Gylfi Þór veitti föður sínum ekki umboð til þess að kaupa fiskiskip Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 11:15 Gylfi fagnar marki sem hann skoraði gegn Crystal Palace í nóvember. Vísir / Getty Hæstiréttur Íslands komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Blikabergs hefði ekki haft heimild til þess að kaupa fyrir hönd félagsins fiskiskip af útgerðarfélaginu Hafsæli. Ástæðan var sú að sonur framkvæmdastjórans og eini stjórnarmaður Blikabergs, knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson, hafði ekki veitt föður sínum umboð til kaupanna. Gylfi Þór settist í stjórn félagsins árið 2011 en faðir hans, Sigurður Aðalsteinsson, stýrir daglegum rekstri þess. Útgerðarfélagið hefur aukið nokkuð umsvif sínum á undanförnum árum með kaupum á aflaheimildum og fiskiskipum. Fram kom í Morgunblaðinu í byrjun árs 2013 að Gylfi Þór hefði – í gegnum félagið – komið með 38 milljónir króna til landsins að tilstuðlan fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands. Í umræddu máli krafðist félagið Hafsæll þess að Blikabergi yrði gert að greiða Hafsæli kaupverð samkvæmt kaupsamningi frá því í nóvember árið 2015 um fiskiskipið Björgu Hallvarðsdóttur, alls 30,5 milljónir króna, en deilt var um hvort kaupsamningur hefði komist á milli félaganna. Lögmaður Blikabergs hélt því fram fyrir dómi að Sigurður, sem hafði skrifað undir kaupsamninginn fyrir hönd félagsins, hefði ekki haft heimild til þess að skuldbinda félagið. Héraðsdómur féllst ekki á það og dæmdi Blikaberg til þess að greiða kaupverð skipsins. Hæstiréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og sýknaði Blikaberg. Benti rétturinn meðal annars á að engin gögn hefðu verið lögð fram um að Gylfi Þór, sem eini stjórnarmaður Blikabergs, hefði falið Sigurði að annast kaupin eða veitt honum fyrir fram eða eftir á umboð til þess. Þá hefðu kaupin ekki heldur fallið innan prókúruumboðs hans. Sigurður hefði þannig ekki mátt skuldbinda Blikaberg með undirritun kaupsamningsins. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján og Sigurður segja sig úr Lotnu - Fótboltastjarna í stjórn Bæði Kristján Sigurður Kristjánsson og Sigurður Aðalsteinsson hafa sagt sig úr stjórn fyrirtækisins Lotnu ehf., sem gerði samning um kaup á öllum eigum þrotabús Eyrarodda á Flateyri fyrir skömmu. 24. febrúar 2011 20:57 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Hæstiréttur Íslands komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Blikabergs hefði ekki haft heimild til þess að kaupa fyrir hönd félagsins fiskiskip af útgerðarfélaginu Hafsæli. Ástæðan var sú að sonur framkvæmdastjórans og eini stjórnarmaður Blikabergs, knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson, hafði ekki veitt föður sínum umboð til kaupanna. Gylfi Þór settist í stjórn félagsins árið 2011 en faðir hans, Sigurður Aðalsteinsson, stýrir daglegum rekstri þess. Útgerðarfélagið hefur aukið nokkuð umsvif sínum á undanförnum árum með kaupum á aflaheimildum og fiskiskipum. Fram kom í Morgunblaðinu í byrjun árs 2013 að Gylfi Þór hefði – í gegnum félagið – komið með 38 milljónir króna til landsins að tilstuðlan fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands. Í umræddu máli krafðist félagið Hafsæll þess að Blikabergi yrði gert að greiða Hafsæli kaupverð samkvæmt kaupsamningi frá því í nóvember árið 2015 um fiskiskipið Björgu Hallvarðsdóttur, alls 30,5 milljónir króna, en deilt var um hvort kaupsamningur hefði komist á milli félaganna. Lögmaður Blikabergs hélt því fram fyrir dómi að Sigurður, sem hafði skrifað undir kaupsamninginn fyrir hönd félagsins, hefði ekki haft heimild til þess að skuldbinda félagið. Héraðsdómur féllst ekki á það og dæmdi Blikaberg til þess að greiða kaupverð skipsins. Hæstiréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og sýknaði Blikaberg. Benti rétturinn meðal annars á að engin gögn hefðu verið lögð fram um að Gylfi Þór, sem eini stjórnarmaður Blikabergs, hefði falið Sigurði að annast kaupin eða veitt honum fyrir fram eða eftir á umboð til þess. Þá hefðu kaupin ekki heldur fallið innan prókúruumboðs hans. Sigurður hefði þannig ekki mátt skuldbinda Blikaberg með undirritun kaupsamningsins.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján og Sigurður segja sig úr Lotnu - Fótboltastjarna í stjórn Bæði Kristján Sigurður Kristjánsson og Sigurður Aðalsteinsson hafa sagt sig úr stjórn fyrirtækisins Lotnu ehf., sem gerði samning um kaup á öllum eigum þrotabús Eyrarodda á Flateyri fyrir skömmu. 24. febrúar 2011 20:57 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Kristján og Sigurður segja sig úr Lotnu - Fótboltastjarna í stjórn Bæði Kristján Sigurður Kristjánsson og Sigurður Aðalsteinsson hafa sagt sig úr stjórn fyrirtækisins Lotnu ehf., sem gerði samning um kaup á öllum eigum þrotabús Eyrarodda á Flateyri fyrir skömmu. 24. febrúar 2011 20:57