„Viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 14:15 Melkorka segir að hringurinn hafi mjög tilfinningalegt gildi. Mynd/Kristín Jónsdóttir „Þetta eru engin smáræðis viðbrögð, við erum alveg dolfallin við hjónin,“ segir Melkorka Óskarsdóttir en þúsundir hafa aðstoðað hana við að leita að giftingarhring sem hún týndi í London á Valentínusardaginn. „Því miður bólar enn ekkert á hringnum, en viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar í staðinn,“ segir Melkorka í samtali við Vísi. Melkorka kynntist Adam Slynn eiginmanni sínum í leiklistarnámi í London árið 2005 en þau giftu sig á Íslandi sumarið 2016. Giftingarhringar þeirra eru einstakir en grafnar voru í þá sérstakar rúnir, nöfn brúðhjónanna skrifuð með höfðaletri. „Ísland er okkur báðum svo mikilvægt svo að vildum íslenska hringa og okkur fannst höfðaletrið vera svo mikið íslenskt eitthvað. Þetta eru nöfnin okkar sem eru grafin utan á, Adam og Melkorka.“Melkorka og Adam létu skrifa nöfnin sín utan á hringana með höfðaletri.Mynd/Kristín JónsdóttirVonaðist til að fitna Hringnum týndi Melkorka í London þar sem hún er búsett með eiginmanni sínum og telur hún að hringurinn hafi týnst annaðhvort í Hammersmith hverfinu eða í strætisvagni númer 267. „Hringana þurftum við að panta frá Jóni og Óskari að utan en minn var alltaf aðeins of víður. Ég vonaði bara að ég myndi fljótt fitna því ég vildi ekki þurfa að eyðileggja höfðaletrið til að þrengja hann. En á Valentínusardaginn var svakalega kalt hér úti og ég með hanska, en hringurinn hlýtur að hafa dottið af þegar ég tók hanskana af á leiðinni í vinnuna.“ Melkorka segir að hún hafi leitað alls staðar án árangurs og því leitaði hún á mátt samfélagsmiðla. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og meira en 10.600 einstaklingar deilt færslu hennar á Twitter þegar þetta er skrifað. Eins og kom fram á Vísi í morgun hefur fjöldi fólks sett í athugasemdir sögur af skartgripum sem týndust og fundust svo aftur nokkrum vikum, mánuðum eða árum síðar. „Fólk hefur verið alveg yndislegt, svona mestmegnis, auðvitað er eitthvað ógæfufólk á Twitter sem stenst ekki mátið. Það væri frábært ef þetta skilar sér í að hringurinn finnist, en ef ekki þá höfum við allavega fundið hjartagæsku mannfólksins almennt.“ Tengdar fréttir Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Þetta eru engin smáræðis viðbrögð, við erum alveg dolfallin við hjónin,“ segir Melkorka Óskarsdóttir en þúsundir hafa aðstoðað hana við að leita að giftingarhring sem hún týndi í London á Valentínusardaginn. „Því miður bólar enn ekkert á hringnum, en viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar í staðinn,“ segir Melkorka í samtali við Vísi. Melkorka kynntist Adam Slynn eiginmanni sínum í leiklistarnámi í London árið 2005 en þau giftu sig á Íslandi sumarið 2016. Giftingarhringar þeirra eru einstakir en grafnar voru í þá sérstakar rúnir, nöfn brúðhjónanna skrifuð með höfðaletri. „Ísland er okkur báðum svo mikilvægt svo að vildum íslenska hringa og okkur fannst höfðaletrið vera svo mikið íslenskt eitthvað. Þetta eru nöfnin okkar sem eru grafin utan á, Adam og Melkorka.“Melkorka og Adam létu skrifa nöfnin sín utan á hringana með höfðaletri.Mynd/Kristín JónsdóttirVonaðist til að fitna Hringnum týndi Melkorka í London þar sem hún er búsett með eiginmanni sínum og telur hún að hringurinn hafi týnst annaðhvort í Hammersmith hverfinu eða í strætisvagni númer 267. „Hringana þurftum við að panta frá Jóni og Óskari að utan en minn var alltaf aðeins of víður. Ég vonaði bara að ég myndi fljótt fitna því ég vildi ekki þurfa að eyðileggja höfðaletrið til að þrengja hann. En á Valentínusardaginn var svakalega kalt hér úti og ég með hanska, en hringurinn hlýtur að hafa dottið af þegar ég tók hanskana af á leiðinni í vinnuna.“ Melkorka segir að hún hafi leitað alls staðar án árangurs og því leitaði hún á mátt samfélagsmiðla. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og meira en 10.600 einstaklingar deilt færslu hennar á Twitter þegar þetta er skrifað. Eins og kom fram á Vísi í morgun hefur fjöldi fólks sett í athugasemdir sögur af skartgripum sem týndust og fundust svo aftur nokkrum vikum, mánuðum eða árum síðar. „Fólk hefur verið alveg yndislegt, svona mestmegnis, auðvitað er eitthvað ógæfufólk á Twitter sem stenst ekki mátið. Það væri frábært ef þetta skilar sér í að hringurinn finnist, en ef ekki þá höfum við allavega fundið hjartagæsku mannfólksins almennt.“
Tengdar fréttir Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30