Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 08:00 Fjölgun ferðamanna í gegnum Leifsstöð kallar á fleiri starfsmenn. Suðurnes hagnast á því svo um munar en miklar áskoranir blasa við. Fréttablaðið/Stefán Byggðaþróun Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa stækkað gríðarlega á síðasta hálfa áratug samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar og á vöxturinn þar sér vart fordæmi í byggðaþróun síðustu áratuga. Nálægð Suðurnesja við bæði höfuðborgina og eina stóru fluggátt ina inn í landið skilar því að svæðið er í stórsókn. Bæði er hægt að sækja þjónustu og atvinnu til höfuðborgarinnar en einnig eru gríðarleg umsvif í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði. Suðurnesin hafa um árabil verið í hægum vexti en eftir hrun hefur vöxturinn verið mun hraðari. Aðeins á tveimur áratugum hafa sveitarfélögin gjörbreyst. Til að mynda hefur fólksfjölgun í Vogum verið um 77 prósent og í Reykjanesbæ 71 prósent frá 1998. Í Grindavík hefur fjölgunin á þessum tíma verið um 56 prósent. Því er ljóst að byggðin á Suðurnesjum er í stórsókn, fólki fjölgar á öllum svæðum og atvinnustig er gott á heildina litið. Sveitarfélögin tvö á norðvestanverðu Reykjanesi, Garður og Sandgerði, munu á næstu misserum renna saman í eitt sveitarfélag en fyrir áramót samþykktu íbúar þeirra sameininguna. Samkvæmt KPMG verður til öflugra sveitarfélag með góða eignastöðu sem getur því betur sinnt starfi sínu en áður. Íbúar í nýja sveitarfélaginu verða um 3.400 og verður það því 16. stærsta sveitarfélag landsins. „Það er komið að því núna að það vantar fólk til starfa og atvinnuleysi er nánast ekkert á svæðinu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Hins vegar þarf að hafa það í huga að vöxtur einn og sér þarf ekki að þýða velgengni. Svona fjölgun, eins og við erum að upplifa síðustu þrjú árin, reynir gríðarlega á innviðina og við erum að sjá nokkra vaxtarverki. Sveitarfélögin eru á harðahlaupum við að halda þjónustustiginu uppi en það er ekki hægt að segja það sama um ríkisvaldið sem er mun svifaseinna.“ Bendir Kjartan Már á það að mikil fjölgun feli í sér að þjónusta hins opinbera skerðist, því fjármagn per íbúa til menntunar og heilbrigðisþjónustu verður mun minna á Reykjanesi en annars staðar á landinu. „Við erum ekki að biðja um að fá betri þjónustu en aðrir. Aðeins að við fáum sömu þjónustu og annars staðar. Framlög til heilbrigðismála á Reykjanesi á hvern íbúa hafa hrunið síðustu árin því peningurinn helst ekki í hendur við fjölgun íbúa inn á svæðið.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir sveitarfélagið standa vel og í reynd öll sveitarfélögin á svæðinu. Skuldastaða Garðs og Sandgerðis er nokkuð góð og bæði flugvöllurinn og sjávarútvegurinn skapi mörg störf í hinu nýja sveitarfélagi. „Auðvitað helst það í hendur að fasteignaverð hér hefur verið lægra en í borginni og mikið af fólki hefur komið hingað vegna þess. Að sama skapi hefur fasteignaverð hækkað hér undanfarin þrjú ár. Það er ekki hægt að tala um atvinnuleysi hér þar sem bæði sjávarútvegurinn býr til mörg störf sem og Leifsstöð,“ segir Magnús. „Innviðirnir í Garði standa undir fjölguninni eins og staðan er núna en stutt er í að við þurfum að byggja við leik- og grunnskóla til að takast á við fjölgun barna í sveitarfélaginu. Það er jákvætt.“ Birtist í Fréttablaðinu Vogar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Byggðaþróun Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa stækkað gríðarlega á síðasta hálfa áratug samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar og á vöxturinn þar sér vart fordæmi í byggðaþróun síðustu áratuga. Nálægð Suðurnesja við bæði höfuðborgina og eina stóru fluggátt ina inn í landið skilar því að svæðið er í stórsókn. Bæði er hægt að sækja þjónustu og atvinnu til höfuðborgarinnar en einnig eru gríðarleg umsvif í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði. Suðurnesin hafa um árabil verið í hægum vexti en eftir hrun hefur vöxturinn verið mun hraðari. Aðeins á tveimur áratugum hafa sveitarfélögin gjörbreyst. Til að mynda hefur fólksfjölgun í Vogum verið um 77 prósent og í Reykjanesbæ 71 prósent frá 1998. Í Grindavík hefur fjölgunin á þessum tíma verið um 56 prósent. Því er ljóst að byggðin á Suðurnesjum er í stórsókn, fólki fjölgar á öllum svæðum og atvinnustig er gott á heildina litið. Sveitarfélögin tvö á norðvestanverðu Reykjanesi, Garður og Sandgerði, munu á næstu misserum renna saman í eitt sveitarfélag en fyrir áramót samþykktu íbúar þeirra sameininguna. Samkvæmt KPMG verður til öflugra sveitarfélag með góða eignastöðu sem getur því betur sinnt starfi sínu en áður. Íbúar í nýja sveitarfélaginu verða um 3.400 og verður það því 16. stærsta sveitarfélag landsins. „Það er komið að því núna að það vantar fólk til starfa og atvinnuleysi er nánast ekkert á svæðinu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Hins vegar þarf að hafa það í huga að vöxtur einn og sér þarf ekki að þýða velgengni. Svona fjölgun, eins og við erum að upplifa síðustu þrjú árin, reynir gríðarlega á innviðina og við erum að sjá nokkra vaxtarverki. Sveitarfélögin eru á harðahlaupum við að halda þjónustustiginu uppi en það er ekki hægt að segja það sama um ríkisvaldið sem er mun svifaseinna.“ Bendir Kjartan Már á það að mikil fjölgun feli í sér að þjónusta hins opinbera skerðist, því fjármagn per íbúa til menntunar og heilbrigðisþjónustu verður mun minna á Reykjanesi en annars staðar á landinu. „Við erum ekki að biðja um að fá betri þjónustu en aðrir. Aðeins að við fáum sömu þjónustu og annars staðar. Framlög til heilbrigðismála á Reykjanesi á hvern íbúa hafa hrunið síðustu árin því peningurinn helst ekki í hendur við fjölgun íbúa inn á svæðið.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir sveitarfélagið standa vel og í reynd öll sveitarfélögin á svæðinu. Skuldastaða Garðs og Sandgerðis er nokkuð góð og bæði flugvöllurinn og sjávarútvegurinn skapi mörg störf í hinu nýja sveitarfélagi. „Auðvitað helst það í hendur að fasteignaverð hér hefur verið lægra en í borginni og mikið af fólki hefur komið hingað vegna þess. Að sama skapi hefur fasteignaverð hækkað hér undanfarin þrjú ár. Það er ekki hægt að tala um atvinnuleysi hér þar sem bæði sjávarútvegurinn býr til mörg störf sem og Leifsstöð,“ segir Magnús. „Innviðirnir í Garði standa undir fjölguninni eins og staðan er núna en stutt er í að við þurfum að byggja við leik- og grunnskóla til að takast á við fjölgun barna í sveitarfélaginu. Það er jákvætt.“
Birtist í Fréttablaðinu Vogar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira