Lík Hinriks prins verður brennt Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2018 10:33 Hinrik varð 83 ára gamall. Vísir/AFP Lík Hinriks prins verður brennt og verður sérstök útför gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. Helmingi öskunnar verður dreift í dönskum vötnum og hinn helmingurinn kominn fyrir í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni í morgun, að því er danskir fjölmiðlar greina frá. Ekki verður um opinbera útför að ræða, heldur verður hún fámenn með einungis nánustu fjölskyldu og vinum prinsins. Hinrik prins andaðist í gærkvöldi, klukkan 23:18 að staðartíma í Fredensborgarhöll. Hann var umkringdur Margréti Þórhildi, drottningu og eiginkonu sinni, og sonunum Friðriki krónprins og Jóakim prins þegar hann lést. Síðasta sumar greindi prinsinn frá því að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar í dómkirkjunni í Hróarskeldu að þeim gengnum líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Sjá einnig: Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Í tilkynningunni frá konungshöllinni sem send var út síðasta sumar kom fram að prinsinn hefði þá greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og að hún væri þeim samþykk. Ákvörðun prinsins myndi þó ekki breyta áætlunum Margrétar Þórhildar um að verða jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu. „Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Prinsinn óski þess að verða jarðsettur í Frakklandi. Það er ekki rétt. Hann óskar þess enn að verða jarðsettur í Danmörku,“ sagði í tilkynningunni síðasta sumar. Prinsinn var sagður hafa verið ósáttur við að í opinberu lífi hafi honum aldrei verið stillt upp samhliða drottningunni og ekki hlotið titilinn „hans konunglega hátign“ og hafi hann því ákveðið að það skuli ná fram yfir gröf og dauða. Hinrik varð 83 ára gamall. Andlát Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Tengdar fréttir Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Lík Hinriks prins verður brennt og verður sérstök útför gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. Helmingi öskunnar verður dreift í dönskum vötnum og hinn helmingurinn kominn fyrir í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni í morgun, að því er danskir fjölmiðlar greina frá. Ekki verður um opinbera útför að ræða, heldur verður hún fámenn með einungis nánustu fjölskyldu og vinum prinsins. Hinrik prins andaðist í gærkvöldi, klukkan 23:18 að staðartíma í Fredensborgarhöll. Hann var umkringdur Margréti Þórhildi, drottningu og eiginkonu sinni, og sonunum Friðriki krónprins og Jóakim prins þegar hann lést. Síðasta sumar greindi prinsinn frá því að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar í dómkirkjunni í Hróarskeldu að þeim gengnum líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Sjá einnig: Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Í tilkynningunni frá konungshöllinni sem send var út síðasta sumar kom fram að prinsinn hefði þá greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og að hún væri þeim samþykk. Ákvörðun prinsins myndi þó ekki breyta áætlunum Margrétar Þórhildar um að verða jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu. „Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Prinsinn óski þess að verða jarðsettur í Frakklandi. Það er ekki rétt. Hann óskar þess enn að verða jarðsettur í Danmörku,“ sagði í tilkynningunni síðasta sumar. Prinsinn var sagður hafa verið ósáttur við að í opinberu lífi hafi honum aldrei verið stillt upp samhliða drottningunni og ekki hlotið titilinn „hans konunglega hátign“ og hafi hann því ákveðið að það skuli ná fram yfir gröf og dauða. Hinrik varð 83 ára gamall.
Andlát Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Tengdar fréttir Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Hinrik prins látinn Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar er látinn, 83 ára að aldri. Hann andaðist í svefni átján mínútur yfir tólf í nótt að íslenskum tíma í höllinni í Fredensborg á Norður Sjálandi. 14. febrúar 2018 06:27
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10