Einhver þarf að sæta ábyrgð ef hægt var að koma í veg fyrir brot Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 20:48 Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, gagnrýnir harðlega það aðgerðarleysi lögreglufulltrúans. Vísir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður drengsins sem lagði fram kæru á hendur karlmanni sem unnið hafði með börnum hjá Reykjavíkurborg, segir að ef í ljós kemur að lögregla hefði getað komið í veg fyrir brot með því að virða verkferla deildarinnar þá sé um að ræða virkilega alvarlegt mál. „Þá þarf einhver að sæta ábyrgð og þá sérstaklega gagnvart þeim sem það beinist að, ef það er veruleikinn,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Niðurstöðurnar innri athugunar lögreglu voru kynntar á blaðamannafundi á Hverfisgötu klukkan 17.15 í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður og sátu fyrir svörum.Á blaðamannafundi í dag voru niðurstöður innri rannsóknar lögreglu kynntar og sagt var frá ýmsum breytingum sem ráðist verður í.vísirVerkferlar verði vonandi skilvirkari með breytingunni Sævar segir að mistök lögreglu séu allt annað en léttvæg: „Ef það kemur í ljós út frá rannsókninni að það hafi verið aðilar sem hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi eftir þetta tímabil þá er spurningin þessi, hefði verið hægt að koma í veg fyrir það ef menn hefðu gripið í taumana?“ Sævar segir þó að það sé mjög jákvætt að lögreglan hafi ráðist í þessa innri athugun og enn fremur að lögreglan hafi viðurkennt mistök. Hann bindur vonir til þess að verkferlar verði skilvirkari í framhaldinu. Sævar sendi tölvupóst til lögreglunnar þann 1. desember og ítrekaði hann þann 5 en hlaut engu að síður ekkert svar. Lögreglufulltrúinn sem fékk tölvupóstinn var veikur á þessum tíma en gleymdi að taka fram að hann væri af þeim sökum fjarverandi. Hann sendi áfram tölvupóstinn til staðgengils en það leiddi heldur ekki til viðbragða. Þetta segir Karl Steinar Valsson að hafi verið fyrstu mistökin sem gerð voru í málinu en þau hafi orðið til þess að fleiri mistök voru gerð og málið fór ekki í réttan farveg.Heimsókn móður drengsins hefði átt að kalla á viðbrögð Sævar segir þó að samskiptaleysið hafi alls ekki verið það eina sem lögreglan gerði rangt. „Móðir umbjóðanda míns fór til lögreglunnar árið 2015. Það hefði átt að kalla á viðbrögð og úrvinnslu.“ Þáttur móðurinnar hefði þó ekki verið ræddur á blaðamannafundi lögregluyfirvalda helgaður athugun á ferli og rannsókn málsins.Finnst þér nógu mikið hafa verið gert til að bæta fyrir mistökin?„Satt best að segja þá finnst mér í raun og veru þetta vera mjög óljóst enn. Það er talað um skipulagsbreytingar og að það eigi að bæta við mannskap en ég veit ekki hvað felst í þessu. Þetta er mjög óljóst ennþá,“ segir Sævar.Í þínum störfum sem réttargæslumaður, hefur þér fundist verkferlar í lagi hjá lögreglunni? „Ég hef komið að ýmsum málum er varðar réttargæslu. Ég verð að segja það að ég hafði grun um það í langan tíma að það hafi skort verkferla innan kerfisins og í kynferðisbrotamálum almennt. Ég hafði haft það á tilfinningunni, já.“Fréttin var uppfærð klukkan 22.14 með viðtali við Sævar. Lögreglumál Tengdar fréttir Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12 Bein útsending: Lögreglan boðar til blaðamannafundar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag kynna niðurstöður ítarlegrar skoðunar á því hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns, sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. 12. febrúar 2018 15:46 Um starfsmann barnaverndar: „Hann byrjaði að kenna manni að þrífa sjálfan sig“ Ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum gegn starfsmanni barnaverndar segir manninn sérlega góðan að vinna sér inn traust og trúnað barna. 4. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður drengsins sem lagði fram kæru á hendur karlmanni sem unnið hafði með börnum hjá Reykjavíkurborg, segir að ef í ljós kemur að lögregla hefði getað komið í veg fyrir brot með því að virða verkferla deildarinnar þá sé um að ræða virkilega alvarlegt mál. „Þá þarf einhver að sæta ábyrgð og þá sérstaklega gagnvart þeim sem það beinist að, ef það er veruleikinn,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Niðurstöðurnar innri athugunar lögreglu voru kynntar á blaðamannafundi á Hverfisgötu klukkan 17.15 í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður og sátu fyrir svörum.Á blaðamannafundi í dag voru niðurstöður innri rannsóknar lögreglu kynntar og sagt var frá ýmsum breytingum sem ráðist verður í.vísirVerkferlar verði vonandi skilvirkari með breytingunni Sævar segir að mistök lögreglu séu allt annað en léttvæg: „Ef það kemur í ljós út frá rannsókninni að það hafi verið aðilar sem hafa verið beittir kynferðislegu ofbeldi eftir þetta tímabil þá er spurningin þessi, hefði verið hægt að koma í veg fyrir það ef menn hefðu gripið í taumana?“ Sævar segir þó að það sé mjög jákvætt að lögreglan hafi ráðist í þessa innri athugun og enn fremur að lögreglan hafi viðurkennt mistök. Hann bindur vonir til þess að verkferlar verði skilvirkari í framhaldinu. Sævar sendi tölvupóst til lögreglunnar þann 1. desember og ítrekaði hann þann 5 en hlaut engu að síður ekkert svar. Lögreglufulltrúinn sem fékk tölvupóstinn var veikur á þessum tíma en gleymdi að taka fram að hann væri af þeim sökum fjarverandi. Hann sendi áfram tölvupóstinn til staðgengils en það leiddi heldur ekki til viðbragða. Þetta segir Karl Steinar Valsson að hafi verið fyrstu mistökin sem gerð voru í málinu en þau hafi orðið til þess að fleiri mistök voru gerð og málið fór ekki í réttan farveg.Heimsókn móður drengsins hefði átt að kalla á viðbrögð Sævar segir þó að samskiptaleysið hafi alls ekki verið það eina sem lögreglan gerði rangt. „Móðir umbjóðanda míns fór til lögreglunnar árið 2015. Það hefði átt að kalla á viðbrögð og úrvinnslu.“ Þáttur móðurinnar hefði þó ekki verið ræddur á blaðamannafundi lögregluyfirvalda helgaður athugun á ferli og rannsókn málsins.Finnst þér nógu mikið hafa verið gert til að bæta fyrir mistökin?„Satt best að segja þá finnst mér í raun og veru þetta vera mjög óljóst enn. Það er talað um skipulagsbreytingar og að það eigi að bæta við mannskap en ég veit ekki hvað felst í þessu. Þetta er mjög óljóst ennþá,“ segir Sævar.Í þínum störfum sem réttargæslumaður, hefur þér fundist verkferlar í lagi hjá lögreglunni? „Ég hef komið að ýmsum málum er varðar réttargæslu. Ég verð að segja það að ég hafði grun um það í langan tíma að það hafi skort verkferla innan kerfisins og í kynferðisbrotamálum almennt. Ég hafði haft það á tilfinningunni, já.“Fréttin var uppfærð klukkan 22.14 með viðtali við Sævar.
Lögreglumál Tengdar fréttir Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12 Bein útsending: Lögreglan boðar til blaðamannafundar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag kynna niðurstöður ítarlegrar skoðunar á því hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns, sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. 12. febrúar 2018 15:46 Um starfsmann barnaverndar: „Hann byrjaði að kenna manni að þrífa sjálfan sig“ Ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum gegn starfsmanni barnaverndar segir manninn sérlega góðan að vinna sér inn traust og trúnað barna. 4. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12
Bein útsending: Lögreglan boðar til blaðamannafundar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag kynna niðurstöður ítarlegrar skoðunar á því hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns, sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. 12. febrúar 2018 15:46
Um starfsmann barnaverndar: „Hann byrjaði að kenna manni að þrífa sjálfan sig“ Ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum gegn starfsmanni barnaverndar segir manninn sérlega góðan að vinna sér inn traust og trúnað barna. 4. febrúar 2018 18:45