Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. febrúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að kaupréttur Kaupskila á hlut ríkisins í Arion banka væri „fortakslaus.“ Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings en félagið á 57 prósenta hlut í Arion banka. Í síðustu viku var greint frá því að Kaupskil hygðist nýta sér kauprétt á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka á 23,4 milljarða króna. Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum hlut ríkisins í samræmi við kaupréttinn. Kauprétturinn kemur fram í hluthafasamkomulagi sem gert var á milli Nýja Kaupþings, þ.e. Arion banka, Kaupskila og ríkisins 3. september 2009 vegna stofnfjármögnunar Arion banka. Þar segir: „Kaupskil skal hafa kauprétt á hlutabréfum ríkisins þar sem Kaupskil hefur rétt til að kaupa hlutabréf ríkisins í Nýja Kaupþingi (Arion banka innsk.blm).“ Orðin „skal hafa (e. shall have)“ í texta hluthafasamkomulagsins eru ekki undirorpin túlkun og fela í sér skyldu fyrir ríkið. Í umræðu síðustu daga hefur verið gefið í skyn að ríkissjóður geti hafnað kaupréttinum. Eins og hann er orðaður í texta samningsins er ljóst að um er að ræða skyldu til afhendingar á hlutabréfum miðað við ákveðnar forsendur um verð sem höfðu verið teknar út þegar hluthafasamkomulagið var birt á sínum tíma. Ljóst er að ef ríkið myndi hafna virkjun kaupréttarins væri það í raun að brjóta ákvæði hluthafasamkomulagsins. Kauprétturinn er svokallaður "call option." Þetta eru í raun sambærileg réttindi og kaupréttir sem stjórnendur fjármálafyrirtækja fá til kaupa á hlutabréfum. Logi Einarson formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í nýtingu kaupréttarins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Þegar ríkið ákvað að setja framlag inn í Arion banka upp á 9,8 milljarða króna þá var þetta kaupréttarákvæði sett inn sem snýst um að að þessi aðili getur kosið að kaupa ríkið út úr Arion banka á hverjum þeim tímapunkti sem kann að koma upp. Það er að segja, kauprétturinn er fortakslaus, honum má ekki rugla saman við forkaupsrétt sem hefur auðvitað líka verið töluvert til umræðu hér í þessum sal,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Formaður Miðflokksins segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. 16. febrúar 2018 12:41 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að kaupréttur Kaupskila á hlut ríkisins í Arion banka væri „fortakslaus.“ Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings en félagið á 57 prósenta hlut í Arion banka. Í síðustu viku var greint frá því að Kaupskil hygðist nýta sér kauprétt á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka á 23,4 milljarða króna. Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum hlut ríkisins í samræmi við kaupréttinn. Kauprétturinn kemur fram í hluthafasamkomulagi sem gert var á milli Nýja Kaupþings, þ.e. Arion banka, Kaupskila og ríkisins 3. september 2009 vegna stofnfjármögnunar Arion banka. Þar segir: „Kaupskil skal hafa kauprétt á hlutabréfum ríkisins þar sem Kaupskil hefur rétt til að kaupa hlutabréf ríkisins í Nýja Kaupþingi (Arion banka innsk.blm).“ Orðin „skal hafa (e. shall have)“ í texta hluthafasamkomulagsins eru ekki undirorpin túlkun og fela í sér skyldu fyrir ríkið. Í umræðu síðustu daga hefur verið gefið í skyn að ríkissjóður geti hafnað kaupréttinum. Eins og hann er orðaður í texta samningsins er ljóst að um er að ræða skyldu til afhendingar á hlutabréfum miðað við ákveðnar forsendur um verð sem höfðu verið teknar út þegar hluthafasamkomulagið var birt á sínum tíma. Ljóst er að ef ríkið myndi hafna virkjun kaupréttarins væri það í raun að brjóta ákvæði hluthafasamkomulagsins. Kauprétturinn er svokallaður "call option." Þetta eru í raun sambærileg réttindi og kaupréttir sem stjórnendur fjármálafyrirtækja fá til kaupa á hlutabréfum. Logi Einarson formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í nýtingu kaupréttarins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Þegar ríkið ákvað að setja framlag inn í Arion banka upp á 9,8 milljarða króna þá var þetta kaupréttarákvæði sett inn sem snýst um að að þessi aðili getur kosið að kaupa ríkið út úr Arion banka á hverjum þeim tímapunkti sem kann að koma upp. Það er að segja, kauprétturinn er fortakslaus, honum má ekki rugla saman við forkaupsrétt sem hefur auðvitað líka verið töluvert til umræðu hér í þessum sal,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Formaður Miðflokksins segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. 16. febrúar 2018 12:41 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Formaður Miðflokksins segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. 16. febrúar 2018 12:41
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29
Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02