Íslenski boltinn

FH fær risa frá Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gomes í leik með liði sínu í Kína.
Gomes í leik með liði sínu í Kína. vísir/getty
Varnarmaðurinn Edigeison Gomes D'Almeida, eða bara Eddi Gomes, hefur fengið félagaskipti í FH frá liði í Kína.

Hér er um að ræða 29 ára gamlan leikmann sem er fæddur í Gíneu Bissá en flutti ungur að árum til Danmerkur þar sem hann fékk sitt fótboltauppeldi.

Gomes er afar hávaxinn varnarmaður eða heilir 196 senitmetrar. Hann hóf feril sinn hjá Herlev í Danmörku en lék svo með HB Kögen og Esbjerg áður en hann gekk í raðir Henan Jianye í Kína.

Hann var í Ólympíulandsliði Dana á ÓL í Ríó árið 2016 en kaus síðar að leika fyrir landslið Gíneu Bissá og hefur þegar spilað einn landsleik fyrir þjóðina.

Á heimasíðu KSÍ stendur að félagaskiptin séu tímabundin en FH hefur ekki gefið neitt frá sér varðandi málið. Ekki náðist í forráðamenn FH við vinnslu þessarar fréttar.

FH hefur misst marga varnarmenn í vetur og því þarf ekki að koma á óvart að þeir séu byrjaðir að fjölga varnarmönnum í sinn hóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×