Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. febrúar 2018 12:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með sölunni hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir það kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með þessu hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, virkjaði í gær kauprétt á hlutnum.Vogunarsjóðirnir hafa tekið völdin Sigmundur Davíð segir þetta mikil vonbrigði en hann hefur ítrekað varað við því að ríkið selji frá sér hlut sinn í bankanum en hann hefur sagt Arion banka lykilinn í því að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir kaupverðið ekki nóg til að réttlæta sölu ríkisins á eignarhlutnum. „Fjármálaráðherra telur þetta ágætis ávöxtun og er þá að miða við það sem gert var 2009. Mér finnst það undarleg nálgun. Í fyrsta lagi er þetta um 80 prósent af bókfærðu virði eigna bankans þannig aðþetta nær ekki einu sinni bókfærðu virði eigna, en látum það liggja á milli hluta. Verðið er ekki aðalatriðið í þessu finnst mér, heldur sú staðreynd að stjórnvöld eru þarna búin að missa tök á atburðarásinni. Að því er virðist endanlega missa tækifærið til að endurskipuleggja fjármálakerfið, til þess að klára það sem lagt var upp með 2013 og hafði skilað ótrúlegum árangri. Vogunarsjóðirnar hafa aftur tekið völdin og má má segja að kaldhæðni málsins sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu að hjálpa Vinstri grænum að klára samningana frá 2009, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir það kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með þessu hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, virkjaði í gær kauprétt á hlutnum.Vogunarsjóðirnir hafa tekið völdin Sigmundur Davíð segir þetta mikil vonbrigði en hann hefur ítrekað varað við því að ríkið selji frá sér hlut sinn í bankanum en hann hefur sagt Arion banka lykilinn í því að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir kaupverðið ekki nóg til að réttlæta sölu ríkisins á eignarhlutnum. „Fjármálaráðherra telur þetta ágætis ávöxtun og er þá að miða við það sem gert var 2009. Mér finnst það undarleg nálgun. Í fyrsta lagi er þetta um 80 prósent af bókfærðu virði eigna bankans þannig aðþetta nær ekki einu sinni bókfærðu virði eigna, en látum það liggja á milli hluta. Verðið er ekki aðalatriðið í þessu finnst mér, heldur sú staðreynd að stjórnvöld eru þarna búin að missa tök á atburðarásinni. Að því er virðist endanlega missa tækifærið til að endurskipuleggja fjármálakerfið, til þess að klára það sem lagt var upp með 2013 og hafði skilað ótrúlegum árangri. Vogunarsjóðirnar hafa aftur tekið völdin og má má segja að kaldhæðni málsins sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu að hjálpa Vinstri grænum að klára samningana frá 2009, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29