Árásirnar hættu ekki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Reykur steig upp frá Austur-Ghouta í átakapásu gærdagsins. Vísir/Afp Sprengjur féllu enn í Austur-Ghouta, nærri Damaskus í Sýrlandi, þrátt fyrir að hlé hafi átt að gera á árásum stjórnarhersins frá klukkan 9 til 14 í gær. Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag daglegar pásur til þess að almennir borgarar gætu yfirgefið svæðið og hjálparsamtök sinnt særðum og þurfandi. Á sjötta hundrað hafa farist í árásum fylgismanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á Austur-Ghouta undanfarna rúma viku. Þrátt fyrir pásuna komust engin hjálparsamtök á svæðið og segja Rússar jafnframt að engir almennir borgarar hafi flúið. Jens Laerke, talsmaður samhæfingarskrifstofu mannúðarstarfs hjá SÞ, sagði við blaðamenn í Genf í gær að SÞ hefðu heyrt af því að árásir hafi haldið áfram í pásunni. „Ástandið er greinilega þannig að ekki er hægt að senda hjálp og fólk getur ekki flúið,“ sagði Laerke. Bresku eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights greindu frá því í gær að Assad-liðar hefðu haldið áfram loftárásum sínum í fimm klukkustunda pásunni og meðal annars fellt barn og sært sjö í árás á bæinn Jisrin. Því hafnaði stjórnarherinn. Sýrlenski stjórnarmiðillinn Sana greindi aftur á móti frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum og skotið á fyrirfram ákveðna flóttaleið almennra borgara. Þeir hefðu í þokkabót notað almenna borgara til að skýla sér. Því höfnuðu uppreisnarfylkingarnar tvær sem berjast við stjórnarherinn í Austur-Ghouta.Norður-Kórea skaffar efnavopn The New York Times greindi frá því í gær að sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum væru fullvissir um að efnavopnaframleiðsla stjórnarhersins færi fram með aðkomu Norður-Kóreumanna. Til dæmis sæju Norður-Kóreumenn Assad-liðum fyrir verkfærum til efnavopnagerðar. Þessi viðskipti leiddu til þess að Assad-liðar fengju aðstoð við framleiðsluna og gætu haldið henni áfram og jafnframt til þess að yfirvöld í Norður-Kóreu fengju fjármagn til að styðja við kjarnorkuvopnaáætlun sína. Að minnsta kosti fjörutíu sendingar bárust frá Norður-Kóreu til Sýrlands á árunum 2012 til 2017, að því er kemur fram í The New York Times. Stjórnarherinn hefur oftsinnis beitt efnavopnum í árásum sínum. Rannsakendur hafa staðfest notkun klórgass. Þá benda gögn til þess að stjórnarherinn hafi drepið áttatíu almenna borgara með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun í apríl í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Sjá meira
Sprengjur féllu enn í Austur-Ghouta, nærri Damaskus í Sýrlandi, þrátt fyrir að hlé hafi átt að gera á árásum stjórnarhersins frá klukkan 9 til 14 í gær. Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag daglegar pásur til þess að almennir borgarar gætu yfirgefið svæðið og hjálparsamtök sinnt særðum og þurfandi. Á sjötta hundrað hafa farist í árásum fylgismanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta á Austur-Ghouta undanfarna rúma viku. Þrátt fyrir pásuna komust engin hjálparsamtök á svæðið og segja Rússar jafnframt að engir almennir borgarar hafi flúið. Jens Laerke, talsmaður samhæfingarskrifstofu mannúðarstarfs hjá SÞ, sagði við blaðamenn í Genf í gær að SÞ hefðu heyrt af því að árásir hafi haldið áfram í pásunni. „Ástandið er greinilega þannig að ekki er hægt að senda hjálp og fólk getur ekki flúið,“ sagði Laerke. Bresku eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights greindu frá því í gær að Assad-liðar hefðu haldið áfram loftárásum sínum í fimm klukkustunda pásunni og meðal annars fellt barn og sært sjö í árás á bæinn Jisrin. Því hafnaði stjórnarherinn. Sýrlenski stjórnarmiðillinn Sana greindi aftur á móti frá því að uppreisnarmenn hefðu varpað sprengjum og skotið á fyrirfram ákveðna flóttaleið almennra borgara. Þeir hefðu í þokkabót notað almenna borgara til að skýla sér. Því höfnuðu uppreisnarfylkingarnar tvær sem berjast við stjórnarherinn í Austur-Ghouta.Norður-Kórea skaffar efnavopn The New York Times greindi frá því í gær að sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum væru fullvissir um að efnavopnaframleiðsla stjórnarhersins færi fram með aðkomu Norður-Kóreumanna. Til dæmis sæju Norður-Kóreumenn Assad-liðum fyrir verkfærum til efnavopnagerðar. Þessi viðskipti leiddu til þess að Assad-liðar fengju aðstoð við framleiðsluna og gætu haldið henni áfram og jafnframt til þess að yfirvöld í Norður-Kóreu fengju fjármagn til að styðja við kjarnorkuvopnaáætlun sína. Að minnsta kosti fjörutíu sendingar bárust frá Norður-Kóreu til Sýrlands á árunum 2012 til 2017, að því er kemur fram í The New York Times. Stjórnarherinn hefur oftsinnis beitt efnavopnum í árásum sínum. Rannsakendur hafa staðfest notkun klórgass. Þá benda gögn til þess að stjórnarherinn hafi drepið áttatíu almenna borgara með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun í apríl í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Sjá meira
UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00
Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00