Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Þórdís Valsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 23:43 Ivanka Trump segir að hún trúir því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega, þrátt fyrir fjölda ásakana. Vísir/getty Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. Ivanka sagði í viðtali á NBC fréttastöðinni að henni þætti „nokkuð óviðeigandi“ að blaðamaður skyldi spurja hana hvort hún trúi þeim konum sem hafa sakað föður hennar um kynferðislega áreitni þegar faðir hennar hefur með ótvíræðum hætti neitað slíkum ásökunum. „Ég held að þetta sé ekki spurning sem þú myndir spyrja margar aðrar dætur,“ sagði hún í viðtalinu. “Do you believe your father's [sexual misconduct] accusers?” -@PeterAlexander“I think it's a pretty inappropriate question to ask a daughter if she believes the accusers of her father when he's affirmatively stated there's no truth to it.” -@IvankaTrump pic.twitter.com/23AVPgcOdE— TODAY (@TODAYshow) February 26, 2018 Ásakanir á hendur Trump hafa verið þess efnis að hann hafi snert og kysst konurnar án þeirra samþykkis. Donald Trump hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér en brotin eiga að hafa átt sér stað áður en hann tók við embætti forseta. Á meðan á kosningabaráttu hans stóð hótaði hann því að lögsækja þær konur sem ásökuðu hann um áreitni en gerði það þó ekki. „Ég trúi föður mínum, ég þekki föður minn. Ég held að ég hafi þann rétt, sem dóttir, að trúa föður mínum,“ segir Ivanka Trump í viðtalinu. Rachel Crooks, ein af þeim konum sem hafa stigið fram og sagt frá áreitni af hálfu Trump, tjáði sig um téð viðtal á Twitter. „Ég skil þá óheppilegu stöðu sem hún er í, að þurfa að viðurkenna að faðir hennar er kvenhatari og „kynferðislegt rándýr“, en þeir sem halda áfram að vera samsekir honum eru einnig hluti af vandanum,“ segir Crooks í Twitter færslu sinni. I understand the unfortunate position someone would be in to have to admit their father is a misogynist and a sexual predator, but those who remain complicit in his actions are also part of the problem. #metoo #TimesUp https://t.co/hCMUnuVUn6 https://t.co/ux6FEJ41tE— Rachel Crooks for Ohio (@RachelforOhio) February 26, 2018 Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. Ivanka sagði í viðtali á NBC fréttastöðinni að henni þætti „nokkuð óviðeigandi“ að blaðamaður skyldi spurja hana hvort hún trúi þeim konum sem hafa sakað föður hennar um kynferðislega áreitni þegar faðir hennar hefur með ótvíræðum hætti neitað slíkum ásökunum. „Ég held að þetta sé ekki spurning sem þú myndir spyrja margar aðrar dætur,“ sagði hún í viðtalinu. “Do you believe your father's [sexual misconduct] accusers?” -@PeterAlexander“I think it's a pretty inappropriate question to ask a daughter if she believes the accusers of her father when he's affirmatively stated there's no truth to it.” -@IvankaTrump pic.twitter.com/23AVPgcOdE— TODAY (@TODAYshow) February 26, 2018 Ásakanir á hendur Trump hafa verið þess efnis að hann hafi snert og kysst konurnar án þeirra samþykkis. Donald Trump hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér en brotin eiga að hafa átt sér stað áður en hann tók við embætti forseta. Á meðan á kosningabaráttu hans stóð hótaði hann því að lögsækja þær konur sem ásökuðu hann um áreitni en gerði það þó ekki. „Ég trúi föður mínum, ég þekki föður minn. Ég held að ég hafi þann rétt, sem dóttir, að trúa föður mínum,“ segir Ivanka Trump í viðtalinu. Rachel Crooks, ein af þeim konum sem hafa stigið fram og sagt frá áreitni af hálfu Trump, tjáði sig um téð viðtal á Twitter. „Ég skil þá óheppilegu stöðu sem hún er í, að þurfa að viðurkenna að faðir hennar er kvenhatari og „kynferðislegt rándýr“, en þeir sem halda áfram að vera samsekir honum eru einnig hluti af vandanum,“ segir Crooks í Twitter færslu sinni. I understand the unfortunate position someone would be in to have to admit their father is a misogynist and a sexual predator, but those who remain complicit in his actions are also part of the problem. #metoo #TimesUp https://t.co/hCMUnuVUn6 https://t.co/ux6FEJ41tE— Rachel Crooks for Ohio (@RachelforOhio) February 26, 2018
Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45
Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00