Tveir til þrír sinna 50 málum á bakvöktum Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 08:00 Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri en málafjöldinn er mikill. Fréttablaðið/Auðunn Akureyri Átján mál komu inn á borð rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri vegna kynferðisofbeldis gegn börnum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra í fyrra. Að auki komu sjö mál inn á borð lögreglunnar frá öðrum embættum landsins þar sem rannsakað er kynferðisofbeldi gegn börnum. „Við þurfum að vera fleiri, en von er á því að það lagist á þessu ári,“ segir Bergur Jónsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri. Fjöldi rannsakaðra kynferðisbrota hefur aukist á síðustu árum. Nú er svo komið að lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar 51 kynferðisbrot þar sem brotaþoli er undir átján ára að aldri. Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri að vinna við rannsókn þessara mála. „Hér hafa tveir til þrír rannsóknarlögreglumenn sem standa bakvaktir komið að rannsóknum þessara mála. Við skiptum því niður misjafnlega mikið á hvern rannsóknarlögreglumann sem helgast aðeins af verkaskiptingu innan lögreglunnar,“ segir Bergur, sem telur mjög mikilvægt að fjölgað verði í lögregluliðinu.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherrafréttablaðið/stefánSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur gefið það út að um 240 milljónum króna verði varið á þessu ári í að fjölga í lögregluliðum landsins. Í heild verður bætt við 15 stöðugildum. Höfuðborgarsvæðið fær sex stöðugildi. Tvö önnur embætti tvö stöðugildi og lögregluembætti sem fara með rannsókn kynferðisbrota, þar með talið Norðurland eystra, fá eitt stöðugildi hvert. Bergur segir ekkert mál hafa komið inn það sem af er árinu 2018 þar sem brotaþoli er á barnsaldri. Hins vegar sé staðan sú að 38 mál séu til rannsóknar úr umdæminu og heil 13 mál hafi komið úr öðrum lögregluumdæmum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um að ræða kynferðisbrot þar sem þolendur eru undir lögaldri. Leiða má að því líkur að fjöldi kynferðisbrota sem rannsóknarlögreglumenn á Akureyri sinni sé mun meiri. Aðgerðum stjórnvalda nú er ætlað að hraða meðferð þessara mála til muna. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Akureyri Átján mál komu inn á borð rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri vegna kynferðisofbeldis gegn börnum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra í fyrra. Að auki komu sjö mál inn á borð lögreglunnar frá öðrum embættum landsins þar sem rannsakað er kynferðisofbeldi gegn börnum. „Við þurfum að vera fleiri, en von er á því að það lagist á þessu ári,“ segir Bergur Jónsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri. Fjöldi rannsakaðra kynferðisbrota hefur aukist á síðustu árum. Nú er svo komið að lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar 51 kynferðisbrot þar sem brotaþoli er undir átján ára að aldri. Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri að vinna við rannsókn þessara mála. „Hér hafa tveir til þrír rannsóknarlögreglumenn sem standa bakvaktir komið að rannsóknum þessara mála. Við skiptum því niður misjafnlega mikið á hvern rannsóknarlögreglumann sem helgast aðeins af verkaskiptingu innan lögreglunnar,“ segir Bergur, sem telur mjög mikilvægt að fjölgað verði í lögregluliðinu.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherrafréttablaðið/stefánSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur gefið það út að um 240 milljónum króna verði varið á þessu ári í að fjölga í lögregluliðum landsins. Í heild verður bætt við 15 stöðugildum. Höfuðborgarsvæðið fær sex stöðugildi. Tvö önnur embætti tvö stöðugildi og lögregluembætti sem fara með rannsókn kynferðisbrota, þar með talið Norðurland eystra, fá eitt stöðugildi hvert. Bergur segir ekkert mál hafa komið inn það sem af er árinu 2018 þar sem brotaþoli er á barnsaldri. Hins vegar sé staðan sú að 38 mál séu til rannsóknar úr umdæminu og heil 13 mál hafi komið úr öðrum lögregluumdæmum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um að ræða kynferðisbrot þar sem þolendur eru undir lögaldri. Leiða má að því líkur að fjöldi kynferðisbrota sem rannsóknarlögreglumenn á Akureyri sinni sé mun meiri. Aðgerðum stjórnvalda nú er ætlað að hraða meðferð þessara mála til muna. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira