Mistök við lagasetningu alltof algeng Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Meðferð lagafrumvarpa og þingmála leiðir ítrekað af sér að mistök verða við lagasetningu. Breytingar á líftíma frumvarpa, innleiðing tölvutækni við vinnslu þingskjala auk auðkenningar á breytingartillögum er meðal þess sem tveir þingmenn sjá fyrir sér að gæti leyst úr vandanum. Fyrir helgi var lögð fram utan þingfundar breyting á lögum við meðferð sakamála. Við breytingar á lögum við stofnun millidómstigs leiddi handvömm til þess að ákvæði um innheimtu sakarkostnaðar féll úr lögum og hefur ekkert slíkt verið í gildi frá áramótum. Ár er frá því að Alþingi lagfærði afturvirkt mistök í almannatryggingalögum sem hefðu getað kostað ríkið 2,5 milljarða á mánuði. „Lagasetning á Íslandi er oft óttalegt fúsk sem unnin er í fljótheitum,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún nefnir ný útlendingalög sem samþykkt voru 2016 og tóku gildi 2017. „Þeim hefur verið breytt fimm sinnum þar sem gerð voru augljós mistök við setningu þeirra sem komu harkalega niður á hagsmunum fólks.“Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.VÍSIR/VILHELMHelga telur að það væri til bóta að þingmál myndu lifa út kjörtímabilið í stað þess að falla dauð niður í lok hvers þings. „Með því móti væri unnt að vanda betur til verka.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Það er oft gífurleg tímapressa á þinginu og lítill eða enginn fyrirsjáanleiki um hvaða mál verða kláruð hvenær. Þingmenn eru ítrekað settir í þá stöðu að kynna sér stór og viðamikil mál á stuttum tíma.“ Helgi segir litla virðingu borna fyrir vandamálinu. Þingmenn sem setið hafa lengi séu oft búnir að venjast fyrirkomulaginu og geti illa sett sig í spor þeirra sem finnst þetta vandamál. Hægt væri að skila lögum frá þinginu, sem ekki þyrfti sífellt að plástra, með breyttu fyrirkomulagi. „Það er þreytandi hvernig lítið er gert úr því þegar þingmenn kvarta yfir skorti á tíma og fyrirsjáanleika. Þetta er stofnun sem snýst um að fara með ágreiningsefni og því er undirliggjandi hvati til að láta eins og þetta sé ekki vandamál.“ Árið 2015 lagði Helgi fram þingsályktunartillögu um tölvutækt snið þingskjala og auðkenningu breytingartillagna. Sú fyrrnefnda varð að ályktun og vinnur starfshópur nú samkvæmt henni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Meðferð lagafrumvarpa og þingmála leiðir ítrekað af sér að mistök verða við lagasetningu. Breytingar á líftíma frumvarpa, innleiðing tölvutækni við vinnslu þingskjala auk auðkenningar á breytingartillögum er meðal þess sem tveir þingmenn sjá fyrir sér að gæti leyst úr vandanum. Fyrir helgi var lögð fram utan þingfundar breyting á lögum við meðferð sakamála. Við breytingar á lögum við stofnun millidómstigs leiddi handvömm til þess að ákvæði um innheimtu sakarkostnaðar féll úr lögum og hefur ekkert slíkt verið í gildi frá áramótum. Ár er frá því að Alþingi lagfærði afturvirkt mistök í almannatryggingalögum sem hefðu getað kostað ríkið 2,5 milljarða á mánuði. „Lagasetning á Íslandi er oft óttalegt fúsk sem unnin er í fljótheitum,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún nefnir ný útlendingalög sem samþykkt voru 2016 og tóku gildi 2017. „Þeim hefur verið breytt fimm sinnum þar sem gerð voru augljós mistök við setningu þeirra sem komu harkalega niður á hagsmunum fólks.“Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.VÍSIR/VILHELMHelga telur að það væri til bóta að þingmál myndu lifa út kjörtímabilið í stað þess að falla dauð niður í lok hvers þings. „Með því móti væri unnt að vanda betur til verka.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Það er oft gífurleg tímapressa á þinginu og lítill eða enginn fyrirsjáanleiki um hvaða mál verða kláruð hvenær. Þingmenn eru ítrekað settir í þá stöðu að kynna sér stór og viðamikil mál á stuttum tíma.“ Helgi segir litla virðingu borna fyrir vandamálinu. Þingmenn sem setið hafa lengi séu oft búnir að venjast fyrirkomulaginu og geti illa sett sig í spor þeirra sem finnst þetta vandamál. Hægt væri að skila lögum frá þinginu, sem ekki þyrfti sífellt að plástra, með breyttu fyrirkomulagi. „Það er þreytandi hvernig lítið er gert úr því þegar þingmenn kvarta yfir skorti á tíma og fyrirsjáanleika. Þetta er stofnun sem snýst um að fara með ágreiningsefni og því er undirliggjandi hvati til að láta eins og þetta sé ekki vandamál.“ Árið 2015 lagði Helgi fram þingsályktunartillögu um tölvutækt snið þingskjala og auðkenningu breytingartillagna. Sú fyrrnefnda varð að ályktun og vinnur starfshópur nú samkvæmt henni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira