Aðildarfélög lögðu SFS til 80 milljónir um áramót Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Jens Garðar Helgason, formaður SFS Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. Mikill halli hefur safnast upp á undanförnum árum og er fjárveitingu aðildarfélaganna ætlað að greiða hann niður og skjóta þannig styrkari stoðum undir reksturinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins var rekstrarhalli samtakanna, sem eru heildarsamtök sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi, vel á annað hundrað milljónir króna á árinu 2016. Hins vegar er útlit fyrir að umtalsverður bati hafi orðið í rekstrinum á síðasta ári og að samtökin hafi þá skilað hagnaði eftir nokkurra ára samfelldan taprekstur. Ársreikningur samtakanna fyrir árið 2017 verður lagður fram á aðalfundi samtakanna í vor.Mikill halli hefur verið á rekstri samtakanna síðustu ár. Fréttablaðið/VilhelmÞrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, HB Grandi, Samherji og Síldarvinnslan, lögðu samtökunum til hvað mest fé, að því er heimildir Markaðarins herma. Samtökin fá í kringum 300 milljónir króna á ári í félagsgjöld frá aðildarfélögum. Samtökin og forverar þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva, hafa frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 þurft að reiða sig í meira mæli en áður á félagsgjöld. Fyrir fjármálaáfallið áttu forverar samtakanna umtalsvert af verðbréfaeignum sem skiluðu að jafnaði góðri ávöxtun. Það breyttist á árunum eftir hrun, að sögn kunnugra, og liggja samtökin ekki lengur á eins digrum sjóðum. Miklar breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi samtakanna síðustu ár og hafa þær átt sinn þátt í útgjaldaaukningunni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Kolbeinn Árnason, sem leiddi sameiningu samtakanna haustið 2014, var fyrsti framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en hann lét af störfum í apríl 2016 og tók í kjölfarið sæti í stjórn LBI, gamla Landsbankans. Heiðrún Lind Marteinsdóttir tók við starfinu af Kolbeini og hefur gegnt því síðan. Á síðasta ári voru átta manns ráðnir til samtakanna en alls eru starfsmenn þeirra nú sextán talsins. Ekki náðist í Jens Garðar Helgason, formann samtakanna. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hópur aðildarfélaga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lagði samtökunum til ríflega 80 milljónir króna um síðustu áramót til þess að rétta af uppsafnaðan halla á rekstri samtakanna. Mikill halli hefur safnast upp á undanförnum árum og er fjárveitingu aðildarfélaganna ætlað að greiða hann niður og skjóta þannig styrkari stoðum undir reksturinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins var rekstrarhalli samtakanna, sem eru heildarsamtök sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi, vel á annað hundrað milljónir króna á árinu 2016. Hins vegar er útlit fyrir að umtalsverður bati hafi orðið í rekstrinum á síðasta ári og að samtökin hafi þá skilað hagnaði eftir nokkurra ára samfelldan taprekstur. Ársreikningur samtakanna fyrir árið 2017 verður lagður fram á aðalfundi samtakanna í vor.Mikill halli hefur verið á rekstri samtakanna síðustu ár. Fréttablaðið/VilhelmÞrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, HB Grandi, Samherji og Síldarvinnslan, lögðu samtökunum til hvað mest fé, að því er heimildir Markaðarins herma. Samtökin fá í kringum 300 milljónir króna á ári í félagsgjöld frá aðildarfélögum. Samtökin og forverar þeirra, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva, hafa frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 þurft að reiða sig í meira mæli en áður á félagsgjöld. Fyrir fjármálaáfallið áttu forverar samtakanna umtalsvert af verðbréfaeignum sem skiluðu að jafnaði góðri ávöxtun. Það breyttist á árunum eftir hrun, að sögn kunnugra, og liggja samtökin ekki lengur á eins digrum sjóðum. Miklar breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi samtakanna síðustu ár og hafa þær átt sinn þátt í útgjaldaaukningunni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Kolbeinn Árnason, sem leiddi sameiningu samtakanna haustið 2014, var fyrsti framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en hann lét af störfum í apríl 2016 og tók í kjölfarið sæti í stjórn LBI, gamla Landsbankans. Heiðrún Lind Marteinsdóttir tók við starfinu af Kolbeini og hefur gegnt því síðan. Á síðasta ári voru átta manns ráðnir til samtakanna en alls eru starfsmenn þeirra nú sextán talsins. Ekki náðist í Jens Garðar Helgason, formann samtakanna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira