Aftur reynt að sporna gegn rafrettum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2018 07:30 Frumvarp Óttars Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, var til umræðu á þingi fyrir ári og sætti mikilli gagnrýni og náði ekki í gegn. NordicPhotos/Getty „Við komumst ekki hjá því að nefna það í löggjöfinni,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem hyggst leggja fram á Alþingi frumvarp um takmörk við notkun rafretta. Svandís segir að frumvarpið sé að hluta til innleiðing á EES-tilskipun og löggjafinn geti því ekki vikist undan. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís segir að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum. Áður hafi hins vegar verið gagnrýnt að málið hafi verið lagt fram sem frumvarp til breytinga á tóbakslögum.Svandís Svavarsdóttir Fréttablaðið/EyþórSvandís telur þó að ef frumvarp hennar verði afgreitt hafi það sömu áhrif og samþykkt á frumvarpi Óttars hefði haft. Í báðum tilfellum sé gert ráð fyrir að reistar verði sams konar skorður við sölu og auglýsingu á rafrettum og við sígarettum. „Eins er með það sem kemur varðandi notkun á rafrettum á opinberum stöðum, veitingahúsum og fleira. Það er bara svipað og með tóbakið,“ segir Svandís. Frumvarpið hefur nú þegar verið kynnt í ríkisstjórn. Svandís býst við að því verði síðan dreift í þinginu í næstu viku. Nokkrir þingmenn mótmæltu kröftuglega þegar frumvarp Óttars var til umræðu fyrir um það bil ári. „Það sem kemur fram í greinargerðinni, og ég var talsvert hissa á, er að það skaðlegasta sem kemur fram í þessum ólíku sjónarhornum er að þetta geti rutt brautina til nikótínfíknar. Erum við þá, virðulegi forseti, að takmarka og banna eitthvað af því að það gæti mögulega kannski einhvern tímann leitt til þess að einhver myndi mögulega kannski byrja að reykja?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar Fréttablaðið náði tali af Áslaugu í gær kvaðst hún ekki hafa kynnt sér frumvarp Svandísar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Sjá meira
„Við komumst ekki hjá því að nefna það í löggjöfinni,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem hyggst leggja fram á Alþingi frumvarp um takmörk við notkun rafretta. Svandís segir að frumvarpið sé að hluta til innleiðing á EES-tilskipun og löggjafinn geti því ekki vikist undan. Forveri hennar í embætti, Óttarr Proppé, lagði einnig fram slíkt frumvarp með vísun í EES-tilskipun. Hann hlaut harða gagnrýni fyrir og ekki kom til þess að frumvarp hans yrði afgreitt á þinginu. Svandís segir að frumvarp hennar sé ólíkt máli Óttars að því leytinu til að hún sé að leggja fram frumvarp að sérlögum. Áður hafi hins vegar verið gagnrýnt að málið hafi verið lagt fram sem frumvarp til breytinga á tóbakslögum.Svandís Svavarsdóttir Fréttablaðið/EyþórSvandís telur þó að ef frumvarp hennar verði afgreitt hafi það sömu áhrif og samþykkt á frumvarpi Óttars hefði haft. Í báðum tilfellum sé gert ráð fyrir að reistar verði sams konar skorður við sölu og auglýsingu á rafrettum og við sígarettum. „Eins er með það sem kemur varðandi notkun á rafrettum á opinberum stöðum, veitingahúsum og fleira. Það er bara svipað og með tóbakið,“ segir Svandís. Frumvarpið hefur nú þegar verið kynnt í ríkisstjórn. Svandís býst við að því verði síðan dreift í þinginu í næstu viku. Nokkrir þingmenn mótmæltu kröftuglega þegar frumvarp Óttars var til umræðu fyrir um það bil ári. „Það sem kemur fram í greinargerðinni, og ég var talsvert hissa á, er að það skaðlegasta sem kemur fram í þessum ólíku sjónarhornum er að þetta geti rutt brautina til nikótínfíknar. Erum við þá, virðulegi forseti, að takmarka og banna eitthvað af því að það gæti mögulega kannski einhvern tímann leitt til þess að einhver myndi mögulega kannski byrja að reykja?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar Fréttablaðið náði tali af Áslaugu í gær kvaðst hún ekki hafa kynnt sér frumvarp Svandísar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Sjá meira