Erlent

Einmana fuglinn Nigel er dauður

Atli Ísleifsson skrifar
Staða Nigel var í raun vonlaus.
Staða Nigel var í raun vonlaus.
Fuglinn Nigel, sem um árabil hefur verið eina súlan á eyju nokkurri undan ströndum Fiji, er dauður. Fijimönnum hefur þótt sérstaklega vænt um Nigel sem var þekktur þar sem mest einmana fugl heims.

Nigel hafnaði á eyjunni Mana eftir að yfirvöld gerðu tilraun til að lokka súlur til eyjarinnar. Það var gert meðal annars með því að mála steyptar súlur á eyjunni og þá voru send út hljóð úr hátalara sem ætlað var að lokka fugla til eyjarinnar. Nigel var hins vegar eina súlan sem svaraði kallinu.

Hann kom til eyjarinnar árið 2013 og varð þar með fyrsta súlan á eynni í um fjörutíu ár. Engar aðrar súlur settust hins vegar að á eyjunni til að veita Nigel félagsskap.

Newsweek  greinir frá því að Nigel hafi hins vegar gert sitt besta og komið upp hreiðri fyrir einn af hinum steyptu fuglum. Nigel fannst dauður við hlið steypufuglsins í síðustu viku.

„Burtséð frá því hvort hann hafi fundið til einmanaleika eða ekki þá fékk hann aldrei neitt til baka, og það hlýtur að hafa verið erfitt, þar sem hann gerði hosur sínar grænar fyrir fuglinum um árabil,“ segir Chris Bell, sem starfar við náttúruvernd á Fiji í samtali við Guardian. „Staða hans var í raun vonlaus.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×