Þremur sjónvarpsstöðvum var lokað og tilræði við varaforseta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Raila Odinga, sem titlar sjálfan sig "forseta fólksins“. vísir/afp Þrjár sjónvarpsstöðvar í Keníu misstu í gær útsendingarleyfi sín eftir að hafa reynt að sýna frá „innsetningarathöfn“ stjórnarandstöðuleiðtogans Raila Odinga á þriðjudag. Frá þessu greindi innanríkisráðherra landsins í gær. Til stóð að stöðvarnar, Citizen TV, KTN og NTV, myndu sýna frá athöfninni en á þriðjudag voru útsendingarnar rofnar. Nú er ljóst að þeim verður ekki hleypt aftur í loftið í bráð. Athöfnina hélt Odinga í óþökk stjórnvalda og var hann kallaður landráðamaður á þriðjudaginn. Odinga laut í lægra haldi fyrir Uhuru Kenyatta, sitjandi forseta, í forsetakosningum ágústmánaðar. Þær kosningar ógilti hæstiréttur landsins. Kosið var aftur í október en Odinga sniðgekk þær og fór fram á frestun kosninga þar sem honum fyndist að ekki hefði verið ráðist í þær úrbætur sem nauðsyn væri á. Lítur Odinga og stuðningsfólk hans svo á að Kenyatta sé ekki réttmætur forseti og hafði innsetningarathöfnin svokallaða einungis táknrænt gildi. „Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að loka þessum fjölmiðlum og nú verður ráðist í ítarlega rannsókn á málinu,“ sagði Fred Matiang'i innanríkisráðherra í gær og sakaði fjölmiðla um að hafa með áætlunum sínum brotið lög og stefnt lífi þúsunda Keníumanna í hættu. Aukinheldur sagði Matiang'i að athöfnin væri tilraun stjórnarandstöðunnar til að grafa undan lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn og leggja línurnar fyrir byltingu. Fjölmiðlarnir sem um ræðir voru ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við fengum ekkert að vita þegar þessi ákvörðun var tekin og við höfum enn ekkert fengið að vita,“ sagði Wachira Waruru, framkvæmdastjóri Royal Media Services, sem á Citizen TV, við Reuters í gær. Hann sagðist jafnframt íhuga málsókn. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar beinast ekki einungis gegn fjölmiðlum. Reuters greindi frá því í gær að keníska lögreglan hefði handtekið stjórnarandstöðuþingmanninn sem stýrði hinni svokölluðu innsetningarathöfn. Er hann nú sagður gista í fangageymslu lögreglunnar í höfuðborginni Naíróbí. Svo virðist sem allt sé á suðupunkti í Afríkuríkinu. Auk fyrrnefndra tíðinda sagði Kalonzo Musyoka, stjórnarandstæðingur og fyrrverandi varaforseti, frá því að óþekktir byssumenn hefðu ruðst inn á heimili hans snemma í gærmorgun og reynt að drepa hann. Setja átti Musyoka inn í embætti varaforseta í gerviinnsetningarathöfninni á þriðjudag. Kenía Tengdar fréttir Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Þrjár sjónvarpsstöðvar í Keníu misstu í gær útsendingarleyfi sín eftir að hafa reynt að sýna frá „innsetningarathöfn“ stjórnarandstöðuleiðtogans Raila Odinga á þriðjudag. Frá þessu greindi innanríkisráðherra landsins í gær. Til stóð að stöðvarnar, Citizen TV, KTN og NTV, myndu sýna frá athöfninni en á þriðjudag voru útsendingarnar rofnar. Nú er ljóst að þeim verður ekki hleypt aftur í loftið í bráð. Athöfnina hélt Odinga í óþökk stjórnvalda og var hann kallaður landráðamaður á þriðjudaginn. Odinga laut í lægra haldi fyrir Uhuru Kenyatta, sitjandi forseta, í forsetakosningum ágústmánaðar. Þær kosningar ógilti hæstiréttur landsins. Kosið var aftur í október en Odinga sniðgekk þær og fór fram á frestun kosninga þar sem honum fyndist að ekki hefði verið ráðist í þær úrbætur sem nauðsyn væri á. Lítur Odinga og stuðningsfólk hans svo á að Kenyatta sé ekki réttmætur forseti og hafði innsetningarathöfnin svokallaða einungis táknrænt gildi. „Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að loka þessum fjölmiðlum og nú verður ráðist í ítarlega rannsókn á málinu,“ sagði Fred Matiang'i innanríkisráðherra í gær og sakaði fjölmiðla um að hafa með áætlunum sínum brotið lög og stefnt lífi þúsunda Keníumanna í hættu. Aukinheldur sagði Matiang'i að athöfnin væri tilraun stjórnarandstöðunnar til að grafa undan lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn og leggja línurnar fyrir byltingu. Fjölmiðlarnir sem um ræðir voru ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við fengum ekkert að vita þegar þessi ákvörðun var tekin og við höfum enn ekkert fengið að vita,“ sagði Wachira Waruru, framkvæmdastjóri Royal Media Services, sem á Citizen TV, við Reuters í gær. Hann sagðist jafnframt íhuga málsókn. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar beinast ekki einungis gegn fjölmiðlum. Reuters greindi frá því í gær að keníska lögreglan hefði handtekið stjórnarandstöðuþingmanninn sem stýrði hinni svokölluðu innsetningarathöfn. Er hann nú sagður gista í fangageymslu lögreglunnar í höfuðborginni Naíróbí. Svo virðist sem allt sé á suðupunkti í Afríkuríkinu. Auk fyrrnefndra tíðinda sagði Kalonzo Musyoka, stjórnarandstæðingur og fyrrverandi varaforseti, frá því að óþekktir byssumenn hefðu ruðst inn á heimili hans snemma í gærmorgun og reynt að drepa hann. Setja átti Musyoka inn í embætti varaforseta í gerviinnsetningarathöfninni á þriðjudag.
Kenía Tengdar fréttir Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00