Vildi stöðva þátttöku Svía í baráttunni gegn ISIS Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2018 10:32 Öryggisgæsla er mikil í kringum dómshúsið í Stokkhólmi þar sem réttarhöldin fara fram. Vísir/AFP Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og vera því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. Réttarhöld í máli Akilov hófust í Stokkhólmi í morgun en hann varð fimm manns að bana og særði fjórtán þegar hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í borginni í apríl síðastliðinn.Sænskir fjölmiðlar segja frá því að Akilov hafi mætt í dómsal í morgun, stuttklipptur og með skegg, klæddur grænni flíspeysu. Hann var í handjárnum þegar hann mætti í salinn, en þau voru svo tekin af honum þegar honum var komið fyrir milli verjanda síns, Johan Eriksson, og túlks. Eriksson sagði Akilov viðurkenna að hafa ekið vörubílnum og samþykki að verða dæmdur fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverks. „Ástæða árásarinnar var að skapa ótta og fá Svíþjóð til að hætta þátttöku sinni í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Eriksson.Árás á sænskt samfélag Saksóknarar fara fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landi. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa reynt að verða alls 130 manns að bana. „500 metrar, 40 sekúndur, 12,5 tonn. Hraðinn að meðaltali 60 kílómetrar á klukkustund á göngugötu sem full var af varnarlausu fólki. Þetta var árás á líf fjölda fólks, en þetta er einnig árás á samfélag okkar og okkur sem lifa í þessu samfélagi,“ sagði saksóknarinn Hans Ihrman í morgun.Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn.Saksóknarar vilja meina að árásin hafi verið hefndaraðgerð eftir að Akilov hafi verið neitað um hæli í Svíþjóð. Samskipti Akilov í forritum á borð við WhatsApp, Telegram, Facebook, Viber og Zello verði mikilvæg í málflutningi ákæruvaldsins.Ber vitni í næstu vikuVið rannsókn málsins fundust um 12.700 myndir sem Akilov á að hafa tekið, að stórum hluta myndir frá Drottningargötunni í hjarta Stokkhólms. Samkvæmt dagskrá á Akilov fyrst að bera vitni þann 20. febrúar, en réttarhöld í málinu munu standa fram í maí. Norðurlönd Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Lögmaður Úsbekans Rakhmat Akilov segir skjólstæðing sinn játa brot sín og vera því samþykkur að verða dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum. Réttarhöld í máli Akilov hófust í Stokkhólmi í morgun en hann varð fimm manns að bana og særði fjórtán þegar hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í borginni í apríl síðastliðinn.Sænskir fjölmiðlar segja frá því að Akilov hafi mætt í dómsal í morgun, stuttklipptur og með skegg, klæddur grænni flíspeysu. Hann var í handjárnum þegar hann mætti í salinn, en þau voru svo tekin af honum þegar honum var komið fyrir milli verjanda síns, Johan Eriksson, og túlks. Eriksson sagði Akilov viðurkenna að hafa ekið vörubílnum og samþykki að verða dæmdur fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverks. „Ástæða árásarinnar var að skapa ótta og fá Svíþjóð til að hætta þátttöku sinni í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Eriksson.Árás á sænskt samfélag Saksóknarar fara fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landi. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa reynt að verða alls 130 manns að bana. „500 metrar, 40 sekúndur, 12,5 tonn. Hraðinn að meðaltali 60 kílómetrar á klukkustund á göngugötu sem full var af varnarlausu fólki. Þetta var árás á líf fjölda fólks, en þetta er einnig árás á samfélag okkar og okkur sem lifa í þessu samfélagi,“ sagði saksóknarinn Hans Ihrman í morgun.Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn.Saksóknarar vilja meina að árásin hafi verið hefndaraðgerð eftir að Akilov hafi verið neitað um hæli í Svíþjóð. Samskipti Akilov í forritum á borð við WhatsApp, Telegram, Facebook, Viber og Zello verði mikilvæg í málflutningi ákæruvaldsins.Ber vitni í næstu vikuVið rannsókn málsins fundust um 12.700 myndir sem Akilov á að hafa tekið, að stórum hluta myndir frá Drottningargötunni í hjarta Stokkhólms. Samkvæmt dagskrá á Akilov fyrst að bera vitni þann 20. febrúar, en réttarhöld í málinu munu standa fram í maí.
Norðurlönd Tengdar fréttir Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20 Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06 Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Verjandinn um Akilov: „Reiknaði með að verða drepinn“ Úsbekinn Rakhmat Akilov reiknaði með að verða drepinn eftir að hann ók vörubíl niður Drottningargötuna í Stokkhólmi í apríl síðastliðinn. 30. janúar 2018 14:20
Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á að Rakhmat Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og vísað frá landinu. 30. janúar 2018 10:06
Rekja ferð Akilov eftir Drottningargötunni Fimm manns létu lífið þegar hann ók á gangandi vegfarendur í apríl. 5. febrúar 2018 21:42