Börnum Jónda í Lambey dæmdar skaðabætur vegna höfundaréttarbrots Þórdís Valsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 20:11 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Níu börn Jóns Kristinssonar, listamanns sem víða var þekktur sem Jóndi í Lambey, fengu dæmdar 3,2 milljónir í skaðabætur og 500 þúsund krónur í miskabætur vegna sýningar á auglýsinga Jóns í Gallerí Fold árið 2013. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var kveðinn upp í dag og voru forsvarsmenn Gallerís foldar einnig dæmdir til að greiða börnum jóns 900 þúsund krónur í skaðabætur. Árið 2013 voru auglýsingar sem birtar höfðu verið í hinni svokölluðu Rafskinnu, rafknúinni bók sem staðsett var við hlið Hressingarskálans í miðbæ Reykjavíkur, sýnd í Gallerí Fold. Jón Kristinsson og Tryggvi Magnússon voru teiknarar auglýsinganna, en Jón tók við starfinu eftir að Tryggvi lést. Jón Kristinsson lést árið 2009 en samkvæmt höfundalögum helst höfundaréttur á verkum í flestum tilvikum í 70 ár frá láti höfundar. Eftirmálar sýningarinnar voru þeir að níu börn auglýsingateiknarans Jóns Kristinssonar, sem teiknað hafði auglýsingarnar sem um ræddi, stefndu Gallerí Fold og afkomendum Gunnars Bachmann, eiganda Rafskinnu. Börn Jóns töldu föður sinn eiga höfundarétt á myndverkunum. Héraðsdómur taldi að með sýningunni hafi verið brotið á höfundarétti Jóns. Dómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn Gallerís Foldar hefðu „haft ærið tilefni til frekari athugunar á þessu atriði, enda voru myndir af bæði Jóni Kristinssyni sem og Tryggva Magnússyni, teiknurum Rafskinnu, hengdar upp á sýningunni, auk þess sem nokkrar myndanna voru merktar „Jóndi“ sem óumdeilt er að er höfundarnafn Jóns”.Auglýsingarnar sýndar tvisvar á ári Sýningarnar á myndum í Rafskinnu fóru fram tvisvar ár hvert, um jól og páska, og að jafnaði voru 64 auglýsingar í hverri sýningu. Myndirnar voru sýndar í Rafskinnu í tvær til þrjár vikur í senn. Auglýsingarnar sem um er deilt voru málaðar teikningar á pappír með teiknuðum texta úr letri sem Jón hannaði og voru þær flestar eða allar merktar Rafskinnu og stundum líka með nafni Jóns. Jón teiknaði auglýsingar fyrir Rafskinnu í fjórtán ár, frá 1943 til 1957, þegar Rafskinna var tekin niður í síðasta sinn. Í dómi héraðsdóms kemur fram að hvorki afkomendur Gunnars né Gallerí Fold hafi leitað samþykkis barna Jóns fyrir sýningunni í Gallerí Fold. Börn Jóns leituðu til Myndstefs eftir að þau fréttu af opnun sýningarinnar krafðist Myndstef í kjölfarið skýringa á heimildum til sýningarhaldsins af Gallerí Fold og afkomendum Gunnars. Eftir árangurslausar tilraunir til sátta höfðuðu börn Jóns mál árið 2015. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að með sýningunni hafi verið brotið gegn höfundaréttindum Jóns og að Gallerí Fold hafi ekki á nokkru stigi málsins leitað frekari upplýsinga eða skýringa um hverjir væru handhafar höfundaréttarins að verkunum sem voru til sýnis á sýningunni en að ærið tilefni hafi verið til þess. Héraðsdómur hafnaði þó kröfu barna Jóns um að afkomendum Gunnars Bachmann yrðu gert að afhenda þeim frumgerðir af verkum Jóns af þeim sökum að krafa þeirra hafi ekki verið nægilega skýr.Kröfðust þess að dómurinn yrði birtur í dagblöðum Börn Jóns kröfðust þess einnig að afkomendur Gunnars og móðir þeirra yrðu dæmd til að dómurinn í málinu yrði birtur í heild í prentaðri útgáfu Fréttablaðsins og Morgunblaðsins og að þau skyldu annast birtinguna og bera kostnað af henni. Héraðsdómur taldi þó sanngjarnt að birta eingöngu dómsorð dómsins í blöðunum vegna þess hversu umfangsmikill hann er og birting hans í heild væri verulega íþyngjandi. Dómsmál Tengdar fréttir Á rennandi blautum ullarsokkunum Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. 2. nóvember 2013 13:00 Teikningar, skissur og skreytingar Sýningin Á pappír verður opnuð í dag í Hönnunarsafni Íslands. Hún gefur áhugaverða mynd af vinnubrögðum sex hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókarkápa, húsgagna og skreytinga. 19. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Níu börn Jóns Kristinssonar, listamanns sem víða var þekktur sem Jóndi í Lambey, fengu dæmdar 3,2 milljónir í skaðabætur og 500 þúsund krónur í miskabætur vegna sýningar á auglýsinga Jóns í Gallerí Fold árið 2013. