólgu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 17:22 Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, segir brýnt að horfa til annarra áhrifaþátta en verið hefur til að meta verðbólguhorfur. Kvika Það er ekkert óeðlilegt að aðflutt vinnuafl, sem hefur verið öryggisventill Íslendinga, krefjist í auknum mæli bættra kjara í ljósi þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar. Íslendingar þurfa að aðlaga sig að aðstæðum og þróun sem er í gangi erlendis en ekki öfugt. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Tilefnið var grein sem hún skrifaði í Vísbendingu, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, en greinin hefur vakið mikla athygli. Kveikjan að grein Kristrúnar voru birting talna um vísitölu neysluverðs sem hækkaði um 2,4% á árinu 2017. Of mikið hefur verið einblínt á sömu þættina þegar verðbólguhorfur eru metnar. Undanfarið hafa kjarasamningar, húsnæðismarkaðurinn og olíuverð farið hátt í umræðunni en Kristrún segir brýnt að horfa einnig til annarra þátta sem skipti sköpum þegar komi að verðbólguspá. Kristrún bendir á að síðastliðin ár hafi margir þættir lagst með okkur, þættir á borð við lága alþjóðlega verðbólgu, lágt olíuverð, styrkingu krónunnar, erlent vinnuafl og ferðaþjónustuna. Nú séu margir þessara þátta að þróast í aðra og óhagstæðari átt. Erlent vinnuafl var og er gríðarlegur öryggisventill fyrir Íslendinga, að sögn Kristrúnar. Eftir að hafa rýnt í launatölur í byggingageiranum hafi það blasað við að launum þessa hóps hafi verið haldið niðri og það þrátt fyrir gríðarlega manneklu.Erlent verkafólk hefur reynst Íslendingum vel. Fréttablaðið/Pjetur„Í dag erum við með um fimmtán þúsund manns í vinnuaflinu sem koma frá austur Evrópu. Þetta er mjög há tala og hefur aldrei verið jafn há,“ segir Kristrún. Kristrún segir að áhugaverð þróun eigi sér stað í Póllandi nú um mundir. Hagvöxtur sé blússandi, atvinnuleysi hafi ekki verið jafn lágt frá falli Kommúnismans og að launavöxtur sé mikill. Á sama tíma og Íslendingar flytji inn Pólverja þá flytja Pólverjar inn Úkraínumenn til að mæta eftirspurninni eftir starfskrafti. Auk þessa alls sé kaupmáttur Pólverja sem búa á hinum Norðurlöndunum miklu meiri en þeirra sem hér búa. „Ef við erum raunsæ þá þarf stór hluti að koma erlendis frá. Ég er ekkert endilega að spá því að þessu fólki muni fækka en ef við erum að sjá svona mikla fjölgun þá er ekkert óeðlilegt að þetta fólk geri meiri kröfur, sérstaklega ef það verður meðvitaðra um að það er kannski verið að borga þeim lægri laun en líka vegna þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar.“ Ef Íslendingar mæta ekki þörfum þessa vinnuafls sem mikið mæðir á þá hægir á húsnæðismarkaðnum sem mun í kjölfarið valda verðbólgu. „Við erum oft blind á þessi stóru áföll sem hafa svo ofboðslega mikil áhrif á okkur,“ segir Kristrún.Eigum að endurhugsa hvar við gefum í og hvar við stígum á bremsunaKristrún leggur þunga áherslu á að við endurskoðum áherslur okkar í launamálum. Í starfsgeira eins og byggingaiðnaðinum þar sem mannekla er mikil þurfi að hækka laun en aðrar stéttir þar sem ekki er skortur á starfsfólki þurfi að halda aftur af launahækkunum. „…því eðli málsins samkvæmt, þá ættu laun og hækkanir að fylgja framleiðninni.“Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Húsnæðismál Tengdar fréttir Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. 15. desember 2017 09:36 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Það er ekkert óeðlilegt að aðflutt vinnuafl, sem hefur verið öryggisventill Íslendinga, krefjist í auknum mæli bættra kjara í ljósi þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar. Íslendingar þurfa að aðlaga sig að aðstæðum og þróun sem er í gangi erlendis en ekki öfugt. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Tilefnið var grein sem hún skrifaði í Vísbendingu, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, en greinin hefur vakið mikla athygli. Kveikjan að grein Kristrúnar voru birting talna um vísitölu neysluverðs sem hækkaði um 2,4% á árinu 2017. Of mikið hefur verið einblínt á sömu þættina þegar verðbólguhorfur eru metnar. Undanfarið hafa kjarasamningar, húsnæðismarkaðurinn og olíuverð farið hátt í umræðunni en Kristrún segir brýnt að horfa einnig til annarra þátta sem skipti sköpum þegar komi að verðbólguspá. Kristrún bendir á að síðastliðin ár hafi margir þættir lagst með okkur, þættir á borð við lága alþjóðlega verðbólgu, lágt olíuverð, styrkingu krónunnar, erlent vinnuafl og ferðaþjónustuna. Nú séu margir þessara þátta að þróast í aðra og óhagstæðari átt. Erlent vinnuafl var og er gríðarlegur öryggisventill fyrir Íslendinga, að sögn Kristrúnar. Eftir að hafa rýnt í launatölur í byggingageiranum hafi það blasað við að launum þessa hóps hafi verið haldið niðri og það þrátt fyrir gríðarlega manneklu.Erlent verkafólk hefur reynst Íslendingum vel. Fréttablaðið/Pjetur„Í dag erum við með um fimmtán þúsund manns í vinnuaflinu sem koma frá austur Evrópu. Þetta er mjög há tala og hefur aldrei verið jafn há,“ segir Kristrún. Kristrún segir að áhugaverð þróun eigi sér stað í Póllandi nú um mundir. Hagvöxtur sé blússandi, atvinnuleysi hafi ekki verið jafn lágt frá falli Kommúnismans og að launavöxtur sé mikill. Á sama tíma og Íslendingar flytji inn Pólverja þá flytja Pólverjar inn Úkraínumenn til að mæta eftirspurninni eftir starfskrafti. Auk þessa alls sé kaupmáttur Pólverja sem búa á hinum Norðurlöndunum miklu meiri en þeirra sem hér búa. „Ef við erum raunsæ þá þarf stór hluti að koma erlendis frá. Ég er ekkert endilega að spá því að þessu fólki muni fækka en ef við erum að sjá svona mikla fjölgun þá er ekkert óeðlilegt að þetta fólk geri meiri kröfur, sérstaklega ef það verður meðvitaðra um að það er kannski verið að borga þeim lægri laun en líka vegna þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar.“ Ef Íslendingar mæta ekki þörfum þessa vinnuafls sem mikið mæðir á þá hægir á húsnæðismarkaðnum sem mun í kjölfarið valda verðbólgu. „Við erum oft blind á þessi stóru áföll sem hafa svo ofboðslega mikil áhrif á okkur,“ segir Kristrún.Eigum að endurhugsa hvar við gefum í og hvar við stígum á bremsunaKristrún leggur þunga áherslu á að við endurskoðum áherslur okkar í launamálum. Í starfsgeira eins og byggingaiðnaðinum þar sem mannekla er mikil þurfi að hækka laun en aðrar stéttir þar sem ekki er skortur á starfsfólki þurfi að halda aftur af launahækkunum. „…því eðli málsins samkvæmt, þá ættu laun og hækkanir að fylgja framleiðninni.“Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. 15. desember 2017 09:36 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. 15. desember 2017 09:36