Lífið

Gíraffinn í toppmálum í Hlíðunum: „Eins og hann sé að koma af BDSM félagsfundi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gíraffinn Sigtryggur hefur það frábært.
Gíraffinn Sigtryggur hefur það frábært.
Gunnar Páll Tryggvason keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur síðasta sumar og var það aðeins til að hafa hann úti í garði í fertugsafmælinu sínu.

Sindri Sindrason fór í heimsókn til Gunnars í síðasta þætti af Heimsókn en hann býr þar ásamt eiginkonu sinni Karen Axelsdóttur og tveimur börnum.

Þar er gíraffinn ennþá í garðinum og hefur það heldur betur gott. Búið er að festa styttuna vel niður en gíraffinn fékk nafnið Sigtryggur.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum og umræðuna um gíraffann Sigtrygg.


Tengdar fréttir

Costco gíraffinn býr í Stigahlíð

Hann er sá sem keypti gíraffann í Costco á þrjú hundruð þúsund krónur til að hafa úti í garði í fertugsafmælinu sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×