Ásmundur leggur einkabíl sínum Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2018 16:08 Ásmundur segir nóg komið, hann ætlar að leggja einkabílnum og fara yfir á bílaleigubíl. visir/pjetur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að skipta yfir á bílaleigubíl og hætta að aka um sitt kjördæmi á KIA-jepplingi sínum. Málefni Ásmundar og reyndar aksturspeningar Alþingismanna hafa verið mjög í deiglunni eftir að í ljós kom að sá sem sótti um endurgreiðslu vegna kostnaðar við akstur fór hæst í 4,6 milljónir króna fyrir árið 2017. Sá sem næstur kom fékk um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Seinna kom á daginn að Ásmundur var aksturskonungurinn og nú ætlar hann að skipta yfir á bílaleigubíl.Í starfsreglum Alþingis kemur fram að aki þingmenn meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa Alþingis leggi til. Ásmundur ók um 47 þúsund kílómetra á síðasta ári. Hart hefur verið sótt að Ásmundi vegna málsins á umliðnum dögum meðan aðrir hafa varið hann svo sem flokksbræður hans Páll Magnússon og Brynjar Níelsson auk Ingva Hrafns Jónssonar sjónvarpsmanns sem segist aldrei hafa fyrirhitt annan eins dugnaðarfork og Ásmund.Þó hart hafi verið sótt af hinum ofurduglega Ásmundi eru ýmsir sem hafa risið upp honum til varnar, þeirra á meðal Ingvi Hrafn Jónsson.„Þetta hefur staðið til lengi. Það hafa verið þingmenn sem hafa verið í viðræðum við forsætisnefndina um þessi bílamál. Þessar nýju reglur voru settar af henni í þinglok fyrir síðustu kosningar. Ekkert samráð var haft við okkur sem erum í þessu heimakeyrsluverkefni,“ segir Ásmundur.Veit ekki hverjir eru í 2., 3., 4. og 5. sæti Hann segist hafa boðið þeim að leigja þinginu bílinn sinn á þeim sömu kjörum og bjóðast af bílaleigum sem leggja þingmönnum til bíla. En Alþingi skiptir við Bílaleigu Akureyrar. „En þeir vildu það ekki,“ segir Ásmundur.Af hverju ekki? „Þeir verða að svara því. Þetta er langt síðan.“En, veistu hverjir eru næstir á lista á eftir þér yfir hina akstursglöðu þingmenn? „Nei. Ég hef ekki hugmynd um það. Ég á nóg með sjálfan mig í þessu.“Óánægja með þjónustu bílaleigunnar Ásmundur var á leið í sjónvarpsviðtal þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum en hann ræddi þetta mál við Eirík Jónsson blaðamann og sagði við það tækifæri að nú væri nóg komið. Í frétt Eiríks kemur fram að Ásmundur muni greina frá þessari ákvörðun sinni á þingi við fyrsta tækifæri. „Mér finnst eðlilegt að ég fái sambærilegan bíl og ég hef verið á,“ segir Ásmundur í samtali við Eirík Jónsson.Uppfært 17:30 Í eldri útgáfu fréttarinnar kom fram að nokkur óánægja hafi verið meðal þingmanna sem nýtt hafa sér þjónustu Bílaleigu Akureyrar „en þeir telja að afgangsbílar hafi verið þeim ætlaðir,“ og var þar vísað til þess er fram kom í frétt Eiríks Jónssonar. Ásmundur setti sig samband við fréttastofu og segir þetta ekki fá staðist og því vert að fella út það sem segir um hina meintu óánægju þingmanna með bílaleigubíla. Hefur fréttinni verið breytt til samræmis við það. Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að skipta yfir á bílaleigubíl og hætta að aka um sitt kjördæmi á KIA-jepplingi sínum. Málefni Ásmundar og reyndar aksturspeningar Alþingismanna hafa verið mjög í deiglunni eftir að í ljós kom að sá sem sótti um endurgreiðslu vegna kostnaðar við akstur fór hæst í 4,6 milljónir króna fyrir árið 2017. Sá sem næstur kom fékk um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Seinna kom á daginn að Ásmundur var aksturskonungurinn og nú ætlar hann að skipta yfir á bílaleigubíl.Í starfsreglum Alþingis kemur fram að aki þingmenn meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa Alþingis leggi til. Ásmundur ók um 47 þúsund kílómetra á síðasta ári. Hart hefur verið sótt að Ásmundi vegna málsins á umliðnum dögum meðan aðrir hafa varið hann svo sem flokksbræður hans Páll Magnússon og Brynjar Níelsson auk Ingva Hrafns Jónssonar sjónvarpsmanns sem segist aldrei hafa fyrirhitt annan eins dugnaðarfork og Ásmund.Þó hart hafi verið sótt af hinum ofurduglega Ásmundi eru ýmsir sem hafa risið upp honum til varnar, þeirra á meðal Ingvi Hrafn Jónsson.„Þetta hefur staðið til lengi. Það hafa verið þingmenn sem hafa verið í viðræðum við forsætisnefndina um þessi bílamál. Þessar nýju reglur voru settar af henni í þinglok fyrir síðustu kosningar. Ekkert samráð var haft við okkur sem erum í þessu heimakeyrsluverkefni,“ segir Ásmundur.Veit ekki hverjir eru í 2., 3., 4. og 5. sæti Hann segist hafa boðið þeim að leigja þinginu bílinn sinn á þeim sömu kjörum og bjóðast af bílaleigum sem leggja þingmönnum til bíla. En Alþingi skiptir við Bílaleigu Akureyrar. „En þeir vildu það ekki,“ segir Ásmundur.Af hverju ekki? „Þeir verða að svara því. Þetta er langt síðan.“En, veistu hverjir eru næstir á lista á eftir þér yfir hina akstursglöðu þingmenn? „Nei. Ég hef ekki hugmynd um það. Ég á nóg með sjálfan mig í þessu.“Óánægja með þjónustu bílaleigunnar Ásmundur var á leið í sjónvarpsviðtal þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum en hann ræddi þetta mál við Eirík Jónsson blaðamann og sagði við það tækifæri að nú væri nóg komið. Í frétt Eiríks kemur fram að Ásmundur muni greina frá þessari ákvörðun sinni á þingi við fyrsta tækifæri. „Mér finnst eðlilegt að ég fái sambærilegan bíl og ég hef verið á,“ segir Ásmundur í samtali við Eirík Jónsson.Uppfært 17:30 Í eldri útgáfu fréttarinnar kom fram að nokkur óánægja hafi verið meðal þingmanna sem nýtt hafa sér þjónustu Bílaleigu Akureyrar „en þeir telja að afgangsbílar hafi verið þeim ætlaðir,“ og var þar vísað til þess er fram kom í frétt Eiríks Jónssonar. Ásmundur setti sig samband við fréttastofu og segir þetta ekki fá staðist og því vert að fella út það sem segir um hina meintu óánægju þingmanna með bílaleigubíla. Hefur fréttinni verið breytt til samræmis við það.
Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44