Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Þórdís Valsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 22:00 Eva Pandora Baldursdóttir hlaut tíundu hæstu endurgreiðsluna vegna aksturs á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. Hún greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Eins og áður hefur komið fram var Ásmundur Friðriksson efstur á listanum og hlaut hæstu endurgreiðsluna.Sjá meira: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Blaðamaður Vísis sendi öllum þingmönnum fyrirspurn á dögunum varðandi endurgreiðslur vegna aksturs. Svar Evu Pandoru var stutt og laggott, en hún sagði einfaldlega „ég er ekki ein af þessum tíu“. Svo virðist vera sem Eva Pandora hafi óvart sagt ósatt um greiðslurnar en hún ók samtals 10.608 kílómetra á síðasta ári og fékk því 1.136.663 krónur endurgreiddar vegna aksturs á síðasta ári. Hér fyrir neðan má sjá uppfærðan topp tíu lista. „Um daginn fékk ég símtal frá blaðamanni sem spurði hvort ég væri á þessum lista og í góðri trú svaraði ég því til að svo væri ekki enda taldi ég mig alls ekki vera ofarlega á listanum. Nú veit ég betur og þetta leiðréttist hér með,“ segir Eva Pandora.Var tvisvar neitað um bílaleigubíl Á Facebook birti hún akstursdagbók sína og segir frá því að þrisvar á þingferli sínum hafi hún óskað eftir því við skrifstofu Alþingis að fá bílaleigubíl og að henni hafi verið neitað tvisvar sinnum. „Í annað skiptið vegna þess að ég þurfti ekki að aka daglega frá heimili mínu á Sauðárkróki til Alþingishússins í vinnu heldur hélt ég annað heimili í Reykjavík.“ Eva Pandora segir að opinber birting upplýsinga um þingfararkostnað þingmanna minnst tíu ár aftur í tímann séu mikil tímamót í sögu gagnsæis á Alþingi. Hún segir einnig að samkvæmt akstursdagbók sinni hafi enginn akstur verið vegna prófkjörsbaráttu. „Aksturserindin voru beint vegna starfs míns sem þingmaður, nema seinustu fjórar færslurnar þar sem allir þingmenn sem duttu út af þingi fengu greiddar tvær ferðir fram og til baka frá heimili/Reykjavík. Þær ferðir nýtti ég í flutninga á búslóð minni frá heimilinu í Reykjavík til heimilisins á Sauðárkróki,“ segir Eva Pandora og tekur að lokum fram að hún sé vel undir 15.000 kílómetra mörkunum.Færslu hennar í heild sinni og akstursdagbókina má sjá hér að neðan. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. Hún greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Eins og áður hefur komið fram var Ásmundur Friðriksson efstur á listanum og hlaut hæstu endurgreiðsluna.Sjá meira: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Blaðamaður Vísis sendi öllum þingmönnum fyrirspurn á dögunum varðandi endurgreiðslur vegna aksturs. Svar Evu Pandoru var stutt og laggott, en hún sagði einfaldlega „ég er ekki ein af þessum tíu“. Svo virðist vera sem Eva Pandora hafi óvart sagt ósatt um greiðslurnar en hún ók samtals 10.608 kílómetra á síðasta ári og fékk því 1.136.663 krónur endurgreiddar vegna aksturs á síðasta ári. Hér fyrir neðan má sjá uppfærðan topp tíu lista. „Um daginn fékk ég símtal frá blaðamanni sem spurði hvort ég væri á þessum lista og í góðri trú svaraði ég því til að svo væri ekki enda taldi ég mig alls ekki vera ofarlega á listanum. Nú veit ég betur og þetta leiðréttist hér með,“ segir Eva Pandora.Var tvisvar neitað um bílaleigubíl Á Facebook birti hún akstursdagbók sína og segir frá því að þrisvar á þingferli sínum hafi hún óskað eftir því við skrifstofu Alþingis að fá bílaleigubíl og að henni hafi verið neitað tvisvar sinnum. „Í annað skiptið vegna þess að ég þurfti ekki að aka daglega frá heimili mínu á Sauðárkróki til Alþingishússins í vinnu heldur hélt ég annað heimili í Reykjavík.“ Eva Pandora segir að opinber birting upplýsinga um þingfararkostnað þingmanna minnst tíu ár aftur í tímann séu mikil tímamót í sögu gagnsæis á Alþingi. Hún segir einnig að samkvæmt akstursdagbók sinni hafi enginn akstur verið vegna prófkjörsbaráttu. „Aksturserindin voru beint vegna starfs míns sem þingmaður, nema seinustu fjórar færslurnar þar sem allir þingmenn sem duttu út af þingi fengu greiddar tvær ferðir fram og til baka frá heimili/Reykjavík. Þær ferðir nýtti ég í flutninga á búslóð minni frá heimilinu í Reykjavík til heimilisins á Sauðárkróki,“ segir Eva Pandora og tekur að lokum fram að hún sé vel undir 15.000 kílómetra mörkunum.Færslu hennar í heild sinni og akstursdagbókina má sjá hér að neðan.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31