Sigmundur segir verðandi þjóðarsjúkrahús frægast af mygluhúsum Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2018 10:26 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins Vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann fer yfir sýnMiðflokksins á byggingu nýs Landspítala. Sigmundur stillir málinu upp í tvo valkosti, annars vegar valkost A og hins vegar kost M. Valkostur A er hreint ekki góður að mati Sigmundar, en í honum felst að halda sig við gamlar hugmyndir um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þar sem þarf að flytja mikið af jarðefnum um Hringbraut þar sem umferðarþungi er mjög mikill. Hann segir að ef valkostur A yrði fyrir valinu þyrfti að reyna að samþætta fjölda gamalla bygginga, skafa úr þeim myglu og treysta á að aðeins fjórðungur starfsfólks og sjúklinga spítalans komi þangað á bílum. Svo er það valkostur M, sem er stefna Miðflokksins, að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað á skemmri tíma en það tekur að byggja nýjan spítala við Hringbraut. „Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænum,“ skrifar Sigmundur.„Ævintýralega órökrétt“ Hann segir að valið virðist auðvelt en kerfið haldi áfram að vinna að valkosti A. „Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt,“ skrifar Sigmundur.Flestir yfirgefa myglu, nema Landspítalinn Hann bendir á að nú sé til skoðunar að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli hafi verið skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust og nú eigi að rífa hann. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð og húsið standi nú autt og bíði örlaga sinna. Húsnæði Tryggingastofnunar var nýverið yfirgefið vegna gruns um myglu og ráðuneyti heilbrigðismála starfi nú í bráðabirgðahúsnæði vegna myglu. „En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands,“ skrifar Sigmundur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00 Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann fer yfir sýnMiðflokksins á byggingu nýs Landspítala. Sigmundur stillir málinu upp í tvo valkosti, annars vegar valkost A og hins vegar kost M. Valkostur A er hreint ekki góður að mati Sigmundar, en í honum felst að halda sig við gamlar hugmyndir um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þar sem þarf að flytja mikið af jarðefnum um Hringbraut þar sem umferðarþungi er mjög mikill. Hann segir að ef valkostur A yrði fyrir valinu þyrfti að reyna að samþætta fjölda gamalla bygginga, skafa úr þeim myglu og treysta á að aðeins fjórðungur starfsfólks og sjúklinga spítalans komi þangað á bílum. Svo er það valkostur M, sem er stefna Miðflokksins, að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað á skemmri tíma en það tekur að byggja nýjan spítala við Hringbraut. „Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænum,“ skrifar Sigmundur.„Ævintýralega órökrétt“ Hann segir að valið virðist auðvelt en kerfið haldi áfram að vinna að valkosti A. „Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt,“ skrifar Sigmundur.Flestir yfirgefa myglu, nema Landspítalinn Hann bendir á að nú sé til skoðunar að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli hafi verið skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust og nú eigi að rífa hann. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð og húsið standi nú autt og bíði örlaga sinna. Húsnæði Tryggingastofnunar var nýverið yfirgefið vegna gruns um myglu og ráðuneyti heilbrigðismála starfi nú í bráðabirgðahúsnæði vegna myglu. „En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands,“ skrifar Sigmundur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00 Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00
Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent