Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2018 09:10 Hinrik prins og Margrét Þórhildur í Château de Cayx árið 1997. Vísir/AFP Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. „Heimsborgari í litlu landi“, „prinsinn sem vildi gjarnan verða kóngur“ og prins sem „kom með ást og djörfung inn í líf drottningar“, er meðal þess sem dönsku blöðin skrifa um prinsinn í morgun. Blöðin segja að ósk prinsins hafi verið að vera minnst sem manns sem hafi þorað að vera öðruvísi. TV2 lýsir drottningarmanninum sem framandi manni „með útlit kvikmyndastjörnu“. Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934. Hann stundaði nám í lögfræði og stjórnmálafræði, kínversku og víetnömsku og hætti á sínum tíma í frönsku utanríkisþjónustunni 32 ára gamall til að ganga að eiga Margréti Þórhildi árið 1967. Á sama tíma varð hann sömuleiðis að skipta um nafn, tungumál og trú. Átti erfitt með að aðlagast tignarröðinni Mikið hefur verið fjallað um að prinsinn hafi átt í vandræðum með að aðlaga sig tignarröðinni innan danska konungsveldisins og gagnrýndi hann margoft að hann væri ekki með sömu stöðu og drottningin. Árið 2005 fékk hann titilinn „prinsgemal“ (drottningarmaður) til að aðskilja hann frá öðrum prinsum. Ekstra Bladet greinir frá því að prinsinn hafi barist fyrir kóngatitli í hálfa öld. Hann hafi ætíð verið „franskur að eðlisfari“, en þó verið einn sá alþýðlegasti og vinsælasti í hinum konunglega sirkús Danmerkur. Honum er lýst sem gáfuðum aðalsmanni sem orti ljóð, skapaði höggmyndir og var mikið fyrir vín, mat og ferðalög. Vísir/AFP Fastur á sínu Vinsældir hans meðal dönsku þjóðarinnar voru ekki alltaf miklar, en sjálfur stóð hann fastur á sínu og var óhræddur að segja sína skoðun. Jyllandsposten skrifar í leiðara sínum í morgun að „Le Orince est mort“, Prinsinn er látinn. Þar segir að Hinrik hafi að lokum tekist að vinna hjörtu Dana, sem þekktir eru fyrir að vera miklir efasemdarmenn. Hann hafi einnig átt þátt í að gera dönsku konungsfjölskylduna að einni þeirri vinsælustu í Evrópu. Á síðasta ári vakti Hinrik mikla athygli þegar hann lét hafa eftir sér að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar, drottningarinnar, í Hróarskeldu að þeim gengnum. Skömmu síðar tilkynnti konungsfjölskyldan frá því að prinsinn hafi greinst með heilabilun. Lifa ætti lífinu og upplifa Síðustu mánuði ævi sinnar varði prinsinn í Fredensborgarhöll konungsfjölskyldunnar. Prinsinn sagði að höllinn minnti sig á frönsku höllina Château de Cayx sem þau hjónin keyptu árið 1974. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsir Hinrik sem hugrökkum og einstökum manni í minningarorðum sínum sem hann birtir á Facebook. „Hann þorði að leggja sjálfan sig og persónu sína undir, og leitaði að vera áhorfandi í lífinu. Lifa ætti lífinu og upplifa.“ Karl Gústaf Svíaprins segir í yfirlýsingu að sænska konungsfjölskyldan minnist Hinriks með mikilli hlýju. Haraldur Noregskonungur minnist sömuleiðis prinsins í yfirlýsingu og segir hugur hans og norsku konungsfjölskyldunnar vera hjá Margréti Þórhildi og nánustu aðstandendum prinsins. Andlát Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. „Heimsborgari í litlu landi“, „prinsinn sem vildi gjarnan verða kóngur“ og prins sem „kom með ást og djörfung inn í líf drottningar“, er meðal þess sem dönsku blöðin skrifa um prinsinn í morgun. Blöðin segja að ósk prinsins hafi verið að vera minnst sem manns sem hafi þorað að vera öðruvísi. TV2 lýsir drottningarmanninum sem framandi manni „með útlit kvikmyndastjörnu“. Henri Marie Jean André de Laborde de Monpezat fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934. Hann stundaði nám í lögfræði og stjórnmálafræði, kínversku og víetnömsku og hætti á sínum tíma í frönsku utanríkisþjónustunni 32 ára gamall til að ganga að eiga Margréti Þórhildi árið 1967. Á sama tíma varð hann sömuleiðis að skipta um nafn, tungumál og trú. Átti erfitt með að aðlagast tignarröðinni Mikið hefur verið fjallað um að prinsinn hafi átt í vandræðum með að aðlaga sig tignarröðinni innan danska konungsveldisins og gagnrýndi hann margoft að hann væri ekki með sömu stöðu og drottningin. Árið 2005 fékk hann titilinn „prinsgemal“ (drottningarmaður) til að aðskilja hann frá öðrum prinsum. Ekstra Bladet greinir frá því að prinsinn hafi barist fyrir kóngatitli í hálfa öld. Hann hafi ætíð verið „franskur að eðlisfari“, en þó verið einn sá alþýðlegasti og vinsælasti í hinum konunglega sirkús Danmerkur. Honum er lýst sem gáfuðum aðalsmanni sem orti ljóð, skapaði höggmyndir og var mikið fyrir vín, mat og ferðalög. Vísir/AFP Fastur á sínu Vinsældir hans meðal dönsku þjóðarinnar voru ekki alltaf miklar, en sjálfur stóð hann fastur á sínu og var óhræddur að segja sína skoðun. Jyllandsposten skrifar í leiðara sínum í morgun að „Le Orince est mort“, Prinsinn er látinn. Þar segir að Hinrik hafi að lokum tekist að vinna hjörtu Dana, sem þekktir eru fyrir að vera miklir efasemdarmenn. Hann hafi einnig átt þátt í að gera dönsku konungsfjölskylduna að einni þeirri vinsælustu í Evrópu. Á síðasta ári vakti Hinrik mikla athygli þegar hann lét hafa eftir sér að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar, drottningarinnar, í Hróarskeldu að þeim gengnum. Skömmu síðar tilkynnti konungsfjölskyldan frá því að prinsinn hafi greinst með heilabilun. Lifa ætti lífinu og upplifa Síðustu mánuði ævi sinnar varði prinsinn í Fredensborgarhöll konungsfjölskyldunnar. Prinsinn sagði að höllinn minnti sig á frönsku höllina Château de Cayx sem þau hjónin keyptu árið 1974. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsir Hinrik sem hugrökkum og einstökum manni í minningarorðum sínum sem hann birtir á Facebook. „Hann þorði að leggja sjálfan sig og persónu sína undir, og leitaði að vera áhorfandi í lífinu. Lifa ætti lífinu og upplifa.“ Karl Gústaf Svíaprins segir í yfirlýsingu að sænska konungsfjölskyldan minnist Hinriks með mikilli hlýju. Haraldur Noregskonungur minnist sömuleiðis prinsins í yfirlýsingu og segir hugur hans og norsku konungsfjölskyldunnar vera hjá Margréti Þórhildi og nánustu aðstandendum prinsins.
Andlát Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira