Erlent

Munu biðja Zuma um að stíga til hliðar

Atli Ísleifsson skrifar
Cyril Ramaphosa var nýlega kjörinn formaður Þjóðarráðsins.
Cyril Ramaphosa var nýlega kjörinn formaður Þjóðarráðsins. Vísir/AFP
Reiknað er með því að leiðtogar Þjóðarráðsins (ANC), suður-afríska stjórnarflokksins, muni biðja Jacob Zuma, forseta landsins, um að segja af sér embætti.

Aukin pressa hefur verið á forsetanum undanfarnar vikur að segja af sér eftir röð spillingarmála sem hafa komið upp að undanförnu.

Miðstjórn flokksins fundar í dag um framtíð forsetans og samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins þykir líklegt að forsetinn verði beðinn um að segja af sér embætti.

Cyril Ramaphosa, sem nýlega var kjörinn formaður flokksins, sagði á fundi í gær, sem markaði 100 ára fæðingarafmæli Nelson Mandela, að spillingarmál Zuma og tregi hans við að víkja úr embætti hafi skapað klofning og vantraust innan Þjóðarráðsins.

Miðstjórn flokksins fundar í dag um framtíð forsetans en vilji er til að skipta út forsetanum til að skapa frið fyrir komandi forsetakosningar sem haldnar verða á næsta ári.


Tengdar fréttir

Fresta stefnuræðu Zuma

Mikill þrýstingur er á forseta Suður-Afríku að segja af sér vegna spillingarmála.

Ramaphosa nýr leiðtogi ANC

Líklegt þykir að Ramaphosa verði næsti forseti Suður-Afríku og taki við embættinu af Jacob Zuma að loknum kosningum 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×