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var kveðinn upp í dag og voru forsvarsmenn Gallerís foldar einnig dæmdir til að greiða börnum jóns 900 þúsund krónur í skaðabætur. Árið 2013 voru auglýsingar sem birtar höfðu verið í hinni svokölluðu Rafskinnu, rafknúinni bók sem staðsett var við hlið Hressingarskálans í miðbæ Reykjavíkur, sýnd í Gallerí Fold. Jón Kristinsson og Tryggvi Magnússon voru teiknarar auglýsinganna, en Jón tók við starfinu eftir að Tryggvi lést. Jón Kristinsson lést árið 2009 en samkvæmt höfundalögum helst höfundaréttur á verkum í flestum tilvikum í 70 ár frá láti höfundar. Eftirmálar sýningarinnar voru þeir að níu börn auglýsingateiknarans Jóns Kristinssonar, sem teiknað hafði auglýsingarnar sem um ræddi, stefndu Gallerí Fold og afkomendum Gunnars Bachmann, eiganda Rafskinnu. Börn Jóns töldu föður sinn eiga höfundarétt á myndverkunum. Héraðsdómur taldi að með sýningunni hafi verið brotið á höfundarétti Jóns. Dómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn Gallerís Foldar hefðu „haft ærið tilefni til frekari athugunar á þessu atriði, enda voru myndir af bæði Jóni Kristinssyni sem og Tryggva Magnússyni, teiknurum Rafskinnu, hengdar upp á sýningunni, auk þess sem nokkrar myndanna voru merktar „Jóndi“ sem óumdeilt er að er höfundarnafn Jóns”.Auglýsingarnar sýndar tvisvar á ári Sýningarnar á myndum í Rafskinnu fóru fram tvisvar ár hvert, um jól og páska, og að jafnaði voru 64 auglýsingar í hverri sýningu. Myndirnar voru sýndar í Rafskinnu í tvær til þrjár vikur í senn. Auglýsingarnar sem um er deilt voru málaðar teikningar á pappír með teiknuðum texta úr letri sem Jón hannaði og voru þær flestar eða allar merktar Rafskinnu og stundum líka með nafni Jóns. Jón teiknaði auglýsingar fyrir Rafskinnu í fjórtán ár, frá 1943 til 1957, þegar Rafskinna var tekin niður í síðasta sinn. Í dómi héraðsdóms kemur fram að hvorki afkomendur Gunnars né Gallerí Fold hafi leitað samþykkis barna Jóns fyrir sýningunni í Gallerí Fold. Börn Jóns leituðu til Myndstefs eftir að þau fréttu af opnun sýningarinnar krafðist Myndstef í kjölfarið skýringa á heimildum til sýningarhaldsins af Gallerí Fold og afkomendum Gunnars. Eftir árangurslausar tilraunir til sátta höfðuðu börn Jóns mál árið 2015. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að með sýningunni hafi verið brotið gegn höfundaréttindum Jóns og að Gallerí Fold hafi ekki á nokkru stigi málsins leitað frekari upplýsinga eða skýringa um hverjir væru handhafar höfundaréttarins að verkunum sem voru til sýnis á sýningunni en að ærið tilefni hafi verið til þess. Héraðsdómur hafnaði þó kröfu barna Jóns um að afkomendum Gunnars Bachmann yrðu gert að afhenda þeim frumgerðir af verkum Jóns af þeim sökum að krafa þeirra hafi ekki verið nægilega skýr.Kröfðust þess að dómurinn yrði birtur í dagblöðum Börn Jóns kröfðust þess einnig að afkomendur Gunnars og móðir þeirra yrðu dæmd til að dómurinn í málinu yrði birtur í heild í prentaðri útgáfu Fréttablaðsins og Morgunblaðsins og að þau skyldu annast birtinguna og bera kostnað af henni. Héraðsdómur taldi þó sanngjarnt að birta eingöngu dómsorð dómsins í blöðunum vegna þess hversu umfangsmikill hann er og birting hans í heild væri verulega íþyngjandi.
Dómsmál Tengdar fréttir Á rennandi blautum ullarsokkunum Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. 2. nóvember 2013 13:00 Teikningar, skissur og skreytingar Sýningin Á pappír verður opnuð í dag í Hönnunarsafni Íslands. Hún gefur áhugaverða mynd af vinnubrögðum sex hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókarkápa, húsgagna og skreytinga. 19. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Á rennandi blautum ullarsokkunum Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. 2. nóvember 2013 13:00
Teikningar, skissur og skreytingar Sýningin Á pappír verður opnuð í dag í Hönnunarsafni Íslands. Hún gefur áhugaverða mynd af vinnubrögðum sex hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókarkápa, húsgagna og skreytinga. 19. nóvember 2016 10:15