Hundrað kristnir krossmenn fagna því að vera veðurtepptir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2018 14:15 95 unglingar njóta sín vel í snjónum í Vatnaskógi um helgina. Gunnar Hrafn Sveinsson 95 krakkar á aldrinum þrettán til sextán ára sækja árlega Æskulýðsmótið Friðrik í Vatnaskógi í Hvalfjarðarsveit um helgina. Æskulýðsfulltrúi segir að flestir krakkarnir fagni því að heimkomu hafi verið frestað til mánudags vegna veðurs. Krakkarnir mættu í Vatnaskóg á föstudagskvöldið en rútuferðir voru frá Reykjanesbæ, Grindavík, Hveragerði, Mosfellsbæ, Akranesi og Reykjavík auk þess sem rúta beið barna frá Vestmannaeyjum í Þorklákshöfn. Heimferð var áætluð í dag en vegna veðurs verður ekki lagt í hann fyrr en í fyrramálið. Snjóþungt er í Vatnaskógi en Gamli skáli, sem var vígður 1943, man tímana tvenna.Gunnar Hrafn Sveinsson „Þau eru langflest mjög ánægð og sátt við að missa af skóla á morgun,“ segir Gunnar Hrafn Sveinsson æskulýðsfulltrúi í samtali við Vísi. „Við hættum okkur ekki út í neina vitleysu og reiknum með því að fara héðan í fyrramálið.“ Um árlega samkomu er að ræða en í ár er afmæli Séra Friðriks Friðrikssonar, eins stofnenda KFUM og KFUK auk íþróttafélaganna Vals og Hauka, fagnað sérstaklega. Er afmælið raunar þema hittingsins í Vatnaskógi. Þessir kappar stigu skófludansinn í snjónum.Gunnar Hrafn Sveinsson Veðrið er ekkert sérstaklega slæmt í Vatnaskógi að sögn Gunnars Hrafns. Þar snjóar en vindur er tiltölulega lítill. „Krakkarnir eru úti í fínum fíling,“ segir Gunnar Hrafn. Veðrið hafi þó sett svip sinn á dagskrána í gær en rappsveitin Úlfur Úlfur komst ekki á kvöldvökuna sökum veðurs. Gunnar hlær aðspurður hvort hann hafi ekki fyllt í skarðið og rappað. Krakkarnir hafi skemmt sér mjög vel. Hann segir þetta vera í fyrsta skipti á þessari öld sem einhver verður veðurtepptur í Vatnaskógi. Auk krakkanna 95 eru starfsmenn svo heildarfjöldi er um 130. Þau séu búin að eiga mjög góða helgi.Fylgst er grannt með gangi mála vegna veðurs í veðurvaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
95 krakkar á aldrinum þrettán til sextán ára sækja árlega Æskulýðsmótið Friðrik í Vatnaskógi í Hvalfjarðarsveit um helgina. Æskulýðsfulltrúi segir að flestir krakkarnir fagni því að heimkomu hafi verið frestað til mánudags vegna veðurs. Krakkarnir mættu í Vatnaskóg á föstudagskvöldið en rútuferðir voru frá Reykjanesbæ, Grindavík, Hveragerði, Mosfellsbæ, Akranesi og Reykjavík auk þess sem rúta beið barna frá Vestmannaeyjum í Þorklákshöfn. Heimferð var áætluð í dag en vegna veðurs verður ekki lagt í hann fyrr en í fyrramálið. Snjóþungt er í Vatnaskógi en Gamli skáli, sem var vígður 1943, man tímana tvenna.Gunnar Hrafn Sveinsson „Þau eru langflest mjög ánægð og sátt við að missa af skóla á morgun,“ segir Gunnar Hrafn Sveinsson æskulýðsfulltrúi í samtali við Vísi. „Við hættum okkur ekki út í neina vitleysu og reiknum með því að fara héðan í fyrramálið.“ Um árlega samkomu er að ræða en í ár er afmæli Séra Friðriks Friðrikssonar, eins stofnenda KFUM og KFUK auk íþróttafélaganna Vals og Hauka, fagnað sérstaklega. Er afmælið raunar þema hittingsins í Vatnaskógi. Þessir kappar stigu skófludansinn í snjónum.Gunnar Hrafn Sveinsson Veðrið er ekkert sérstaklega slæmt í Vatnaskógi að sögn Gunnars Hrafns. Þar snjóar en vindur er tiltölulega lítill. „Krakkarnir eru úti í fínum fíling,“ segir Gunnar Hrafn. Veðrið hafi þó sett svip sinn á dagskrána í gær en rappsveitin Úlfur Úlfur komst ekki á kvöldvökuna sökum veðurs. Gunnar hlær aðspurður hvort hann hafi ekki fyllt í skarðið og rappað. Krakkarnir hafi skemmt sér mjög vel. Hann segir þetta vera í fyrsta skipti á þessari öld sem einhver verður veðurtepptur í Vatnaskógi. Auk krakkanna 95 eru starfsmenn svo heildarfjöldi er um 130. Þau séu búin að eiga mjög góða helgi.Fylgst er grannt með gangi mála vegna veðurs í veðurvaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Hvalfjarðarsveit Veður Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira