Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Birgir Olgeirsson skrifar 12. febrúar 2018 23:11 Guðbrandur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Heimavalla. Vísir/GVA Rekstrarhagnaður leigufélagsins Heimavalla á árinu 2017 nam 2,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leigufélaginu sem býður upp á leiguíbúðir fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Í tilkynningunni segir að leigutekjur félagsins tvöfölduðust frá fyrra ári og námu rétt rúmlega þremur milljörðum króna árið 2017. Þar segir að félagið tók 330 nýjar íbúðir í notkun á árinu 2017 og voru íbúðir þess orðnar um tvö þúsund talsins í árslok. Er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að félagið verði við skráningu stærsta leigufélag landsins á almennum markaði með leiguíbúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. „Ég er sáttur við rekstrarniðurstöðu félagsins á árinu 2017. Félagið hefur vaxið hratt og tekið yfir stór og krefjandi leigusöfn sem hefur gengið vel að samþætta annarri starfsemi félagsins. Reksturinn styrktist verulega á síðasta ári sem sést best á því að mánaðarleg velta hækkaði úr 230 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2017 í 290 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi ársins. Þessi veltuaukning skilaði sér í bættum rekstri og afkomu. Við teljum okkur í góðri stöðu fyrir fyrirhugaða skráningu félagsins í Kauphöll,“ er haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra leigufélagsins, í tilkynningu. Heimavellir munu taka í notkun 340 nýjar íbúðir á þessu og næsta ári en hluti af þeim eru sagður sérhannaður fyrir eldri borgara. Annars vegar er um að ræða 58 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Boðaþing í Kópavogi, í nágrenni við þjónustu fyrir eldri borgara á vegum Hrafnistu og Kópavogsbæjar. Hins vegar er um að ræða 18 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara við Jaðarleiti, á nýjum byggingarreit sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti. Þá hafa Heimavellir fjárfest í 164 íbúðum í nýju hverfi við Hlíðarenda en gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á árinu 2019. Einnig eru að koma til afhendingar 47 íbúðir við Einivelli í Hafnarfirði. Framhald verður á verkefni sem hófst í fyrra að breyta setustofum í fasteignum Heimavalla á Ásbrú í stúdíóíbúðir. Í fyrra var 51 íbúð standsett en gert er ráð fyrir að þetta verkefni muni skila félaginu 36 nýjum stúdíóíbúðum til viðbótar næsta sumar.Uppfært: Fyrirsögninni var breytt Húsnæðismál Tengdar fréttir Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið. 7. júní 2017 05:00 Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Rekstrarhagnaður leigufélagsins Heimavalla á árinu 2017 nam 2,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leigufélaginu sem býður upp á leiguíbúðir fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Í tilkynningunni segir að leigutekjur félagsins tvöfölduðust frá fyrra ári og námu rétt rúmlega þremur milljörðum króna árið 2017. Þar segir að félagið tók 330 nýjar íbúðir í notkun á árinu 2017 og voru íbúðir þess orðnar um tvö þúsund talsins í árslok. Er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að félagið verði við skráningu stærsta leigufélag landsins á almennum markaði með leiguíbúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. „Ég er sáttur við rekstrarniðurstöðu félagsins á árinu 2017. Félagið hefur vaxið hratt og tekið yfir stór og krefjandi leigusöfn sem hefur gengið vel að samþætta annarri starfsemi félagsins. Reksturinn styrktist verulega á síðasta ári sem sést best á því að mánaðarleg velta hækkaði úr 230 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2017 í 290 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi ársins. Þessi veltuaukning skilaði sér í bættum rekstri og afkomu. Við teljum okkur í góðri stöðu fyrir fyrirhugaða skráningu félagsins í Kauphöll,“ er haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra leigufélagsins, í tilkynningu. Heimavellir munu taka í notkun 340 nýjar íbúðir á þessu og næsta ári en hluti af þeim eru sagður sérhannaður fyrir eldri borgara. Annars vegar er um að ræða 58 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Boðaþing í Kópavogi, í nágrenni við þjónustu fyrir eldri borgara á vegum Hrafnistu og Kópavogsbæjar. Hins vegar er um að ræða 18 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara við Jaðarleiti, á nýjum byggingarreit sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti. Þá hafa Heimavellir fjárfest í 164 íbúðum í nýju hverfi við Hlíðarenda en gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á árinu 2019. Einnig eru að koma til afhendingar 47 íbúðir við Einivelli í Hafnarfirði. Framhald verður á verkefni sem hófst í fyrra að breyta setustofum í fasteignum Heimavalla á Ásbrú í stúdíóíbúðir. Í fyrra var 51 íbúð standsett en gert er ráð fyrir að þetta verkefni muni skila félaginu 36 nýjum stúdíóíbúðum til viðbótar næsta sumar.Uppfært: Fyrirsögninni var breytt
Húsnæðismál Tengdar fréttir Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið. 7. júní 2017 05:00 Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið. 7. júní 2017 05:00
Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00