Olís-deildirnar og Píeta samtökin í samstarf til styrktar forvörnum gegn sjálfsvígum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 17:45 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram sjást hér með forsetafrúnni Elízu Reid og Jóni Ólafi Halldórssyni, forstjóra Olís. Vísir//Hanna Píeta samtökin eru komin í samstarf við Olís deildirnar í handbolta en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Fulltrúar deildanna voru Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss í Olís deild karla og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna. Olísdeildin og Píeta samtökin, sem einbeita sér að forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, hafa nefnilega tekið höndum saman og vinna nú í sameiningu að vitundarvakningu og söfnun fyrir samtökin. Söfnunin fer fram á pieta.is og einnig verða seld sérstök Píeta-armbönd á leikjum í Olísdeildinni. Nokkrar af handboltastjörnum Olísdeildarinnar verða líka í aðalhlutverki í nýrri auglýsingaherferð og fara þar með Píeta yfirlýsingu sem hvetur okkur til að vera til staðar fyrir þá sem líður illa og að tala upphátt um hlutina.Með yfirskriftinni „Segðu það upphátt“ er minnt á mikilvægi þess að tala opinskátt um hlutina og leita í vinina og baklandið ef fólki líður illa, en ekki síður mikilvægi þess að við hin látum öll vita af því að við séum til staðar fyrir alla þá sem standa okkur nærri og glíma við slíka vanlíðan – að við ætlum ekki að standa aðgerðalaus hjá, við séum tilbúin til að hlusta og aðstoða – eða í það minnsta hjálpa viðkomandi að leita sér aðstoðar Fyrir alla leiki í deildinni á næstunni verður minnt á átakið með táknrænni athöfn. Leikmenn beggja liða ganga þá blandaðir fram á gólfið, mynda línu og leggja hönd yfir öxl (til skiptis heimaleikmaður og gestur) meðan yfirlýsingin verður flutt í hljóðkerfi. Hér fyrir neðan er yfirlýsingin sem flutt verður af handboltafólkinu í sjónvarpsauglýsingunni, en henni verður jafnframt hægt að dreifa á samfélagsmiðlum. Vonast er til að sem flestir vilji deila henni með myllumerkinu #segðuþaðupphátt og breyta um leið prófílmyndinni sinni.Píeta yfirlýsingin „Ég vil vera til staðar fyrir alla sem líður illa og leita til mín. Ég ætla ekki að standa aðgerðarlaus hjá ef mig grunar að einhver nálægt mér glími við vanlíðan, og gera mitt besta til að aðstoða. Án þess að þó að ganga of nærri mér eða viðkomandi – en hvetja til að leita aðstoðar sérfræðinga ef þurfa þykir. Enginn ætti að burðast einn með sársauka. Ég vildi bara segja þetta upphátt.“Vísir/HannaVísir/Hanna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Píeta samtökin eru komin í samstarf við Olís deildirnar í handbolta en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Fulltrúar deildanna voru Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss í Olís deild karla og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna. Olísdeildin og Píeta samtökin, sem einbeita sér að forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, hafa nefnilega tekið höndum saman og vinna nú í sameiningu að vitundarvakningu og söfnun fyrir samtökin. Söfnunin fer fram á pieta.is og einnig verða seld sérstök Píeta-armbönd á leikjum í Olísdeildinni. Nokkrar af handboltastjörnum Olísdeildarinnar verða líka í aðalhlutverki í nýrri auglýsingaherferð og fara þar með Píeta yfirlýsingu sem hvetur okkur til að vera til staðar fyrir þá sem líður illa og að tala upphátt um hlutina.Með yfirskriftinni „Segðu það upphátt“ er minnt á mikilvægi þess að tala opinskátt um hlutina og leita í vinina og baklandið ef fólki líður illa, en ekki síður mikilvægi þess að við hin látum öll vita af því að við séum til staðar fyrir alla þá sem standa okkur nærri og glíma við slíka vanlíðan – að við ætlum ekki að standa aðgerðalaus hjá, við séum tilbúin til að hlusta og aðstoða – eða í það minnsta hjálpa viðkomandi að leita sér aðstoðar Fyrir alla leiki í deildinni á næstunni verður minnt á átakið með táknrænni athöfn. Leikmenn beggja liða ganga þá blandaðir fram á gólfið, mynda línu og leggja hönd yfir öxl (til skiptis heimaleikmaður og gestur) meðan yfirlýsingin verður flutt í hljóðkerfi. Hér fyrir neðan er yfirlýsingin sem flutt verður af handboltafólkinu í sjónvarpsauglýsingunni, en henni verður jafnframt hægt að dreifa á samfélagsmiðlum. Vonast er til að sem flestir vilji deila henni með myllumerkinu #segðuþaðupphátt og breyta um leið prófílmyndinni sinni.Píeta yfirlýsingin „Ég vil vera til staðar fyrir alla sem líður illa og leita til mín. Ég ætla ekki að standa aðgerðarlaus hjá ef mig grunar að einhver nálægt mér glími við vanlíðan, og gera mitt besta til að aðstoða. Án þess að þó að ganga of nærri mér eða viðkomandi – en hvetja til að leita aðstoðar sérfræðinga ef þurfa þykir. Enginn ætti að burðast einn með sársauka. Ég vildi bara segja þetta upphátt.“Vísir/HannaVísir/Hanna
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira