Erlent

Tæplega þúsund námuverkamönnum bjargað upp á yfirborðið

Atli Ísleifsson skrifar
Námuverkamennirnir voru fastir í námunni í rúman sólarhring.
Námuverkamennirnir voru fastir í námunni í rúman sólarhring. Vísir/AFP
955 námuverkamönnum sem sátu fastir í gullnámu í grennd við Jóhannesarborg í Suður-Afríku hefur verið bjargað upp á yfirborðið.

Mennirnir höfðu verið neðanjarðar síðan á miðvikudagskvöld en í morgun tókst að koma rafmagni á námuna á nýju þannig að lyftur hennar komust í lag.

Suður-Afríka er einn helsti gullframleiðandi heims en öryggismálum þykir víða ábótavant og í fyrra fórust áttatíu námamenn við störf sín.

Beatrix-náman sem um ræðir er vel þekkt en hún er á 23 hæðum og nær kílómetra ofan í jörðina.

Námuverkamennirnir voru fastir í námunni í rúman sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×