Seinni bylgjan: Þessir komu bestir úr EM fríinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 17:45 Úrvalslið 15. umferðar að mati sérfærðinga Seinni bylgjunnar vísir/skjáskot Olís deild karla í handbolta er komin aftur af stað eftir EM frí og var 15. umferðin leikin í vikunni. Seinni bylgjan er einnig komin aftur á fulla ferð og var umferð vikunnar gerð upp í gærkvöld. Sá sem stóð upp úr í vikunni og fékk titilinn Nocco leikmaður umferðarinnar var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar var að spila sinn fyrsta leik síðan í október eftir meiðsli og að öðrum ólöstuðum sá til þess að Selfoss vann Val í Valshöllinni á fimmtudaginn. Elvar hafði hægt um sig í fyrri hálfleik og skoraði eitt mark í fjórum skotum. Hann hrökk svo heldur betur í gang í seinni hálfleik og setti 10 mörk í 11 skotum. Allt Valsliðið skoraði aðeins fjórum mörkum meira en Elvar í seinni hálfleiknum. Olís deild kvenna hefur verið í gangi í janúarmánuði, en þar var þó 15. umferðin einnig að klárast í vikunni. Þar var Ester Óskarsdóttir hjá ÍBV valin best. ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Vals á heimavelli og var Ester atkvæðamest í liði Eyjakvenna með 10 mörk. Elvar Örn var að sjálfsögðu í liði umferðarinnar eftir þessa frammistöðu hans og með honum þar var Haukur Þrastarson í leikstjórnendastöðunni. Tveir Haukamenn voru í liðinu eftir öruggan sigur á Stjörnunni, þeir Hákon Daði Styrmisson í vinstra horninu og Atli Már Báruson í hægri skyttu. ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson er inni á línunni og Mosfellingarnir Lárus Helgi Ólafsson í markinu og Gestur Ólafur Ingvarsson í hægra horninu fullkomna liðið. Þjálfari umferðarinnar var Patrekur Jóhannesson eftir frábæra frammistöðu með Selfossliðið gegn Völsurum. Úrvalslið 15. umferðar Olís deildar kvenna er nokkuð bláleitt, með Framararana Marthe Sördal í vinstra horninu og Sigurbjörgu Jóhannsdóttur í leikstjórnandanum ásamt Stjörnukonunum Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur í hægra horninu og Elenu Elísabet Birgisdóttur á línunni. Berta Rut Harðardóttir úr Haukum er í hægri skyttunni og Eyjakonur eiga þrjá fulltrúa, Guðný Jenný Ásmundsdóttir í markinu og Ester Óskarsdóttur í vinstri skyttunni ásamt Hrafnhildi Skúladóttur þjálfara. G-form hörkutól umferðarinnar fór í hendur mannsins sem hreppti þann heiður fyrstur allra í byrjun tímabilsins, Elliða Snæs Viðarssonar, hjá ÍBV. Heiðurinn fékk hann fyrir frábæra sendingu aftur fyrir bak á meðan hann var í haldi hjá tveimur varnarmönnum Víkings. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Sjá meira
Olís deild karla í handbolta er komin aftur af stað eftir EM frí og var 15. umferðin leikin í vikunni. Seinni bylgjan er einnig komin aftur á fulla ferð og var umferð vikunnar gerð upp í gærkvöld. Sá sem stóð upp úr í vikunni og fékk titilinn Nocco leikmaður umferðarinnar var Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson. Elvar var að spila sinn fyrsta leik síðan í október eftir meiðsli og að öðrum ólöstuðum sá til þess að Selfoss vann Val í Valshöllinni á fimmtudaginn. Elvar hafði hægt um sig í fyrri hálfleik og skoraði eitt mark í fjórum skotum. Hann hrökk svo heldur betur í gang í seinni hálfleik og setti 10 mörk í 11 skotum. Allt Valsliðið skoraði aðeins fjórum mörkum meira en Elvar í seinni hálfleiknum. Olís deild kvenna hefur verið í gangi í janúarmánuði, en þar var þó 15. umferðin einnig að klárast í vikunni. Þar var Ester Óskarsdóttir hjá ÍBV valin best. ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Vals á heimavelli og var Ester atkvæðamest í liði Eyjakvenna með 10 mörk. Elvar Örn var að sjálfsögðu í liði umferðarinnar eftir þessa frammistöðu hans og með honum þar var Haukur Þrastarson í leikstjórnendastöðunni. Tveir Haukamenn voru í liðinu eftir öruggan sigur á Stjörnunni, þeir Hákon Daði Styrmisson í vinstra horninu og Atli Már Báruson í hægri skyttu. ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson er inni á línunni og Mosfellingarnir Lárus Helgi Ólafsson í markinu og Gestur Ólafur Ingvarsson í hægra horninu fullkomna liðið. Þjálfari umferðarinnar var Patrekur Jóhannesson eftir frábæra frammistöðu með Selfossliðið gegn Völsurum. Úrvalslið 15. umferðar Olís deildar kvenna er nokkuð bláleitt, með Framararana Marthe Sördal í vinstra horninu og Sigurbjörgu Jóhannsdóttur í leikstjórnandanum ásamt Stjörnukonunum Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur í hægra horninu og Elenu Elísabet Birgisdóttur á línunni. Berta Rut Harðardóttir úr Haukum er í hægri skyttunni og Eyjakonur eiga þrjá fulltrúa, Guðný Jenný Ásmundsdóttir í markinu og Ester Óskarsdóttur í vinstri skyttunni ásamt Hrafnhildi Skúladóttur þjálfara. G-form hörkutól umferðarinnar fór í hendur mannsins sem hreppti þann heiður fyrstur allra í byrjun tímabilsins, Elliða Snæs Viðarssonar, hjá ÍBV. Heiðurinn fékk hann fyrir frábæra sendingu aftur fyrir bak á meðan hann var í haldi hjá tveimur varnarmönnum Víkings.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Sjá meira