Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. febrúar 2018 12:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með sölunni hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir það kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með þessu hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, virkjaði í gær kauprétt á hlutnum.Vogunarsjóðirnir hafa tekið völdin Sigmundur Davíð segir þetta mikil vonbrigði en hann hefur ítrekað varað við því að ríkið selji frá sér hlut sinn í bankanum en hann hefur sagt Arion banka lykilinn í því að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir kaupverðið ekki nóg til að réttlæta sölu ríkisins á eignarhlutnum. „Fjármálaráðherra telur þetta ágætis ávöxtun og er þá að miða við það sem gert var 2009. Mér finnst það undarleg nálgun. Í fyrsta lagi er þetta um 80 prósent af bókfærðu virði eigna bankans þannig aðþetta nær ekki einu sinni bókfærðu virði eigna, en látum það liggja á milli hluta. Verðið er ekki aðalatriðið í þessu finnst mér, heldur sú staðreynd að stjórnvöld eru þarna búin að missa tök á atburðarásinni. Að því er virðist endanlega missa tækifærið til að endurskipuleggja fjármálakerfið, til þess að klára það sem lagt var upp með 2013 og hafði skilað ótrúlegum árangri. Vogunarsjóðirnar hafa aftur tekið völdin og má má segja að kaldhæðni málsins sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu að hjálpa Vinstri grænum að klára samningana frá 2009, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir það kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi með þessu hjálpað Vinstri Grænum að klára fjármálagjörninga úr tíð Vinstristjórnarinnar árið 2009. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, virkjaði í gær kauprétt á hlutnum.Vogunarsjóðirnir hafa tekið völdin Sigmundur Davíð segir þetta mikil vonbrigði en hann hefur ítrekað varað við því að ríkið selji frá sér hlut sinn í bankanum en hann hefur sagt Arion banka lykilinn í því að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hann segir kaupverðið ekki nóg til að réttlæta sölu ríkisins á eignarhlutnum. „Fjármálaráðherra telur þetta ágætis ávöxtun og er þá að miða við það sem gert var 2009. Mér finnst það undarleg nálgun. Í fyrsta lagi er þetta um 80 prósent af bókfærðu virði eigna bankans þannig aðþetta nær ekki einu sinni bókfærðu virði eigna, en látum það liggja á milli hluta. Verðið er ekki aðalatriðið í þessu finnst mér, heldur sú staðreynd að stjórnvöld eru þarna búin að missa tök á atburðarásinni. Að því er virðist endanlega missa tækifærið til að endurskipuleggja fjármálakerfið, til þess að klára það sem lagt var upp með 2013 og hafði skilað ótrúlegum árangri. Vogunarsjóðirnar hafa aftur tekið völdin og má má segja að kaldhæðni málsins sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu að hjálpa Vinstri grænum að klára samningana frá 2009, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29